En ef ......

Hófdrykkja...já hvað þýðir það nú ? hvað er hollt ? hvað er óhollt ? hvað er satt ? og hver veit yfirleitt eitthvað um þetta ?

OK. Sko... ef að þú ert rússi og ert um 75 kg, hefur ekki fengið rauðu hundana og gengur um 15 mín á dag út í búð að kaupa vodkalíterinn þinn þá sleppur það alveg af því að það er svo kalt í Rússlandi. Þeir hafa ekki nettengingu og sjá ekki fréttir eða greinar um hollustu eða óhollustu þess að dreipa á áfengi.

Ef þú ert Íslendingur og tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, af því að vinnufélagarnir gera það.....þú færð þér tvo rauðvinsglös á dag og dettur í það um helgar. En taka skal fram að þú smakkar ekki áfengi í 10 daga á undan maraþoninu....þá sleppur þú vegna þess að þú hreyfir þig þó ofurlítið og nærð að halda þér þurrum 10 dagana....ef ekki þá værir þú róni og ættir ekki möguleika á að meika það.

v6911x Ef þú ert íslendingur og ert 66 kíló og hefur aldrei borið út morgunblaðið, aldrei smakkað áfengi, hleipur á Esjuna 6 sinnum í viku og  átt stóran hlut í Exista, þá eru miklar líkur á að eftir viku þurfir þú í áfengismeðferð.

Ef þig langar ekki til að hreyfa þig og drekka, þá skaltu annaðhvort hætta að drekka eða ekki, ef þú drekkur og hreyfir þig minna núna í janúar, þá skaltu skipta yfir í bjórinn...þetta kom berlega í ljós í niðurstöðum 20 eldri borgara sem tóku þátt í könnum sem er búinn að taka um 40 ár ( Þess bera að geta að þeir voru ekki eldri borgarar er könnunin hófst...og bjórinn var heldur ekki til)Shocking

P.s annars ræður þú þessu bara sjálf(ur)Smile
mbl.is Áfengi í hófi getur verið heilsusamlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Zaraþústra

Hófleg áfengisneysla er skilgreind af WHO sem þrír drykkir á dag (sem samsvarar þremur 33 cl bjórum) en með þrjá áfengislausa daga á viku.  Fyrir konur eru þetta tveir drykkir.  Þetta er að sjálfsögði miðað við meðalmanninn, en það er lítið mál að útfæra þetta nokkuð vel á hvern og einn.  Kippa af bjór á dag er til dæmis aldrei innan hóflegra marka. :)

Zaraþústra, 9.1.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Elsku Þrymur.

það á ekki að drekka vín þannig að maður verði þunnur daginn eftir. Drekka eitt tvö glös með góðum mat, nota gott vín í góðan mat, gefa vinum heila flösku þegar þeir eiga stórafmæli....eða eitt staup þegar þeir heimsækja þig. Mér finnst töff að vera sveitamaður með fullan skáp af víni og það eitt er af útaf fyrir sig bara nóg

Júlíus Garðar Júlíusson, 9.1.2008 kl. 20:06

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Góður :) .... svo er spurning með þessa sem bara drekka í hófi og eru svo alltaf að bjóða hver öðrum í hóf til að geta verið sauðdrukknir í hófi  ...

Hólmgeir Karlsson, 9.1.2008 kl. 22:14

4 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Góður Hólmgeir....mikið rétt.

Júlíus Garðar Júlíusson, 9.1.2008 kl. 22:22

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Og ég hélt að ég drykki í hófi... þangað til ég sá þessa  bráðskemmtilegu útskýringu á hófdrykkju 

Skemmtilegur pistill

Jónína Dúadóttir, 10.1.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband