Það var margt á dagskránni og mörg sterk og eftirminnileg móment sem maður upplifði í tengslum við Fiskidaginn mikla, ég var að hugsa um að blogga eitthvað um þetta en ég er hræddur um að það verði of mikið. Allavegana ætla ég að segja frá laginu "Mömmu" sem var frumflutt á Vináttukeðjunni sem var föstudagskvöldið 10. ágúst. Þannig var mál með vexti að stjórnarformaður Fiskidagsins mikla "Steini Minkur" Þorsteinn Már Aðalsteinsson samdi texta fyrir 10 árum er fyrsta barnabarnið hans fæddist. Í textanum koma fram vangaveltur hans um hve öflugar mæður jarðar eru er þær fæða heiminn með brjóstamjólk. Við vissum af áhuga hans á að samið yrði lag við textann. Við félagar hans í stjórninni gerðum svo bíræfnir og tókum textann og báðum Friðrik Ómar Hjörleifsson að semja lag. Steini vissi ekki neitt af neinu fyrr en að við kynntum til sögunnar frumflutning á lagi með texta eftir hann á planinu við kirkjuna fyrir framan þúsundir gesta á Vináttukeðjunni. Lagið var flutt af Friðriki Ómari, Gyðu Jóhannesdóttur ungri Dalvískri snót og öflugum Karlakór Dalvíkur, í lok lagsins var skotið upp flugeld og þá tóku gestir höndum saman og mynduðu Vináttukeðjuna og 5000 friðardúfublöðrum var sleppt, það vöru mörg tár sem féllu á þessari stundu og margir harðjaxlarnir sögðust hafa þurft að kyngja kökknum sem var í hálsinum á þeim. Af mörgu mögnuðu þá stóð upp úr á Vináttukeðjunni hve allir voru fljótir að taka höndum saman....einstök stund !....og á eftir létum við ganga knús...sem gekk alla helgina, það er gott að fá knús og það er gott að knúsa. Lagið eftir Friðrik Ómar er alveg magnað og textinn líka, ég vona svo sannarlega að lagið "Mamma" eigi eftir að hljóma á öldum ljósvakans....ég veit að lagið er til á Bylgjunni og ríkisútvarpinu allavegana og það er aldeilis þess virði að biðja um það þar svo að allir fái að heyra.
Ég læt textann hans Steina fylgja hér með í færslunni
Mamma.
Í löndum öllum lítil börn
Leggja munn við brjóstin þín
þá lítur fyrsta lífsins vörn
litlu augun mín
Móðir kær þín mjólk er góð
Mátt úr henni teiga ég
Ég mun þræða þína slóð
Þú ert yndisleg
Mamma...
Að fæða heim er firnaverk
fáum tekst það vel að gera
Mæður jarðar máttarverk
mega allar stoltar vera
Mamma, mamma..........
Misjafnt bí(ý)ður manna veröld
Mjúkar hendur faðma vill
Hún er stundum hörð og köld
Hún er stundum ill
Veröld okkar verður snúin
Vindar blása hér og þar
Eins er auður annar rúinn
allra bíður eilífðar.
Mamma !
Mamma !
Mamma !
Trúin flytur fjöll.
Hér sést sterk birta yfir Dalvíkurkirkju á Vináttukeðjunni og hluti af þátttakendum hennar í ljósmynd Jennýar D Heiðarsdóttur
Flokkur: Bloggar | Laugardagur, 25. ágúst 2007 (breytt kl. 14:40) | Facebook
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir
Athugasemdir
Knús knús að sunnan. Flott ljóð, hlakka til að heyra lagið. Smellirðu því ekki bara inn hér?
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 25.8.2007 kl. 21:51
Sæll Júlli og til hamingju með öll hátíðahöldin, þetta hefur greinilega verið mikil upplifun. Takk fyrir hlýju kveðjuna á blogginu mínu ... og það máttu bóka að ég er stoltur af að eiga þig sem bloggvin einnig :):):)
Hólmgeir Karlsson, 25.8.2007 kl. 22:49
Segi það líka, er ekki hægt að fá að heyra lagið hjá þér hérna?
Flott mynd!
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.8.2007 kl. 11:15
En fallegt Mig hefur oft langað á Fiskidaga en ekki látið verða af því ennþá, en núna er ég staðráðin í að komast næst, svona vináttuþema höfðar til mín, og ekki er ljóðið síðra
Báran, 28.8.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.