Þá er komið að súpuuppskriftinni frá áhugamanninum og myndum frá fiskisúpuveislu stelpnanna á miðju gólfi í fiskverkunarhúss. Fyrir þá sem hafa ekki verið að fylgjast með þá er þetta uppskrift úr matreiðslubók sem kemur út í lok október og heitir Meistarinn og áhugamaðurinn. Þar leiða saman hesta sína Meistarinn Friðrik V á Akureyri og áhugamaðurinn frá Dalvík(Undirritaður). Finnbogi Marinósson ljósmyndari í www.dagsljos.is á Akureyri er myndasmiður. Á hverri opnu í bókinni er uppskrift úr sama hráefni, meistarans vinstra megin og áhugamannsins hægra megin. Ég fékk að fara inn á gólf í fiskverkunarhúsi O. Jakobsson á Dalvík til að taka myndir fyrir bókina og hafði lítið stelpuboð. Það var strákaboð þegar kræklingurinn var myndaður, sjá færslu neðar. Stelpurnar voru Gréta, Arna, Jóhann, Ester og Ella
Það verður spennandi að sjá hvernig súpu meistarinn framreiðir í bókinni góðu. Hér er svo uppskriftin:
Vetrarfiskisúpa Dalvíkingsins.
Súpa sem yljar um hjartarætur á köldu vetrarkvöldi og kallar fram tilfinningar og löngun til að ræða málin. Gott er að hafa með þeyttan eða sýrðan rjóma og gróft brauð með heilum fræum.
Fyrir 6 8 manns.
600 gr bleikja, skorin í bita
400 gr humar
200 gr rækjur
2 laukar, smátt skornir
8 10 hvítlauksgeirar, smátt skornir
4 6 gulrætur (um 300 gr), skornar í sneiðar
1 chillípipar, kjarnhreinsaður og saxaður
1 2 msk söxuð fersk basilíka
8 10 sveppir, skornir í bita
1 dós bitaðir tómatar með oregano og basil, 400 ml
4 dl kókosmjólk
4 dl rjómi
1 fiski- og 1 sveppateningur frá Knorr í 400 ml af vatni
1 dós rækjusmurostur, 300 gr
2 dl hvítvín1 2 msk púrtvín
2 3 msk kurlaður ananas
1 stk paprikuduft
2 tsk esdragon
1 msk mango sósa, Exotic food
1/2 kúrbítur, skorinn í bita
Svartur pipar úr kvörn eftir smekk.
Salt eftir smekk í lokin en hóflega þó
Ólífuolía
Laukur, hvítlaukur og gulrætur brúnað í ólífuolíu í potti. Chilliípipar, basiliku og sveppum bætt út í ásamt tómötum, kókósmjólk, soði og rjóma. Hitað að suðu. Paprikudufti, esdragon og mango sósu, smurosti, hvítvíni, púrtvíni, kúrbít og ananas bætt í og látið malla í 20 - 25 mínútur. Að lokum er fisktegundunum þremur bætt í. Potturinn tekinn af hellunni eftir 4 mínútur og látinn bíða í 5 8 mínútur. Piprið súpuna eftir smekk, jafnt og þétt, og verið ekki feimin við kvörnina.
Vetrarfiskisúpa Dalvíkingsins.
Súpa sem yljar um hjartarætur á köldu vetrarkvöldi og kallar fram tilfinningar og löngun til að ræða málin. Gott er að hafa með þeyttan eða sýrðan rjóma og gróft brauð með heilum fræum.
Fyrir 6 8 manns.
600 gr bleikja, skorin í bita
400 gr humar
200 gr rækjur
2 laukar, smátt skornir
8 10 hvítlauksgeirar, smátt skornir
4 6 gulrætur (um 300 gr), skornar í sneiðar
1 chillípipar, kjarnhreinsaður og saxaður
1 2 msk söxuð fersk basilíka
8 10 sveppir, skornir í bita
1 dós bitaðir tómatar með oregano og basil, 400 ml
4 dl kókosmjólk
4 dl rjómi
1 fiski- og 1 sveppateningur frá Knorr í 400 ml af vatni
1 dós rækjusmurostur, 300 gr
2 dl hvítvín1 2 msk púrtvín
2 3 msk kurlaður ananas
1 stk paprikuduft
2 tsk esdragon
1 msk mango sósa, Exotic food
1/2 kúrbítur, skorinn í bita
Svartur pipar úr kvörn eftir smekk.
Salt eftir smekk í lokin en hóflega þó
Ólífuolía
Laukur, hvítlaukur og gulrætur brúnað í ólífuolíu í potti. Chilliípipar, basiliku og sveppum bætt út í ásamt tómötum, kókósmjólk, soði og rjóma. Hitað að suðu. Paprikudufti, esdragon og mango sósu, smurosti, hvítvíni, púrtvíni, kúrbít og ananas bætt í og látið malla í 20 - 25 mínútur. Að lokum er fisktegundunum þremur bætt í. Potturinn tekinn af hellunni eftir 4 mínútur og látinn bíða í 5 8 mínútur. Piprið súpuna eftir smekk, jafnt og þétt, og verið ekki feimin við kvörnina.
Flokkur: Matur og drykkur | Þriðjudagur, 23. september 2008 (breytt kl. 16:41) | Facebook
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Hvað borðar þú fisk oft í viku
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir
Athugasemdir
MMmmmmmmmmm hún yljar meira að segja uppskriftin
Ragnhildur Jónsdóttir, 23.9.2008 kl. 17:02
Eitthvað hafa nú þessar stúlkukindur sötrað af súpunni góðu ef ég þekki þær rétt Óóógurlega gaman að fylgjast með þessum matarpælingum öllum - vildi bara að þú værir mættur í eldhúsið mitt að malla svona - þið komið auðvitað í laufabrauð og hangikjöt á hefðbundnum tíma - ég á hangikjöt frá Möðrudalsöræfum og þið komið með laufabrauðið
Áslaug í Helluvaði (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 18:47
Uhmmmm...namminamm....hrikalega girnileg súpa!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:20
Hann er svo vooooooooooðalega langur hráefnalistinn... þetta vex mér í augum að tína þetta allt til. Geturðu ekki gert slatta af henni, sett á krukkur - ég myndi sko kaupa hana
Flott síða hjá þér Júlli minn - kveðja Hildur
Hildur Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.