Hungrið hverfur....sykurinn sækir á.

Það væri skemmtilegt að skreppa til borgar óttans um helgina og líta á þessa áhugaverðu sýningu og fyrlesturinn sem er á laugardag Errm .  eldabuskaFélagið Matur-saga-menning efnir til sýningar um mat og mataræði Reykvíkinga 20 öld, sem ber nafnið "Reykvíska eldhúsið - matur og mannlíf í hundrað ár." Sýningin opnar formlega föstudaginn 26. september næstkomandi í Aðalstræti 10, elsta hús Reykjavíkur og í hjarta miðbæjarins. Markmiðið með sýningunni er að bjóða Reykvíkingum og öðrum gestum að fræðast, njóta og bragða á lítt þekktri matarsögu höfuðborgarinnar. Miðstöð munnlegrar sögu efndi til söfnunarátaks á munnlegum heimildum fyrir sýninguna og ýmsir viðburðir munu tengjast henni beint eins og til dæmis ráðstefnan Af hlaðborði aldarinnar - Áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu haldin í Iðnó, laugardaginn 27. september 2008 frá 14.00-17.00. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Sagnfræðingafélag Íslands og Reykjavíkur Akademíuna.

Efnisflokkar sýningarinnar eru: reykviska_2

Aldarbyrjun - Fiskibærinn Reykjavík
1900-1930 Höfuðborgin - gluggi til annarra landa
1930-1940 Aðeins íslenskt
1940-1960 Hungrið hverfur, sykurinn sækir á
1960-1975 Neysluþjóðfélag í sókn
1975-2000 Matur frá víðri veröld
Aldarlok –Sérkenni reykvíska eldhússins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vissulega áhugavert. Góða helgi

Jónína Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband