ABBA, Rifsber, berjahlaup, og lífið fer í hringi

100_0579Þegar ég var smá gutti og fjölskyldan bjó í Höfn (Hús á Dalvík sem ég er oft kenndur við) Þá átti Gummi bróðir plötu eða kassettu með ABBA sem oft var spiluð og örugglega í berjahlaupsgerð, fjölskyldan týndi oft ber og það var búin til saft og hlaup. Núna um helgina bauðst okkur að týna rifsber hjá samstarfskonu Grétu minnar, takk fyrir það Bergljót. Í gær var svo búið til Rifsberjahlaup.....en það sem var dálítið magnað og setti af stað þægilegar minningar Deja vú eða hvað sem það er nú kallað var ABBA, já hér á þessu heimili hefur hljómsveitin ABBA verið spiluð DÁLITIÐ MIKIÐ síðan að fjölskyldan fór í bíó á Mamma Mia og 6 ára dóttir mín syngur hástöfum með.100_0583 ABBA og berjahlaupsgerð......lífið breytist kannski ekki eins mikið og við viljum halda sami fílingur um 30 árum síðar.Wink 

Ég set inn myndir af nýtíndum berjum, berjum í pottinum og þegar hlaupið er komið í krukkurnar.  

Uppskrift.

1 kg ber ) (Með stilkum og eitthvað af laufum)
1/2 l vatn
Soðið og stappað í c.a. 15 mín
Síað vel í gegnum taubleiu
1 lítir af berjasafa
1 kg sykur
Soðið í 25 mín
Veiða syrjuna ofan af og hella í krukkur.100_0593

Í þessari uppskrift er ekki notaður hleypir, stilkar og lauf eiga að koma að sömu notum.

Mér finnst nauðsynlegt að eiga rifsberja sultu í ísskápnum t.d. fyrir osta og kex og í sósur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgan

skemmtileg síðan hjá þér Júllí

og það er nú ekki laust við að mann langi í osta, kex og rifsberjasultu

Helgan, 22.9.2008 kl. 06:30

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Mmmmmm....

Girnó!

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.9.2008 kl. 14:45

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Júlli þó, það er svo vont fyrir tölvuna að slefa svona....

Rut Sumarliðadóttir, 22.9.2008 kl. 18:11

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dugnaðurinn

Jónína Dúadóttir, 22.9.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband