Ítalía....var líka góð.

Verst að ég missti af San Francisco ballettinum á verkum Helga Tómassonar .......en ég er nú nýkominn af góðri sýningu á Ítalíu og þarf ekki að kvarta. 

Ítalía “ Slow fish “ 2007.

Í byrjun maí s.l var ég r svo heppinn að vera boðið á vegum matvælaklasa Vaxtasamnings Eyjafjarðar á sýningu og ráðstefnu í Genoaá Ítalíu á vegum Slow food samtakanna sem að þessu sinni var tileinkuð fiski, “Slow Fish”. Ég var í frábærum félagsskap en í  för voru meistarakokkurinn Friðrik V, Ólína Freysteinsdóttir frá vaxtasamningnum og að auki bauð ég konu minni Grétu  með.
Ég sit í stjórn Matur úr héraði - Local food sem er afsprengi Vaxtasamningsins.
Picture 329
Slow Food samtökin eru kunn meðal margra sælkera, en samtökin voru stofnuð árið 1986 á Ítalíu, er valinkunnum matmönnum þar í landi fór að ofbjóða innreið skyndibita menningarinnar til landsins. Meginmarkmið Slow Food er að stuðla að og vernda bragðgæði og matarmenningu, hvar og hvernig sem þau birtast. Slow Food hefur einnig að markmiði að miðla þekkingu og auka ánægju fólks af neyslu vandaðra matvæla og sporna gegn “skyndimenningu” sem ráðandi afls í matvælaframleiðslu. Slow Food eru grasrótarsamtök sem starfa í gegnum alþjóðlegt net, með höfuðstöðvar í Piemonte á Ítalíu. Samtökin hafa einnig beitt sér opinberlega  gegn útrýmingu ýmissa matvæla, dýrastofna, osta, skinku, villtra jurta og kryddtegunda, korns, ávaxta og svo má lengi telja.

Um miðjan fimmtudaginn 3. maí lentum við á Malpenza flugvellinum rétt fyrir utan hátískuborgina Mílanó. Um kvöldið áttum við pantað borð á stórglæsilegum veitingastað í  Milanó og það var ekki laust við að spenna væri komin í hópinn. Umræddur staður er í eigu og hannaður af Dolce & Gabbana og ber hann heitið Gold. Staðurinn er meira og minna úr gulli, stólfætur, gardínur og stigaþrep úr 24 karata gulli, salernið og allt þar innan dyra einnig, meira að segja sjónvarp við hverja dollu.  Við fengum 6 manna borð á besta stað, í hópinn höfðu bæst við Freyja dóttir Ólínu sem er skiptinemi á Ítalíu og Hanna Friðriksdóttir sópransöngkona og matarblaðamaður Morgunblaðsins og umsjónarmaður
www.matarlist.is.
Picture 103Friðrik V. hafði haft með sér fullan frauðkassa af spennandi hágæða norðlenskri vöru, saltfisk , mysuost, humar, reyktan lax, lambakjöt, krydd og skyr. Friðrik fór með kassann inn í eldhús til kokksins sem hann þekkti til.  Giacomo Gallina er einn af fremstu matreiðslumeisturum Ítalíu.
Á Gold er ítölsk matargerðarlist í hávegum höfð. Giacomo leggur mikið upp úr því á Gold að allt hráefni staðarins sé sérvalið og aðeins það besta úr öllum héruðum Ítalíu. Auðvitað leynist einstaka erlent hráefni á seðlinum,Picture 045 saltfiskurinn kemur t.d. frá Íslandi. Hvort sem það var innihaldi kassans góða að þakka að við fengum einstaka 10 rétta máltíð með frábærri þjónustu þetta kvöld skiptir ekki máli, stundin var ógleymanleg. Como útskýrði fyrir okkur réttina og að auki var hrein unun að sitja til borðs með Friðrik V. og hlusta á hann fræða okkur um Ítalska matargerð og mat almennt, ekki skemmdi fyrir að óvænt var okkur boðið inn í eldhús.
Friðrik V, Adda konan hans og þeirra fólk eru að opna nýjan veitingastað og sælkerabúð í gilinu á Akureyri. Það verður spennandi og frábært að geta komið í sælkerabúð með frábærri vöru og fengið fróðleik með, nýji staðurinn mun lyfta Akureyri, Eyjafirði á enn hærra plan , jafnt sem ferðamannastað sem gourmet stoppistöð. Fylgist með hvenær þau opna nýja staðinn á www.fridrikv.is


Dagur 2.
Við ákváðum að taka göngutúr um Milanó áður en að við tækjum lest til Genoa. Fyrsta verk okkar var að kaupa regnhlíf, það helli rigndi flestum Ítölum til mikillar gleði eftir mikinn hita og þurrk vikum saman. Við sungum bara “mér finnst rigningin  góð “ og nutum stemmningarinnar.  Við vorum komin til Genoa um miðjan dag og eftir að hafa skráð okkur inn á ágætt hótelið, lá leiðin í ráðstefnu og sýningarhöllina sem Picture 145var niður við sjó. Við tókum hring sýningunni sem var afar áhugaverð og sérstaklega það að þarna voru framleiðendur mættir sjálfir á staðinn með, krydd, olíur, osta og fisk svo eitthvað sé nefnt. Um kvöldið snæddum við á heimilislegum stað sem tók c.a. 20 manns í sæti, pasta, fisk og sæta eftirrétti. Friðrik V. bannað okkur alltaf að panta sama rétt og hinir, allt til þess að við sæjum og smökkuðum sem flesta rétti, góð hugmynd og skemmtileg. Á sumum stöðum létum við svo koma okkur á óvart.

Matarmenning Ítala er algjör snilld og það er ljóst að þeir plöntuðu litlum matar Amor í mitt hjarta.
Líkt og allar góðar máltíðir hefst sú ítalska á forrétti. Ítalir setja gjarnan upp hlaðborð af litlum, fjölbreyttum réttum. L'Antipasto hefur þann tilgang að vekja bragðlaukana og skapa eftirvæntingu fyrir því sem á eftir kemur. Á eftir forréttarhlaðborði kemur "il primo" eða fyrsti réttur. Fyrsti réttur er yfirleitt pasta, matreitt eftir sið hvers héraðs fyrir sig. Ferskt fyllt pasta, tagliatelle eða spaghettiréttir eru algengir fyrstu réttir á Ítalíu. Þar á eftir kemur"secondi piatti" eða annar réttur sem er oftast kjöt eða fiskréttur.  Að þessu loknu koma desertar og líkjörar. Bitterar á borð við Averna, eru mjög vinsælir eftir mat, einnig Grappa.  Öll samsetning máltíðarinnar á að miða að því að þér líði vel. Röð réttanna, hvað er borðað fyrst, hvað er borðað síðast, er hagað með það markmið í huga að jafnvægi ríki og samræmi sé í gegnum alla máltíðina. 

Dagur 3.
Picture 181Dagurinn var tekinn snemma á sýningunni, það var komin röð um klukkutíma fyrir opnun. Í röðinni spjölluðum við við gesti af ýmsum þjóðernum, kynntum Ísland, Eyjafjörðinn, Fiskidaginn mikla og náðum mikilli athygli með því að gefa liðinu harðfisk sem ég hafði með að heiman, frábæran fisk frá dótturfyrirtæki Norðurstrandar hér á Dalvík. Er við komum inn kom til okkar fréttakona og þáttagerðastjórnandi frá CNN og myndaði og spjallaði við okkur. Í hádeginu snæddum við 5 rétta fiskmatseðil á sýningunni sem var allur úr sama héraði, ítölsku héruðin voru með pláss  fyrir nokkurskonar veitingahús. Dagurinn leið fljótt í kynningum á mat, vínum, ræktun, verndun, vinnsluaðferðum og fleira, afar áhrifaríkt og fróðlegt.  Einnig kynntum við okkur hvernig sýningin var sett upp og með það í huga hvað við í Matur úr héraði – Local food gætum nýtt okkur fyrir sýninguna Maturinn 2007 sem verður á Akureyri í október n.k.

Um kvöldið áttum við pantað borð á  Michelin veitingastað. Með okkur þetta kvöld var Eygló B Ólafsdóttir markaðsstjóri Sacla á Ítalíu sem hafði reddað okkur borðinu. Stórkostlegur matur, þjónustan óaðfinnanleg og fróðleikurinn sem fylgdi kvöldinu innihaldsríkur og skemmtilegur. Við ræddum hugmyndir um tengsl Eyjafjarðar við sjávarhéruð á Ítalíu sem mönnum leist vel á, alltaf kom Fiskidagurinn mikli upp íPicture 211 þessari umræðu og var ákveðið að við myndum hitta þekktan Ítalska Michelin stjörnu kokk daginn eftir,
Filippo Volpi.
 og m.a. að ræða við hann um að koma til Íslands á Fiskidaginn mikla og hann yrði síðan gesta kokkur á nýja staðnum hjá Friðriki V. í vikunni á eftir. Einnig veltum við fyrir okkur nokkurskonar Ítalíuþema sem hefðist á Fiskidaginn mikla og endað á matarsýningunni Maturinn 2007 á Akureyri í október n.k.

Dagur 4.
Byrjuðum daginn snemma eins og alla dagana í ferðinni, nú var borinn sólarvörn á kroppinn og farið í göngutúr um Genoa og niður að höfninni. Skoðuðum m.a. sjóræningjaskip sem var leikmynd úr Picture 232kvikmynd eftir Roman Polanski.  Við vorum komin á ráðstefnusvæðið um hádegi. Hlýddum á tvo fyrirlestra um vatnafiska, verndun stofna, vinnslu aðferðir og fl..  Síðan hittum Fillippo Volpi og kynntum þær hugmyndir fyrir honum er ræddar höfðu verið kvöldið áður. Hann var mjög hrifinn og spenntur fyrir því að mæta á Fiskidaginn mikla og vera gestakokkur dagsins.Þessi dagur á sýningunni var okkar síðasti þar sem stefna var sett á fiskiþorpin fimm daginn eftir. Um kvöldið höfðum við ákveðið að fara á ekta Ítalskan flatbökustað sem við og gerðum en urðum fyrir miklum vonbrigðum og er ég , þó ég segi sjálfur frá miklu hrifnari af mínum eigin flatbökum.


Dagur 5
Lestin fór snemma til Cinque Terre, sjávarþorpanna fimm sem eru á heimsminjaskrá Unesco, Monterasso, Vernazza, Corniglia, Manarola og Riomaggiore. Við vorum komin í fyrsta þorpið um kl 9 í um 30 stiga hita, dásamlegt þorp og okkur langaði bara til þess að vera þar. Við sigldum yfir í annað Picture 301þorpið en gengum á milli hinna þriggja, gangan var á köflum eilítið á fótinn og strembin í hitanum, en við vorum fljót að gleyma því þar sem að þessi þorp eru  himnaríki á jörðu. Húsin er byggð utan í og ofan á klettunum og eru afar falleg og umhverfið ógleymanlegt. Það er sérstök stemning í þorpunum. Flestir eiga litla báta, fara út á morgnana að veiða, koma heim með ferskan aflann og hann fer m.a beint á veitingahúsin sem eru nokkur í hverju þorpi. Við snæddum fiskihlaðborð í Corniglia. Á hlaðborðinu var m.a. krabbi, skelfiskur, humar, smokkfiskur, rækjur og 3 – 5 tegundir sem ég kann ekki að nefna. Þetta var eftirminnilegur dagur og mikið af hugmyndum sem kviknaði við þessa heimsókn.

Á sunnudögum eru sjómennirnir í fríi og fiskveitingahúsin því flest lokuð á mánudögum, veitingahúsin bjóða bara uppá ferskan fisk, ekki frosinn. Með þessa vitneskju í farteskinu lá leiðin á veitingastað þar sem kjöt var á matseðlinum, enda var alveg kominn tími á feita steik. Við enduðum á mögnuðum stað þar sem slátrarinn var á staðnum í öllu sínu veldi og með öll sín tól. Við horfðum á hann skera og handfjatla Picture 360kjötið sem við pöntuðum, ég get sagt ykkur að þetta voru engar smásteikur og eina kölluðum við m.a skjalatöskuna. Þetta var góð kvöldstund eftir langan og góðan dag. En allt tekur enda og eftir matinn voru ekki nema nema 4 tímar það að við þyrftum að vakna til þess að taka taxa í 2 tíma á flugvöllinn, 2 tíma flug til Hollands, og 3 tíma flug til Íslands, 45 mín í bíl til Reykjavíkur, 50 mín flug til Akureyrar og að lokum í okkar bíl í 30 mín til Dalvíkur. Samtals 16 tíma ferðalag með bið.

Þetta var mögnuð ferð með frábærum ferðafélögum, en umfram allt var hún árangursrík. Ég vil færa Vaxtasamningunum og hans fólki þakkir fyrir að bjóða mér og einnig fyrir góðan árangur, það er von mín að það verði skrifað undir nýjan samning um þau klasaverkefni sem hafa sprottið upp vegna Vaxtasamningsins. Það er einnig ljóst að ef Fiskidagurinn mikli stefnir á að markaðssetja sig erlendis þá er áhuginn til staðar. Möguleikar okkar  hér í Eyjafirði á tengslum við héruð eða þorp á Ítalíu eru fyrir hendi. Allan tímann var ég með heilmikla möppu með mér sem var með myndum og upplýsingum um Fiskidaginn mikla og bæklingum um Dalvíkurbyggð. Fiskidagurinn mikli vakti mikla athygli, mappan góða endaða síðan hjá Veroniku sem er tengiliður Slow food samtakanna við norðurlöndin og Þýskaland og það er  aldrei að vita hvað út úr því kemur.

P.s Friðrik, Ólína, Freyja, og Gréta……Hanna og Eygló líka….ég er til í að ferðast með ykkur aftur og aftur "  hvað er betra en góður félagskapur og gott að borða. " ?

 


mbl.is Frábær sýning San Francisco-ballettsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Júlli minn það var yndislegt að lesa ferðasöguna og ég er til í aðra ferð með ykkur. Þessi ferð kenndi mér margt sem á eftir að nýtast í leik og í starfi. Bestu kveðjur til ykkar hjóna og takk fyrir að vera til .. ég er alveg hissa á þér að leyfa ekki„gömulu belju“ sem við hittum í Mílanó að vera með

Ólína (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

BLOGGVINIR: Vegna góðra viðbragða við birtingu á þýðingu á smásögu eftir Tolkien (Laufblað eftir Nostra) á blogginu mínu hef ég ákveðið að birta frumsamda smásögu eftir sjálfan mig (sic!) á blogginu. Sagan er hér ef þið hafið áhuga:

p.s. Takk fyrir frábæra ferðasögu - sjáumst á Fiskideginum Feykilega!

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.5.2007 kl. 22:23

3 identicon

fràbaert blogg:D:D er til i annad ferdalag med ykkur...:) to eg hafi nu verid lang yngst skemmti eg mer lika konunglega...

kvFreyja Dottir Olinu.:) 

Freyja (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 16:28

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

En frábært tækifæri! Þetta hefði nú verið eitthvað fyrir drottninguna!!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 21.5.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband