Dónaskapur Rúv.

Í gærkvöldi var ég í árlegu afar skemmtilegu Eurovision fjölskyldupartýi, þar sem 6 fjölskyldur leigja sér  gamlan skóla og eyða þessu kvöldi saman, það er gist á staðnum og ýmislegt gert. Í hvert skipti er getraun með skemmtilegu sniði m.a giskað á 5 efstu sætin. Keppnin í gær var skemmtileg, fjörug lög og allir í okkar partýi í stuði og spennan mikil er stigagjöfin stóð sem hæst......BÚMM fyrstu tölur í kosningunum skellt inn og ekki meira Eurovision....það voru örfáar mínútur eftir......við höfðum ekki aðgang að netinu þar sem við vorum og áttum því erfitt með að finna hvaða 5 lönd lentu í efstu sætunum. Í töluflóðinu sem stóð til kl 09 í morgun kom aldrei meira um keppnina, nema sagt frá sigurlaginu og það spilað......við vorum mjög fúl og krakkarnir sem höfðu verið svo spennt fyrir leiknum voru dálítið súr. Það hefði engu máli skipt þó að þær tölur sem birtust kl 22.00 hefðu beðið í 5 - 8 mínútur...Okkur fannst þetta dónaskapur hjá Rúv.
mbl.is Serbía vann Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hjartanlega sammála þér Júlli, þetta var hreinn og klár dónaskapur eða í það minnsta mjög vanhugsað af RÚV. Það var að vísu hægt að hlusta á restina á RÚV en það er allt annað. En málið er að þetta var svo mikill óþarfi því tölurnar sem voru birtar sem fyrstu tölur kosninganna voru hálfgerður brandari því þá var nánast ekki búið að telja neitt sem máli skipti.

Hólmgeir Karlsson, 13.5.2007 kl. 19:04

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

meinti náttúrulega restina á Ras2 ...

Hólmgeir Karlsson, 13.5.2007 kl. 19:05

3 identicon

Þeir voru bara skíthræddir að sumir myndu stilla á Stöð 2 fyrir fyrstu tölurnar. En já samt sem áður fáránlegt að geta ekki beðið í nokkrar mínútur.

Geiri (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 19:49

4 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Sammála Júlli, þetta var argastidónaskapur.

Vilborg Valgarðsdóttir, 13.5.2007 kl. 21:11

5 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Takk fyrir commentin.
Jóhannes: Þetta snýst ekki um hvort að eitthvað skiptir meira máli en annað og það var ekkert verið að hnýta í kosningarnar og hefði ekki skipt neinu máli þó að það hefði verið beðið aðeins, eða að eftir fyrstu tölur hefði úrslitin verið kynnt eða sá partur sem fólk missti af verið sýndur aftur. Það væri gaman að gera könnun hve margir voru að horfa spenntir á Eurovision, íslenska þjóðin er mikil Eurovísion þjóð og það eru bara nokkrir sem hafa ekki áhuga og aðrir þora ekki út úr skápnum, Eurovíosn er skemmtilegt, kosningar skipta máli en umfram allt þá skipta áhorfendur og íbúar þessa lands máli.

Júlíus Garðar Júlíusson, 14.5.2007 kl. 07:44

6 identicon

Hej.

Hef reyndar ekki skoðun á RÚV þar sem ég fylgdist ekki með þessari útsendingu, ennnn mikið var nú gaman að heyra í ykkur liðinu og langaði okkur öllum ægilega mikið að vera hjá ykkur. Það var heimþrá á hæsta stigi.  Kveðjur á línuna

Rúna (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband