Áramótaheiti ??

Jæja...er rétt að athuga hvort að ég kunni á bloggið.
Ég hef verið að hugsa minn gang í bloggheimum síðustu daga, hef m.a hugsað hvort að ég ætti að strengja áramótaheit og lofa bloggi á hverjum degi á árinu 2008.....en sennilega er það of mikil pressa. En mér hefur fundist merkilegt hvað margir senda mér mail, minnast á það við mig úti á götu og jafnvel í jólakortum ...hvort að ég ætli ekki að fara að blogga aftur...hef ég verið að segja eitthvað ?....er ég að svíkja einhvern með því að blogga ekki ? Hmmmm.
En við sjáum nú bara til og ég held að ég bloggi bara þegar mig langar til og hef af því gamanSmile en þakka innilega fyrir sýndan stuðning.

jolak19

Jólin hafa verið yndilseg í nýja húsinu, já við höfum haldið jól á nýjum stað...jú mikið rétt 18. nóvember fluttum við í nýtt hús, Skógarhóla 13 á Dalvík. Jólasnjórinn mætti á réttum tíma og setti punktinn yfir iið. Nú snjóar aðeins og ég get ekki betur séð en að skíðasvæðið sem er nánast fyrir utan gluggann hjá mér verði opnað á morgun...vonandi. Ég fór í jólaboð á jóladag, þar var mikið gaman....og mikið af fólki, öll börnin höfðu fengið fullt af jólagjöfum og mikið af dóti....er leið ákvöldið var það samt heimasmíðað leikfang sem hafði verið til á heimilinu í mörg ár sem vakti mesta athyglina og veitti innilega ánægju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Túrilla

Velkominn í bloggheima aftur. Ég hlakka til að lesa það sem frá þér kemur, oft eða ekki, en örugglega skemmtilegt.

Gleðilega hátíð.

Túrilla, 28.12.2007 kl. 11:31

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Gott að sjá þig hér aftur :) Gleðileg jól og óska þér alls hins besta á nýju ári félagi  ..

Hólmgeir Karlsson, 29.12.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband