Kaffi París...þjónustan uppá við á ný og gott Paté

100_0654Er í borg óttans..(Sjávarútvegsýningin hefst á morgun er að undirbúa hana) Kaffi París hefur lengi verið mitt uppáhald í Reykjavík, setjast einn niður í horninu við gluggann og njóta þess að horfa á fólk og gleyma amstri dagsins. Þegar staðnum var breytt missti hann mikinn sjarma en nýja lúkkið vandist nokkuð fljótt s.l 2 ár hef ég komið sjaldnar vegna þess að þjónustan sem var svo einstök hafði farið verulega aftur, það var ekki passað uppá þig og þú þurftir að kalla eftir þjónustu og bíða....það vantaði eitthvað uppá. Í gær fór ég óg viti menn það voru nýir þjónar eða ný áhersla það voru ungir strákar að vinna og þjónustan var aftur orðinn á svipuðum nótum og hún var, viðskiptavinurinn skipti máli, boðið velkominn og vel fylgst með manni, t.d diskurinn tekinn strax og maður var búinn. Ég fékk mér léttan hádegisverð Sjávarréttapaté (Sjá mynd)pateið var með ágætu sjávarfangsbragði, bæði með farseruðum og heilum bitum, með þessu var salat, þrennskonar grænmeti, íceberg, lollo rosso og gúrkur og já eitthvað eitt enn græntSmile einhver vinegar dressing með salatinu, balsamik sýróp yfir allt saman, sítróna og  hvítlauks majonessósa voru einnig með, rétturinn kostaði 1300 kr og ég ætla að gefa réttinum 3 sleifar.
sleifsleifsleif 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband