Það sem þurfum engan veginn á að halda þessa dagana eru illdeilur við (vina) þjóðir, nóg er nú álagið á íslenskuþjóðinni þó að við bætum ekki þessu við. Það eru einnig margir einstaklingar og fyrirtæki sem eiga mikið undir í viðskipta og vinasamböndum við breta sem geta verið í hættu, látum ekki reiði og neikvæðni ná tökum á okkur og hugsum vel um hvað sagt er....heimurinn fylgist með öllu og orð eru dýr. S.l daga hef ég kvatt fólk til að knúsast og vera nærgætið við hvert annað, það er okkar vopn og þó að það hljómi svona á prenti sem máttlítið gegn þessum myrku og ofurstóru peningaöflum þá er það ekki svo, knús skiptir máli. Mér fannst frábært að sjá starfsfólk Glitnis í hádeginu í gær og ég veit til þess að það gaf bæði því fólki og mörgum sem horfðu á mikið.
Knúsum bretana og sendum þau jákvæðu skilaboð til heimspressunnar hvernig þjóð við erum, með knúsi getum við endurheimt jákvæða ímynd og hugsanlega töpuð vina (Viðskiptasambönd) Ég ætla að halda áfram hvetja ykkur til að senda sms knúsið sem ég byrjaði á í vikunni það hefur farið víða en betur má ef duga skal og það er aldrei of mikið af knúsi. Notum orku dagsins í að hugsa jákvætt og setjum okkur markmið að gefa t.d fimm knús í dag og kannski senda vinum, samstarfsmönnum, ættingjum eða bara öllum í símanum Knús SMS sem gæti hljómað svona " Þetta er Risa SMS knús til þín láttu það ganga, knúsaðu einhvern í dag og þú munt verða knúsuð/aður og allir verða ríkir...af knúsum"
Viðræður við sendinefnd Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Matur og drykkur | Laugardagur, 11. október 2008 | Facebook
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 11.10.2008 kl. 10:28
Þú er nú bara frábær
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 11.10.2008 kl. 10:37
Júlli..þú ert algjör snillingur...!
Það er sko hægt að sigrast á ÖLLU með jákvæðni og knúsi...ekki nokkur spurning!!!
Og ekki gleyma að hlæja!!
Bergljót Hreinsdóttir, 11.10.2008 kl. 12:30
Ég fékk svona sms knús frá Dallas city í sl. viku,nú veit ég hver er upphafsmaður þess,eigðu góðan dag (((((KNÚS))))))
Líney, 11.10.2008 kl. 14:00
Auðvitað! Nýtt upphaf, nýjir tímar => nýjar aðferðir!
Góðar kveðjur norður!
H.
Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 21:01
Júlíus lestu bókina , tíu þorskastríð frá 1415 til 1976 og reyndu svo ekki að kalla Breta vinni okkar, þeir eru ekki þessi virði að við semjum við þá um eitt eða neitt,þessir peningar sem þeir tappa eru greiðslur fyrir fiskinn sem þeir hafa tekkið með valdi við Íslandsstrendur um árinn og svo hernámu þeir okkur í stríðinu kv Adolf sem mundi senda Davíð knús, fyrir að sendaa þeim tóninn
ADOLF (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 09:22
Sammála Adolf og að sumu leyti þér Júlíus.
Það eru bara fáir jafn þroskaðir og þú og komnir svona langt í sorgar- og reiðiferlinu.
Fyrst þarf að fara fram uppgjör: persónulegt uppgjör hjá fólki við græðgivæðinguna, sem við flest gerðum okkur sök um að taka þátt í og síðan uppgjör stjórnmálaflokka (Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Samfylking ekki VG) og að auðvitað uppgjör eftirlitsstofnana og Seðlabankans.
Síðan skulum við fyrirgefa. Það verður að gera upp málin, því annars eru þau bara áfram í skottinu hjá manni.
Við getum og eigum að knúsa hvort annað núna, en eigum við ekki að gera upp málin við okkur sjálf í leiðinni og leyfa öðrum að gera það einnig, t.d. Bretum, áður en við knúsum þá.
Það er munur á að knúsa þjóðir eða einhverja, sem maður hélt að væru vinir sínir eða átta sig á því hvernig þær eru og forðast þá í framtíðinni.
Eigum við kannski að knúsa Jón Ásgeir og Björgúlf og Sigurð Einarsson og Karl Wernersson o.s.frv.
Ég er bara ekki til í að knúsa alla ennþá - kannski kemur það?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.10.2008 kl. 09:47
Stórt knús á þig Júlli minn og ykkur öll familíuna
Ragnhildur Jónsdóttir, 12.10.2008 kl. 17:08
Veistu hvað? Allir sem ég hef spjallað við um þetta, hver einn og einasti, eru ánægðir með hrunið og kreppuna. Þó þeir hafi margir tapað peningum sem þeir máttu eiginlega ekki missa og jafnvel atvinnunni. Ég er alltaf að finna betur og betur hvað menn voru orðnir þreyttir á "góðærinu", græðgisvæðingunni og peningabrjálæðinu. Hvort sem þeir voru að taka þátt í því eða ekki.
Svo ég held það sé bara full ástæða til bjartsýni og hún sé að koma mikið af sjálfri sér. Eða það heyrist mér á fólki. Það er bara ekki í tísku að vera með svoleiðis gleðihjal í fjölmiðlum. Svo er líka eins og menn hafi hljótt um þennan fögnuð yfir breyttum tímum af ótta við að einhverjir aðrir séu í rusli yfir þessu. En ég fer að halda að þeir séu bara... fáir.
Sigga Lára (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.