Upp er runninn öskudagur...

.....ákaflega skýr og fagur.

Það var vaknað snemma á mínu heimili í morgun....Ninjan kom upp í klukkan 6 og hvíslaði að mér " hvenær kemur eiginlega morguninn"' Síðan var farið að greiða prinsessunni og pússa sprotann. Prinsessan fór á leikskólann og þar er kötturinn sleginn úr tunnunni...Ninja var sótt kl 8 og þá brunaði sönghópur Ninjunnar í þau fyrirtæki sem opna svo snemma. Söngæfingar hafa staðið yfir í næstum tvær vikur.

Öskudagurinn er dásamlegur dagur og maður góðar minningar um hann. Mér finnst ekki gott að heyra fullorðið fólk/foreldra tala neikvætt um þennan dag. Sennilega er það af því að það þarf að hafa fyrir börnunum þennan dag og dagana á undan. Stundum hefur maður heyrt af starfsfólki fyrirtækja að þetta sé versti dagur ársins. Þessum viðhorum þarf að breyta....þetta er skemmtilegur dagur og við eigum að leyfa börnunum að heyra það, við þurfum að taka þátt, njóta undirbúningsins með börnunum, vera í búningum í vinnunni, taka vel á móti sönghópunum. Þessi siður má aldrei glatast, öll börn verða að fá að upplifa hann...aftur og aftur.

Ég er með myndavélina í vinnunni og set vonandi myndir frá Öskudeginum á Dalvík á bloggið er líður á daginn.
 

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sumstaðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta. Eins og lesa má á mörgum stöðum í Biblíunni, táknar aska hið forgengilega og óverðuga en að auki hefur hún verið talin búa yfir heilnæmum og hreinsandi krafti. Nafnið öskudagur kemur fyrir í íslenskum handritum frá 14. öld og leiða má líkum að því að það sé enn eldra. Þótt hátíðleiki öskudagsins hafi minnkað og jafnvel horfið hér á landi við siðbreytinguna hélt fólk áfram að gera sér glaðan dag síðustu dagana fyrir lönguföstu og hér hafa þróast ýmsir siðir kringum bolludag, sprengidag og öskudag. Athyglisvert er að bolludagur og öskudagur hafa að nokkru leyti skipt um hlutverk. Lengi vel var mánudagurinn í 7. viku fyrir páska hefðbundinn frídagur barna í skólum og þá tíðkaðist víða um landið að "marséra" í grímubúningum og að slá köttinn úr tunnunni, seint á 19. öld. Þeir siðir hafa væntanlega borist frá Danmörku eða Noregi. Árið 1917 hafði frídagurinn verið færður yfir á öskudaginn víðast hvar á landinu og siðirnir fluttust með. Að "marséra" og slá köttinn úr tunnunni datt þó víðast hvar uppfyrir á 20. öld, en hélst þó við á Akureyri og hefur þaðan breiðst út á ný. Snemma á 20. öld þróaðist öskupokasiðurinn í þá átt að verða nokkurs konar Valentínusarbréf. Ungar stúlkur sendu ungum piltum sem þeim leist vel á poka til að gefa áhuga sinn til kynna. Þó að enn tíðkist að hengja öskupoka á fólk þá er þessi skemmtilegi siður næstum horfinn. Vísindavefurinn


mbl.is Furðuverur á faraldsfæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Svakalega á það fólk bágt, sem er búið að gleyma því hvernig það var að vera barn....  Og þó það þurfi að hafa eitthvað fyrir börnum..... það er bara eðlilegt og sjálfsagt og gaman að taka þátt með þeim  Ég sé eftir öskupokunum, það var ferlega skemmtilegt, ég ætti kannski að sauma nokkra

Jónína Dúadóttir, 6.2.2008 kl. 09:11

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hm... ætlaði að sjá Öskudagsmyndir frá Dalvík, en færslan virðist ekki virk....

Jónína Dúadóttir, 6.2.2008 kl. 11:12

3 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Hér í höfuðborginn er þetta nú ekki jafn fallegt og þú lýsir. Krakkarnir hér á Laugaveginum æða milli verslana með græðgina skínandi úr æstum augunum, þau muldra einhvern talkór í búðunum þar sem áhugalaust afgreiðslufólk segir þreytulega: hvað eru þið mörg? og réttir hverju og einu eitthvað lítilræði sem krakkarnir stinga í pokann sinn og eru svo þotin í næstu búð. Ég var á ferðinni áðan og mér varð eiginlega óglatt, þetta er algerlega búið að snúast í andhverfu þess sem lagt var upp með, þ.e. gleði og gaman þar sem ungir skemmta öldnum og fá lítilræði að launum. Ég sá ekki að neinn skemmti sér. En sumir höfðu lagt þó nokkuð í búninginn sinn og einstaka hópur hafði æft eitthvart lag. En ég sá engan brosa ..

Vilborg Valgarðsdóttir, 6.2.2008 kl. 12:48

4 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Heill og sæll. Hér á Stödda eru rólegheit yfir öskudeginum enda fá fyrirtæki til að fá nammi hjá. Sú hefð að ganga um bæinn hefur aldrei fest rætur hér og í staðinn gerum við okkur glaðan dag í skólanum og íþróttahúsinu og allir sáttir með sitt popp og  nammipoka  þó hann vegi ekki mörg kíló. Mér finnst þetta alltaf skemmtilegur dagur. Kveðja til ykkar frá okkur.

Solveig Friðriksdóttir, 10.2.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband