Matarsíða áhugamannsins hefur fengið til liðs við sig góðan rýnihóp. Sem í vetur mun hittast og prófa ýmsar vörur, mat, drykki, tæki og tól. Gefa einkunnir (Sleifar) . Hver og einn fær númer sem hann mun halda og því er hægt að fylgjast með t.d númer 2 í allan vetur hvað honum finnst um hvítvín. Hver og einn skrifar það sem honum finnst og er þetta gert að hætti áhugamannsins enda flestir ekki vanir t.d vínsmökkun.
Við hittumst í fyrsta sinn í gær ég og rýnar 1- 5. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld, mikið spjallað og vöngum velt um mat drykk og glös og.....allt í einu var klukkan orðin tvö. Talandi um glös, aðalástæðan fyrir að við hittumst í gær var að prófa glös sem koma frá heildversluninni Fastus ( Sjá glasabækling á síðunni)Það komu smá skilaboð með glösunum, að taka okkar eigin glös og nýju glösin og hella jafnt í bæði og prófa bæði að lykta og drekka. Þetta var ansi merkilegt og kom okkur öllum á óvart. Glösin eru 40 c.l Universal (framleiðandinn C&S). Það er hægt að nota þau bæði sem rauðvíns og hvítvínsglös. Þetta eru ekki nein venjuleg glös, þau voru tvö ár í þróun. Vín smakkast klárlega betur í þessum glösum heldur en þeim glösum sem maður á heima. Við prófuðum tvö hvítvín og við gefum þeim einnig sleifar. ( Sjá stjörnu/sleifa gjöf áhugamannsins hér til hliðar ). Glösin henta vel eða nær eingöngu fyrir ungvín, rauðvín 5 ára og yngri og hvítvín 3 ára og yngri.
Um glösin.
Glösin komu virkilega á óvart og það er alveg ljóst að glös skipta miklu máli þegar vín er drukkið, meðalgott vín verður bara aldeilis frábært í þeim. Fyrst fannst mér þau ekki vera falleg en er ég fór að horfa aðeins meira á þau og handfjatla þau fannst mér þau töff.
Rýnir 1: Magnað, vínið bragðmeira og ótrúlegur lyktarmunur.
Rýnir 2: Verulega mikill munur á lykt, vínið einfaldlega mikið betra þessum glösum.
Rýnir 3: Lítill ilmur og flatt bragð úr heimaglösunum en úr CS glösunum er mikill og þéttur ilmur, kröftugt bragð og lifandi vín.
Rýnir 4: Glasið gefur mun meira bragð, heimaglasið mun flatara, ótrúlegt alveg.
Rýnir 5: Flott glös, mun meira bragð og lykt, fann ekki bragð af víninu fyrr en ég smakkaði úr CS glasinu.
Hvítvínin.
Fyrra vínið sem við smökkuðum var Santa Rita 120 Chardonnay 2007 - Chile umboð www.hob.is
Mér fannst vínið gott og mæli með því til að drekka eitt og sér hvort heldur sem fordrykk eða kalt á heitum sumardegi á pallinum. Það er einhver ferskleiki yfir því og það er hæfilega bragðmikið.
Rýnir 1: Vínið gott, svolítið rammt (þurrt) í byrjun.
Rýnir 2: Svaka ávaxtakeimur, fínt vín
Rýnir 3: Fallega gult, sætt og gott, heppilegt til að sötra á sólríkum degi eitt og sér.
Rýnir 4: Gott vín hóflega sætt og góð lykt
Rýnir 5: Gott vín.
Seinna vínið sem við smökkuðum var Torres Vina Sol 2007 Paradella Spánn umboð www.kkarlsson.is
Þetta er skemmtilegt vín sem ég á örugglega eftir fá mér aftur og þá t.d með fiski. Blómailmur, ilmur af ósnertu engi og ferskri ekki of þroskaðri peru. Gaman að drekka
Rýnir 1: Ferskt og gott vín, gott með smáréttunum.
Rýnir 2: Rennur vel í munni, létt og ferskt.
Rýnir 3: Þurrt og bragðmikið, ekta fiskivín endist vel í glasinu
Rýnir 4: Ekki eins sætt eins og ég bjóst við miðað við lykt. Mjög gott vín, kom mjög vel út með smáréttunum.
Rýnir 5: Gott, datt í hug saltaðar gellur með þessu.
og 1/2 sleif
Þetta var skemmtileg byrjun og ég er spenntur fyrir næsta skipti og sjá hvernig þetta þróast. Svona til að gera kvöldið enn skemmtilegra bjó ég til nokkra smárétti úr því hráefni sem ég átti til. Mér finnst mjög skemmtilegt og örlítið meiri áskorun að elda eða búa eitthvað til úr því sem er til, ekki alltaf að fara í búðina ef að eitthvað vantar, um að gera að leysa það öðru vísi. Ég var með kalda rétti, súkkulaðihúðuð jarðaber, djúpsteikt gróft kornabrauð: velti því uppúr eggi, fínt rifnum osti, smá salti og fíkju ediki, smápizzur: með fínt mixaðri steinselju, hvítlauk, svörtum sólþurrkuðum ólífum og smá af pipar og ostur yfir, fíkjusalat: hið magnaða íssalat frá Lambhaga, jarðaber, furuhnetur, spænskur sauðaostur, ólífuolía og fínt saxað timian, ferskur túnfiskur: smjörsteiktir teningar með heimagerðu brauðraspi og salti sem ég keypti á Slow fish sýningunni á Ítalíu í fyrra Sel rose de ´Himalayja, að lokum var ég með marineraðar ólífur með steini, sem mér voru færðar frá Brussel í s.l haust, ég hef ekki tímt að opna þetta fyrr en oft búinn að mæna á þær, þær voru biðarinnar virði.
Við hittumst í fyrsta sinn í gær ég og rýnar 1- 5. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld, mikið spjallað og vöngum velt um mat drykk og glös og.....allt í einu var klukkan orðin tvö. Talandi um glös, aðalástæðan fyrir að við hittumst í gær var að prófa glös sem koma frá heildversluninni Fastus ( Sjá glasabækling á síðunni)Það komu smá skilaboð með glösunum, að taka okkar eigin glös og nýju glösin og hella jafnt í bæði og prófa bæði að lykta og drekka. Þetta var ansi merkilegt og kom okkur öllum á óvart. Glösin eru 40 c.l Universal (framleiðandinn C&S). Það er hægt að nota þau bæði sem rauðvíns og hvítvínsglös. Þetta eru ekki nein venjuleg glös, þau voru tvö ár í þróun. Vín smakkast klárlega betur í þessum glösum heldur en þeim glösum sem maður á heima. Við prófuðum tvö hvítvín og við gefum þeim einnig sleifar. ( Sjá stjörnu/sleifa gjöf áhugamannsins hér til hliðar ). Glösin henta vel eða nær eingöngu fyrir ungvín, rauðvín 5 ára og yngri og hvítvín 3 ára og yngri.
Um glösin.
Glösin komu virkilega á óvart og það er alveg ljóst að glös skipta miklu máli þegar vín er drukkið, meðalgott vín verður bara aldeilis frábært í þeim. Fyrst fannst mér þau ekki vera falleg en er ég fór að horfa aðeins meira á þau og handfjatla þau fannst mér þau töff.
Rýnir 1: Magnað, vínið bragðmeira og ótrúlegur lyktarmunur.
Rýnir 2: Verulega mikill munur á lykt, vínið einfaldlega mikið betra þessum glösum.
Rýnir 3: Lítill ilmur og flatt bragð úr heimaglösunum en úr CS glösunum er mikill og þéttur ilmur, kröftugt bragð og lifandi vín.
Rýnir 4: Glasið gefur mun meira bragð, heimaglasið mun flatara, ótrúlegt alveg.
Rýnir 5: Flott glös, mun meira bragð og lykt, fann ekki bragð af víninu fyrr en ég smakkaði úr CS glasinu.
Hvítvínin.
Fyrra vínið sem við smökkuðum var Santa Rita 120 Chardonnay 2007 - Chile umboð www.hob.is
Mér fannst vínið gott og mæli með því til að drekka eitt og sér hvort heldur sem fordrykk eða kalt á heitum sumardegi á pallinum. Það er einhver ferskleiki yfir því og það er hæfilega bragðmikið.
Rýnir 1: Vínið gott, svolítið rammt (þurrt) í byrjun.
Rýnir 2: Svaka ávaxtakeimur, fínt vín
Rýnir 3: Fallega gult, sætt og gott, heppilegt til að sötra á sólríkum degi eitt og sér.
Rýnir 4: Gott vín hóflega sætt og góð lykt
Rýnir 5: Gott vín.
Seinna vínið sem við smökkuðum var Torres Vina Sol 2007 Paradella Spánn umboð www.kkarlsson.is
Þetta er skemmtilegt vín sem ég á örugglega eftir fá mér aftur og þá t.d með fiski. Blómailmur, ilmur af ósnertu engi og ferskri ekki of þroskaðri peru. Gaman að drekka
Rýnir 1: Ferskt og gott vín, gott með smáréttunum.
Rýnir 2: Rennur vel í munni, létt og ferskt.
Rýnir 3: Þurrt og bragðmikið, ekta fiskivín endist vel í glasinu
Rýnir 4: Ekki eins sætt eins og ég bjóst við miðað við lykt. Mjög gott vín, kom mjög vel út með smáréttunum.
Rýnir 5: Gott, datt í hug saltaðar gellur með þessu.
og 1/2 sleif
Þetta var skemmtileg byrjun og ég er spenntur fyrir næsta skipti og sjá hvernig þetta þróast. Svona til að gera kvöldið enn skemmtilegra bjó ég til nokkra smárétti úr því hráefni sem ég átti til. Mér finnst mjög skemmtilegt og örlítið meiri áskorun að elda eða búa eitthvað til úr því sem er til, ekki alltaf að fara í búðina ef að eitthvað vantar, um að gera að leysa það öðru vísi. Ég var með kalda rétti, súkkulaðihúðuð jarðaber, djúpsteikt gróft kornabrauð: velti því uppúr eggi, fínt rifnum osti, smá salti og fíkju ediki, smápizzur: með fínt mixaðri steinselju, hvítlauk, svörtum sólþurrkuðum ólífum og smá af pipar og ostur yfir, fíkjusalat: hið magnaða íssalat frá Lambhaga, jarðaber, furuhnetur, spænskur sauðaostur, ólífuolía og fínt saxað timian, ferskur túnfiskur: smjörsteiktir teningar með heimagerðu brauðraspi og salti sem ég keypti á Slow fish sýningunni á Ítalíu í fyrra Sel rose de ´Himalayja, að lokum var ég með marineraðar ólífur með steini, sem mér voru færðar frá Brussel í s.l haust, ég hef ekki tímt að opna þetta fyrr en oft búinn að mæna á þær, þær voru biðarinnar virði.
Flokkur: Matur og drykkur | Laugardagur, 13. september 2008 (breytt kl. 17:17) | Facebook
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Hvað borðar þú fisk oft í viku
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir
Athugasemdir
Skil ekki hvað ég verð alltaf svöng af því að lesa hjá þér
Jónína Dúadóttir, 13.9.2008 kl. 16:04
Flott Síða hjá þér. Ég verð alltaf svangur þegar ég les hana.
Þórður Ingi Bjarnason, 13.9.2008 kl. 22:21
Uhmmm....rosalega hljómar þetta allt vel!
Merkilegt...þetta með glösin...hefur aldrei hvarflað að manni að glös skiptu máli öðruvísi en til að fegra og gleðja augað.....
Bergljót Hreinsdóttir, 14.9.2008 kl. 11:29
Heyrðu ( er það ekki í tísku að byrja setningar þannig í dag ) síðan er mögnuð hjá þér og verður gaman að fylgjast með.
Rúnar Haukur Ingimarsson, 14.9.2008 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.