Geirharður er dularfulli, yfirvegaði en sterki álfurinn
..það halda allavegana hinir álfarnir. Hann horfir yfir dalinn og landareignina, þegir og heldur svo áfram að drekka kaffið sitt og lesa málgagnið. Hinn almenni álfur er smeykur við að mótmæla honum og er það vegna þess að stór ránfugl situr á húsmæninum hjá honum
fólkið er semsagt ekki hrætt við Geirharð heldur ránfuglinn. En þó að hann sé dularfullur þá getur hann sungið og bara nokkuð vel
en í mannheimum er líka sagt að Geir Ólafsson geti sungið.
Forsetinn er af þeirri tegund álfa sem oft eru kenndir við Geirfuglinn
stundum taldir sjaldgæfir
en viti menn þeir hafa galdraseyði eitt grænt og mikið sem þeir skella í sig réttum tíma og púffffff þeir fjölga sér hratt á stuttum tíma
. en samt bara upp að vissu marki. Svo er líka sagt að þegar að það er verið að kanna meðbyr þessarar tegundar standi hún sig illa og ástæðan er sú að allir gömlu álfarnir heyri illa
en þeir vita hvað á að gera á elleftu stundu.
Ómar um dalinn er , gamall, vitur, hoppandi, talandi, leikandi, og syngjandi álfur. Hann er nýfluttur í álfaþorpið og er enn að læra reglurnar. Hann er fluglæs og vel skrifandi og ekki er ólíklegt að hann fari að boxa frá sér áður en langt um líður. Stundum vill hann gleyma boxhönskunum og sumir verða sárir á eftir, en það er kannski það sem þarf til þess að komast að veisluborðinu.
Addi paddi, kiddi gau er þessi litli skemmtilegi
.og vel vaxni álfur. Hann er svo heppinn að eiga eina fjöður úr ránfuglinum mikla heima hjá sér og hann dreymir um að komast yfir restina. Hann er ekki mikið fyrir að eiga samskipti við erlendu álfana sem koma í heimsókn á þrettándanum. Hann er meira fyrir að bralla eitthvað með strákunum, veiða á bryggjunni, grípa í spil, eða kannski að taka einn léttan kaffibolla.
Rauðgrímur heitir álfur einn sem þolir vagg og veltu. Hann ólst upp á bóndabæ einum sem er rétt fyrir utan álfaþorpið. Hann er sprækur og hleypur uppá fjöll eins og ekkert sé. Hann er þekktur í álfheimum fyrir þæfðu grænu ullarlambshúfuna sína, enda segir hann að lífið sé lambakjöt og grænt gras. Álfurinn hann pabbi hans hét Ölver og mamma hans Álfdís og þegar átti að skíra hann um 14 ára aldurinn átti hann að heita Álfver í höfuðið á foreldrum sínum en hann var nú algjörlega á móti því og vildi heita Rauðgrímur og það varð úr.
Í öllum alvöru álfasögum er álfkona eða prinsessa
.og stundum vond stjúpa. Í þessu álfaþorpi var aðeins einn svona kvenkyns álfur sem þorði að að taka þátt í leiknum með karlkyns álfunum. Margir litu upp til hennar og sumir kölluðu hana prinsessu. Fyrir nokkrum árum var einn álfur sem hét Golíat, hann kallaði hana alltaf vondu stjúpuna og enn þann dag í dag eru margir sem fylgja þeirri skoðun hans. En ekkert er nú gaman af ævintýrunum nema eitthvað óvænt gerist. Tatatatammm
.eina nóttina rétt fyrir veisluna miklu læðist Rúna Sól prinsessa eða vonda stjúpan allt eftir því í hvaða átt er verið að horfa
.. heim að húsi Geirharðs og reynir að ræna ránfuglinum mikla á húsmæninum..
Sást til hennar ?
voru fleiri með henni ?
tekst henni ætlunarverk sitt ? Svör við því og hvort að leður rauðálfurinn Eiki Hawks trylli álfheima birtast þann tólfta.
Forsætisráðherra segir varnir Íslands tryggðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Fimmtudagur, 26. apríl 2007 (breytt 27.4.2007 kl. 19:29) | Facebook
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Af mbl.is
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir
Athugasemdir
Kostuleg úttekt á stöðu mála! :)
Sigurður Axel Hannesson, 26.4.2007 kl. 17:01
Haha, væri fínt að fá oftar svona fréttaskýringar... Knús ú höfuðstað Norðurlands
Halla (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 10:57
Þú ert nú alveg dásamlegur. Svona á að gera þetta sko.
Einn grænn álfur úr álfabænum Hafnarfirði hafði einmitt á orði um daginn: "Betri er álfur en álver."
Það er fróðlegt að fá álfheima viðhorfin svona upp á yfirborðið. Eða allaveg mjög skemmtilegt og ekki veitir af á þessum þrætutímum.
Álfakveðjur norður, heyrðu annars, ertu ekki bara að skrifa leikrit um þetta Júlíus?
Ragnhildur Jónsdóttir, 27.4.2007 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.