...og kúlur fyrir afganginn

 

Þegar ég var lítill var ég víst duglegur að heimsækja fyrirtæki og betla vinnu eða bara að spjalla ( Stanslaust) við viðstadda.  Þegar ég var 6 - 8 ára datt ég í lukkupottinn og fékk vinnu ofan í skurði með skóflu. Áður en ég byrjaði spurði ég hvenær kaffitíminn væri. Eftir að ég hafði verið þarna ofan í skurðinum dálitla stund fór ég spurði verkstjórann hvenær væri útborgað.....hann hefur sennilega verið orðinn þreyttur á mér og séð þarna leið til að losna við mig. Hann rétti mér 50 krónu pening og sagði mér að þetta væri orðið gott ég þyrfti ekki að vinna meira.....ég ljómaði með peninginn og fór beint upp í sjoppu. Sjoppann hét Hóllinn og þau Stína og Sigtýr ráku hana. Þegar ég kom með 50 krónurnar var Stína að vinna og klukkan alveg að verða 12. Það var alltaf lokað í hádeginu. Pylsa með öllu og gos ( Morgan ) kostaði þá 55 kr. Ég skellti peningnum á borðið og sagðist ætla að fá tvær pylsur með öllu, eina Morgan, einn staur og eitt Conga, einn grænan frostpinna,  slatta af haltu kjafti karamellum og kúlur fyrir afganginn. Eðlilega samþykkti Stína í sjoppunni þetta ekki, en úr varð að ég fékk tvær gos, staur og krembrauð og eitthvað smálegt í poka. Þar sem að það var komið að hádegislokun og ég hafði bara fengið innihaldið af gosinu og einnig þurfti ég að drífa mig heim í hádegismat, rak  Stína á eftir mér í sífellu....ég skóflaði þessu öllu í mig og fór svo bakvið sjoppuna og gubbaði margsinnis.....ég lá svo í rúminu til næsta morguns.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi litla greyið

Jónína Dúadóttir, 28.1.2008 kl. 15:52

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

varst greinilega ekki búinn að læra um "slow food" þarna.....

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.1.2008 kl. 18:51

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

& hættir þú að vinna eftir þetta ?

Steingrímur Helgason, 28.1.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband