....það er Geir...svo veit ég ekki meir.

Fréttir af landanum II

Kæri vinur.hagamus031002

Það hefur nú ekki mikið hlýnað hér frá því að ég skrifaði þér síðast rétt eftir áramótin. Mér skilst að það standi til að stofna skíðafélög á Selfossi, Grindavík og í Vestmannaeyjum. Þeir sjá ekki fram á að snjóa leysi fyrr en um verslunarmannahelgi og spurningin er hvort að þjóðhátíðin í Eyjum verði ekki bara brettahátíð og Árni Johnssen komi til með að syngja " Á skíðum skemmti ég mér trallllalala." Grindvíkingar hafa ekki séð svona mikið af hvítu efni síðan að Kalli Bjarni kom með gáminn um árið frá útlöndum. Af henni Björk okkar er það að frétta, að hún er að hugsa um að skella sér í nám og hafa það tvískipt annarvegar ljósmyndun og hinsvegar fatahönnun, sérfræðingar segja að hún hafi þetta jafnaðargeð sem þarf í þessi fög....en þar sem þú ert nú erlendis minn kæri vin þá hefur þú nú kannski heyrt þetta eða séð.
Nú er handboltinn að byrja...það er sko EM 2008 í  Noregi og við byrjum á að taka á sænsku Leppalúðunum , þú manst að við drápum svíagrýluna hérna um árið og eftir standa einhverjir lúðar sem verða léttir fyrir okkar kanónur. Árni Matt fjármálaráðherra er víst farinn að leita sér að vinnu annarstaðar segir slúðrið. Hann er dýralæknir að mennt. Talið er líklegt að fái vinnu hjá meindýravörnum Suðurlands. Það er víst mikill músafaraldur þar um þessar mundir, enda segja snjóalögin allt sem þarf um það. En hann á ekki upp á pallborðið hjá þjóðinni um þessar mundir...æji hann var með einhvern vinargreiða og það fór einhvern veginn öfugt ofan í liðið. Ég hef ekki kynnt mér málið enda  hef ekki aðgang að gögnunum, en mér skilst á allrahandanna sjálfskipuðum fræðingum að hann hafi gert langt uppá bak. Maður getur ekki annað en vorkennt honum, það eru allir á móti honum nema tveir...það er Geir og svo veit ég ekki meir.
Það er bévítans dólgur í liðinu þessa dagana, ryðst inn í hús með axir og brýtur og bramlar, ræðst á löggur og ég veit ekki hvað og hvað. En góðvinur minn hjá lögreglunni sagði mér að það væri verið að virkja þessa aumingja í annað og beðið er eftir leyfum frá borgarstjórn og húsfriðunarnefnd að þeir megi ráðast í niðurrif á nokkrum húsum á Laugaveginum. Talið er líklegt að þeir rífi þau hvort sem þeir fái leyfi eða ekki enda taldi lögreglan það vera árangursríkara og meiri útrás fyrir þá ef þetta væri bannað. Af fótboltanum er það að frétta að Ísland fór upp úm 3 sæti hjá Fifa og náði þar með inná listann, það er aðeins eitt land fyrir neðan okkur á listanum, Hogumugu sem eru frumbyggjar úr svörtustu Afríku, þeir hafa sérstaklega verið þekktir í knattspyrnuheiminum fyrir að ná ekki í lið.

En gott í bili af klakanum....habbðu það gott í útlandinu.


mbl.is Ósammála ráðherra um mat á umsækjendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábært að fá svona fréttir af landanum, vel skrifað og skemmtilegt

Jónína Dúadóttir, 16.1.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband