Vangaveltur

Ég hef ekki séð neinar tölur eða skrif um það, en ég held að þetta hljóti að vera með erfiðari vetrum. Nú hefur hver lægðin á fætur annari hrellt landann, mismikið eftir landshlutum. Mér er hugsað til þeirra sem þurfa að fara yfir Hellisheiðina og aðrar heiðar eða fjallvegi daglega til vinnu eða náms. það er allt annað þegar það snjóar í Reykjavík þar sem að umferðin er gríðarleg heldur en í minni byggðarlögum. Ég var að velta því fyrir mér að t.d í siðustu viku var kolvitlaus hríð hér hjá mér, það þurfti að moka og fólk þurfti að kalla eftir aðstoð og svo framvegis eins og gengur þegar svona stendur á....ég fylgdist með fréttum á neti og í útvarpi, það var ekki minnst á þetta. ...nú er svipað statt þar sem að fjölmiðlarnir eru staddir og þá er stöðugar fréttir og mikið af upplýsingum sem koma fram sem er vel. Málið er að þegar veðrið er gott þar sem að fjölmiðlafólkið er statt en verra annarstaðar verður umfjöllunin alltaf minni. Sennilega bara allt skiljanlegt...vildi bara velta þessu út í hríðina.
mbl.is Þrengslin og Hellisheiði lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sjónvarpsstöðin Aksjón, nei auðvitað N4... ákaflega frumleg nafngift... er held ég ein um að segja frá veðri og færð hérna norðanlands eða kannski bara héðan frá Akureyri... vona samt ekki en þeir eru staðsettir hér í bæ....  Mokhríð hér núna.....

Jónína Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 09:40

2 identicon

Það er fínt veður hjá okkur í Hollywood, Sól og blíða.  

Sendi ykkur heita strauma. kv Gummi

Guðmundur L Þorvaldsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband