Við vorum eins og krónan...kolféllum fyrir.....

mALBECK MORAS......rauðvíninu sem við smökkuðum. Um helgina hittist hluti af rýnihóp matarsíðunnar. Ég eldaði nokkra fiskrétti sem ég ætlaði að birta myndir og uppskriftir af....en myndirnar þær fóru nú því miður fyrir bí Frown og því segjum við aðeins frá réttunum og gerum vínunum góð skil.
1. Bleikjucarpaccio, steinselja, lime, púrtvín, chilli, salt og pipar
2.  Fiskisúpa. Hrár fiskur: bleikja,þorskur og rækjur, laukur, hvítlaukur, ferskur chilli sett í matvinnsluvél með örlítilli olíu og vatni bætt smátt útí til að fá fínan jafning. jafningurinn settur í pott, rjóma, klípu af rjómaosti bætt úti, kryddað til með karrýi, salti og pipar látíð sjóða í 5 - 8 mín. Borið fram í litlum bollum.
3. Innbökuð (Smjördeig) bleikjameð gorgonsola osti. Borið fram með soðnum gulrótum, sætri kartöflu og örlítilli sítrónuólífuolíu.
4. Smjörsteiktur Túnfiskur. Smjöri og sojasósu blandað sama á pönnu, hliðunum á túnfisksteikunum velt upp úr fínu heimagerðu krydduðu brauðraspi að eigin vali. Borið fram með fersku salati og kaldri kartöflu ( Rammíslenskt smjör með kartöflunum fyrir þá sem vilja...og hver vill það ekki ? )
5. Súkkulaðikakaa la Gréta mín...og rjómi í eftirrétt.

Við smökkuðum tvö gæðavín frá www.vifilfell.is....eitt hvítt og eitt rautt: Notuðum að sjálfsögðu töfraglösin frá www.fastus.is - sjá færslu neðar.riesling
Hvítvínið Léon Beyer Riesling 2005.  1490 í ríkinu. Við rýndum í vínin á áhugamannsins hátt og hver og einn tjáði sig. Fyrir mér var hvítvínið forvitnilegt og nýtt, það var ferskt og mér datt í hug Lime og sumar þegar ég smakkaði það. Það hentaði vel með millisterku bleikjucarpaccioinu og ég er spenntur að prófa það t.d með sterkum austurlenskum mat.

Rýnir 7: Þurrt, aðgerðalítið en ferskt, hentar vel með fiski og léttum réttum, höfðar ekkert sérstaklega til mín.
Rýnir 8:Lyktin af ávöxtum og sýru, bragð af greip og ferskjum. Milliþurrt, skemmtilegt hvað bragð og áferð breyttist eftir því hvað var borðað með víninu.
Rýnir 1: Þetta er vín sem ég drekk ekki oft og er vön sætari vínum, vínið er ferskt og örugglega gott með ostum. 
sleifsleifsleif sleifar.


Rauðvínið - Las Moras Black Label Malbec 2005 -Sérpöntun ÁTVR 1790 kr. Þetta vín var borið á borðið með túnfisksteikinni. Þetta var skemmtilegt, það er svo gaman að láta koma sér á óvart og það fór um mann fiðringur strax við að lykta af víninu. Haust, ber, leður, traust og ánægja. Vínið átti mann allan og það var gaman að drekka það. Það var eins og að bragðið væri á tveimur, þremur eða fleiri hæðum, klárlega með betri rauðvínum sem ég hef bragðað. Væri ábyggilega snilld með grilluðu hrefnukjöti eða svartfugli....kæri lesandi þú verður bara að prófa.

Rýnir 7:Mjög gott  vín með bragðmiklum mat, góð fylling og örugglega gott með kjötréttum og grilluðum mat. Þétt og gott vín. Berjakeimur,krydd, ávaxtakeimur þá helst pera og eik...eitt af mínum uppáhaldsvínum
Rýnir 8: Lykt: kaffikeimur, bragð: fíflamjólk, mjög bragðgott, nöguð (blaut) leðurreim.
Rýnir 1: Hrikalega gott, lyktar vel og bragðast enn betur. Fullt hús
sleifsleifsleifsleif 1/2 sleif.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nú ekki mikill vínsmakkari en geri þó upp á milli rauðvínstegunda. Alltaf finnst mér þó gamli góði vodkinn bestur, eða jafnvel brensið.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband