Sítrónuolínan feykir léttu kvöldsalatinu á flug

100_0568Sítrónuolían sem ég keypti í Reykjavíkurskottúrnum um daginn er algjör snilld. Í fyrradag gat ég ekki beðið lengur með að prófa hana út létt kvöld túnfisksalat. Tók úr ísskápnum íssalatið góða frá Lambhaga, steinselju, gúrku, döðlur, sauðaost og bita af Gorgonzola ostinum sem ég hafði keypt í sælkera(osta)versluninni á Skólavörðustíg. Bætti við þetta salti, furuhnetum, örlitlu af smátt söxuðu súrsuðu engiferi og ,túnfisk í olíu frá ORA. Setti ríflega helminginn af gróft rifnu íssalati í tvær aflangar skálar(Magnið á myndinni er ekki í samræmi við það sem í salatið fór - hlutföllin í salatinu eiga bara að vera eftir smekk. Smátt saxað engiferið, dassi af Maldon salti, litlir teningar af sauðaostinum, furuhneturnar (Ekki verra að rista þær), túnfiskurinn, sneiddar döðlur,flysjuð og langsumskorin gúrkan, gróft söxuð steinseljan, raðað ofan og dreift yfir í bland við restina af íssalatinu....og olíunni góðu "CITRON / LEMON "  frá Olivers & CO dreypt yfir, einu sinni inn á milli og létt yfir að lokum, þremur litlum bitum af Gorgonzola ostinum raðað efst...mmmm og gott er að drekka með þessu ískalt sódavatn, en enn betra er vel kælt örlítið sætt hvítvín. (Myndin af salatinu í skálunum eyðilagðist) Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott

Jónína Dúadóttir, 19.9.2008 kl. 15:35

2 identicon

Þetta hljómar algjörlega æðislega! Ég prófaði sjálfur um daginn salat með túnfisk, salati, fetaosti, smá kotasælu og svo apríkósubitum ásamt hnetum. -- Það smakkaðist mjög vel!

Þetta þyrfti ég samt að reyna

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband