Ufsaplokkfiskur í sparifötunum - Meistarinn og áhugamaðurinn

_MG_7182

Hér kemur ein af uppskriftunum úr matreiðslubókinni "Meistarinn og áhugamaðurinn" sem kemur út um næstu mánaðarmót, þetta er uppskrift áhugamannsins.
Ufsaplokkfiskur í sparifötunum

Leggðu við hlustir og taktu vel eftir hvað hráefnið segir þér.

800 gr ufsi, roðlaus og beinhreinsaður
10 hvítlauksgeirar
7 – 10 kartöflur
1 – 2 laukar
½ bolli smátt söxuð fersk basilíka
4 – 6 sætar kartöflur
2 msk rifinn parmesanostur
2 ítalskir ostar með sólþurrkuðum tómötum
1/2 krukka svartar ólífur
Rjómasletta
Smjör
Pipar og salt_MG_7144

Látið suðuna koma upp á fiskinum og setjið pottinn til hliðar.Setjið smjör í pott og látið smátt saxaðan laukinn krauma á hægum hita þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið smátt söxuðum hvítlauk út í og látið mýkjast. Setjið rjómaslettu og bitaðann ost saman við, hrærið stöðugt í þar til osturinn hefur gefið sig. Því næst koma kartöflur og krydd, stappað vel með kartöflustappara. Fiskurinn og smátt söxuð basilíkan sett út í og stappað. Látið malla á vægum hita um stund og hrærið varlega í jafnt og þétt, smakkað til og kryddað. Sætu kartöflurnar afhýddar, soðnar, stappaðar og settar á diskana undir plokkfiskinn. Svörtum smátt skornum ólífum ásamt rifnum parmesan ostinum dreift yfir. Borið fram með heimabökuðu rúgbrauði með vænni smjörklípu eða Grissini brauðstöngum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband