Mont blogg - Dalvísk og Svarfdælsk sigurorka.

Ég get ekki leynt því hvað ég var stoltur Dalvíkingur s. l föstudagskvöld. Ég var svo heppin að vera viðstaddur í stúdíói Saga Film þar sem úrslitaþátturinn í Bandinu hans Bubba var sendur út í beinni. Hátt í 30 Dalvíkingar voru mættir til að styðja sinn mann Eyþór Inga Gunnlaugsson og gerðu það með sóma. Eyþór Ingi er mikill listamaður og það hef ég vitað lengi, hann stóð sig vel í öllum þáttunum og söng sig inn í hjörtu landsmanna. Það er ekki bara einstök tónlistarsnilli Eyþórs sem skapar þennan árangur, það er einnig Eyþór sjálfur, yfirvegun hans og framkoma. Að mínu mati er það sá þáttur sem mun vega sterkast í því að hann mun áfram standa jafnt í báðar fætur  og halda áfram að sinna listinni og gleðja landann og síðar  munu þeir sem búa utan við landsteinana einnig njóta þess.  Ég get ekki sleppt því að minnast á fjölskylduna hans sem styður við bakið á honum af einstakri alúð og ég veit að það snerti hjörtu margra er hann þakkaði fjölskyldunni sinni fyrir í lok þáttarins, svona eiga fjölskyldur að vera ........ svona eiga ungir menn að vera.

Það kom til mín maður eftir þáttinn og spurði " hvað borðið þið eiginlega þarna fyrir norðan...er ekki Friðrik Ómar sem vann Eurovision líka frá Dalvík " ? ég brosti... játti því og sagði að við værum dugleg að borða fisk og hló. En bætti síðan við tryðum á okkur og stæðum saman.....magnað sagði hann og gekk í burtu. Hann var heldur of fljótur að ganga í burtu því ég ætlaði nú að fara að telja upp alla hina snillingana sem við eigum, í tónlistinni, leiklistinni, í íþróttum, fjölmiðlum og svo framvegis....það var kannski gott að hann fór honum hefði kannski fundist nóg um grobbið í mér.

Ég hef verið hugsi yfir glæstum árangri okkar fólks undanfarið og er sannfærður að í mörgum tilfellum er hluti af því hvernig þankagangur fólks í Dalvíkurbyggð er. Samheldnin er einstök og stuðningurinn er mikill og myndar nokkurskonar sigurorku sem umbreytist stundum í sjálfstraust. Það væri t.d ekki hægt að halda Fiskidaginn mikla nema með 100% þátttöku heimamanna, þegar okkar fólk er að keppa þá fylgjast allir stoltir með og láta sitt ekki eftir liggja í stuðningi. Ef að símakosning er í gangi t.d þegar Friðrik Ómar og Matti Matt hafa keppt í Eurovision og nú Eyþór í bandinu hans Bubba loga allar línur héðan, íbúar koma saman í heimahúsum, veitingastöðum eða  félagsheimilum þar sem að skapast einstök stemmning sem smitast til þeirra sem etja kappi hverju sinni. Við þekkjum vel samheldnina þegar íbúar byggðarlagsins hafa tekið sig saman og staðið vel við bakið á þeim sem lent hafa í áföllum. Samheldnin skiptir öllu máli og það er aldrei of mikið gert af því að standa saman.

Það var ýmislegt annað um að vera um helgina og undanfarið. Okkar fólk er að slá í gegn á ýmsum stöðum. Á laugardagskvöldið hrepptum við fyrsta sætið í Ungfrú Norðurland er Sonja Björk Jónsdóttir (Nonna og Dóru í Ytra Garðshorni) þótti fegurst fljóða á glæsilegu kvöldi í Sjallanum á Akureyri. Dalvíkingar sáu um kynningu og skemmtiatriði, Addi Sím var  kynnir, milljónamæringurinn Eyþór Ingi og Stefán Þór (Bibba og Ingu Matt) snertu hjörtu viðstaddra með söng. Þess ber einnig að geta að Dalvíkingar áttu ekki bara fyrsta sætið , Hrönn Blöndal (Birgisdóttir, dóttir Bibbu og Biggós) var í öðru sæti og Jara Sól Guðjónsdóttir, (dóttir Yrsu Harnar og Guðjóns Antoníussonar)........Glæsilegt.

Ég get ekki sleppt því að minnast á frábæran árangur skíðafólks okkar út um víða veröld. Björgvin Björgvinsson og Kristinn Ingi Valsson urðu íslandsmeistarar um daginn, Jakob Bjarnason hefur unnið hvert mótið á fætur öðru erlendis, aðeins 12 ára gamall, Hjörleifur Einarsson var unglingameistari bæði í svigi og stórsvigi og fleiri hafa innbyrt góða sigra. Björgvin náði frábærum árangri á evrópumóti í s.l viku er hann lenti í 10. sæti einhverju brotabroti úr sek á eftir fyrsta manni. Nú um helgina eru Andrésar Andarleikarnir  á Akureyri. Dalvíkingar eiga þar skráða til leiks einn stærsta hóp sem hefur komið frá einu félagi frá upphafi eða tæplega 100 krakka. Þetta er alveg magnað og ég veit að þau hafa verið einstaklega dugleg við æfingar í allan vetur. Þó að það skipti ekki öllu máli hef ég trú á að margir munu ná á pall. En aðalmálið er að þau munu verða byggðarlaginu okkar til mikils sóma enda er þetta góður hópur undir styrkri góðs fólks frá Skíðafélagi Dalvíkur.

Ég flaug norður á laugardagsmorguninn og fletti Morgunblaðinu í vélinni, þar var sagt frá sigri Eyþórs, glæsilegum árangri Bjögga á evrópumótinu og síðan var sagt frá útskriftarsýningu í Listaháskóla Íslands þar sem að við eigum góðan fulltrúa Dag Óskarsson. Lokaverkefni hans af vöruhönnunardeild er magasleði steyptur í plast ( Hjá Promens á Dalvík) flottur gripur. Það sem mér þótti hlýlegast og töff var að Dagur skýrði sleðann "Dalvíkursleðann"  flott og gott hjá Degi.

Montblogg segir einhver...já segi ég....montblogg fullt af sannleik. Það er erfitt að ná árangri nema að vera stoltur og örlítið montinn. Nú bíðum við spennt eftir undankeppni Eurovísion þar sem að ég er fullviss að Friðrik Ómar okkar maður og hans fólk kemst upp úr undanriðlinum og gerir svo óvæntar rósir á lokakvöldinu þann 24.maí í Sagreb....og þá er gott að vera klár með flugeldana...en ekki gleyma að tala við Fella löggu fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Glæsilegur afrekshópur í ekki stærra bæjarfélagi

Jónína Dúadóttir, 21.4.2008 kl. 18:23

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Til hamingju með þetta frábæra listafólk sem kemur frá þessum fallega stað í norðri.

Guðjón H Finnbogason, 21.4.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Ekki bara mont blogg, heldur flott blogg sem lýsir stöðunni einfaldlega eins og hún er 

Kveðja, 

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:10

4 identicon

Jiiiiiii ég fæ bara gæsara og tár í augun yfir þessari flottu færslu...og auðvitað er ég sammála

Álfheiður Maren (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:57

5 Smámynd: Nonni

100% sammála þér og Frikki mun rústa þessu í mai

Nonni, 23.4.2008 kl. 21:56

6 Smámynd: Helgan

frábært blogg nákvæmlega eins og þetta er frábær samstaða í þessu magnaða bæjarfélagi, vera mín á Dalvíkinni gerði mig að berti manneskju og á ég pottþétt eftir að flytja þangað aftur í paradís eins og ég segji stundum þegar fólk spyr mig hvernig sé að búa á Dalvík 

Helgan, 23.4.2008 kl. 22:13

7 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:35

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gleðilegt sumar!

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.4.2008 kl. 10:08

9 identicon

Sæll Júlli minn, og Gleðilegt sumar.

Nei,þetta er ekki mont,þetta er það sem við köllum að vera STOLTUR,og það er sko heilbrigt að hampa sínum GULLEGGJUM.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:08

10 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

...Dalvíkin er draumablá........og þetta er sko sannleikurinn í öllu sínu veldi! Mattinn...Friðrik Ómar...Eyþór...nefndu það...bara flottastir!Og Dallinn er sko líka einn fallegasti staður á landinu....

Til hamingju með þetta allt!

Bergljót Hreinsdóttir, 25.4.2008 kl. 11:39

11 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Bíddu..... þú minnist ekkert á MIG???

Hinir eru ´jú líka alveg ágætir! :)

Knús frá hinni fallegu víkinni!

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.4.2008 kl. 21:55

12 identicon

Hjúkkitt, ég hélt að klúbb-bróðir væri týndur og tröllum gefinn.

Allt í lagi að monta sig, maður á að vera ánægður með það sem maður "á". Hlakka til að verða hluti af þessu á ný, styttist óðum aðeins 2 mán. 

Rúna K. (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband