Sjö tíma læri......og fleira gott

100_0926Fyrir helgina tók ég risalambalæri ( Rúmlega 3 kg) upp úr kistunni og það var síðan eldað í gær. Ég setti það í lokaðan steikarpott með rúmlega hálfri flösku af hvítvíni, 50 hvítlauksgeirum, 4 greinum af rósmaríni ( Barði létt á greinarnar með buffhamri) Ég fitusnyrti lærið lítillega og setti eingöngu salt og pipar á það. Setti það síðan á 120 gr hita í 6 og hálfa klst., hækkaði í 200 gr, tók lokið af og hafði það í 20 mín og lét það svo bíða á bekknum í 15 mín. Kjötið var einstaklega safaríkt og mjúkt, það hreinlega bunaði safinn úr kjötinu er það var skorið.100_0933

Meðan að lærið mallaði í ofninum bauð ég uppá tvo forrétti inn í stofu, anar var ristað hvítt brauð á pönnu með túnfiskspestói og spænskum sauðaosti
pestóið keypti á á Ítalíu beint frá bóndanum á Slow fish sýningunni em við fórum á s.l ári....mjög gott. Hinn var pönnuristað gróft fjölkorna brauð með graskersfræjum, ofan var rauðlaukssulta og léttsaltaður saltfiskur...þetta var einstaklega gott og hef ég trú á því að ég prófi þetta aftur. Rauðlaukssultuna bjó ég til fyrr um daginn, rauðlaukur, púðursykur, rósapipar, balsamikedik og smá olía....malla á pönnunni i c.a 45 min eða svo og látið kólna í sigti.

Sósur
Heit - Setti allan vökvann ásamt rósmaríngreinunum og hvítlauknum skál og mixaði það fínt með töfrasprota og sigtaði í pott og bætti rjóma útí og örlitlum svörtum pipar úr kvörn, þykkti aðeins með maísenamjöli, þetta var alveg mögnuð sósa, silkimjúk með djúpum kröftug bragði, þó svo að hvítlaukurinn væri grunnurinn þá var hann ekkert um of, þetta náði einhvern veginn allt góðu samspili.
100_0928Köld - Hálf gúrka kjarnhreinsuð og skorin í litla teninga og söltuð, skoluð í sigti  með köldu vatni eftir 20 mín og sett í skál súrmjólk hellt yfir, þannig að hún nái rétt yfir, smá af sítrónu kreist yfir...salt og pipar eftir smekk.

Kartöflur
Kartöflurnar soðnar og flysjaðar. Ég átti sýróp (Gastrik) sem ég fékk frá norskri konu sem er með sinn eigin sykurbúskap og hún sagði að svona gastrik sýróp væri ein af geymsluaðferðum þeirra, þau myndu nota þetta í sósur og fleira, ég skellti hluta af þessu í pott, smá rjóma með, hrærði vel í á meðan og hellti yfir kartöflurnar
100_0932
Salat
Spínat, íssalat, hýðis og kjarnahreinsuð  gúrka, rauð paprika, furuhnetur, sólblóma og graskersfræ, mandarínuolía og döðlur.

100_0938Eftirréttur
Einfaldur og góður eftir
Bananar, jarðaber, kiwi, vínber og anans skorinn niður, heit rollósósa og þeyttur rjómi. Gamus XO fyrir strákana og púrtvín fyrir stelpurnar.


Vín með matnum.

 mALBECK MORAS 

Við smökkuðum tvö gæðavín frá www.vifilfell.is....eitt hvítt og eitt rautt:  ( Sjá færslu neðar er annar hluti af rýnihópnum smakkaði þessi tvö vín) riesling
Hvítvínið Léon Beyer Riesling 2005.  1490 í ríkinu. Við rýndum í vínin á áhugamannsins hátt. Hvítvínið er forvitnilegt, spennandi og nýtt, það var ferskt og mér datt í hug Lime og sumar þegar ég smakkaði það. Það hentaði vel með forréttunum og í raun mun betur heldur en með fiskréttunum um daginn.

Rýnir 3: Bragðmikið og ávaxtaríkt án þess að vera sætt. Smellpassar með smá sætu og saltfiski
Rýnir 4: Lítil lykt, miðlungsþurrt, lítið eftirbragð en mjög gott. Ferskt, dálítil sýra þegar fyrst er drukkið. Sýra kemur vel í ljós þegar drukkið er með mat. Mæli með þessu víni...mjög gott.
nir 1: Mun betra en í fyrra skiptið, hentar betur með þessum mat sem er bragðmeiri en fiskurinn í fyrra skiptið, vínið er ferskt og örugglega gott með ostum. 
sleifsleifsleif  1/2 sleif.


Rauðvínið- Las Moras Black Label Malbec 2005 -Sérpöntun ÁTVR 1790 kr. Í fyrra skiptið sem þetta vín var smakkað fékk það 4 og 1/2 sleif hjá Rýnum 1, 7 og 8.
Rýnir 3: Spírakennt, létt bragðlítið en alveg brúklegt með lambakjöti
Rýnir 8: Lykt minnir helst á spíra, frekar þurrt, bragðmikið. Var gott með lambinu, minnir á lakkrís. Örugglega gott með villibráð og eitt og sér, ágætt vín
Rýnir 1: Mjög gott, lyktar vel og bragðast enn betur. 
sleifsleifsleifsleif sleifar.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slefi slefi................oh ég finn alveg bragðið í gegnum myndirnar Geðveikt girnilegt........

Takk fyrir mig

Olga (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það munaði ekkert um það

Jónína Dúadóttir, 2.11.2008 kl. 17:12

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

spennandi lambalærisuppskrift. best ég prófi þetta.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.11.2008 kl. 22:08

4 Smámynd: Brynja skordal

Mikið hefur þetta verið dýrindis máltíð með eðal vínum nammi namm ætla að prufa þessa aðferð með lambalærið takk fyrir mig

Brynja skordal, 2.11.2008 kl. 23:32

5 Smámynd: Anna Guðný

Líst vel á allt nema hvítvínið, hvað myndirðu nota í staðinn?

Anna Guðný , 3.11.2008 kl. 02:14

6 identicon

Skrýtið hvernig maður verður alltaf svangur af að skoða þessa síðu...Bróðir þinn bjó til fyllta svínarúllu í gær, smakkaðist alveg rosalega vel. Sé alveg í hendi mér að ég verði að prófa að gera svona rauðlaukssultu...mmmh

Knús á liðið,

þín Áslaug og co.

Áslaug í Helluvaði (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 12:57

7 identicon

Svakalega er þetta girnilegt læri.... fæ alveg vatn í munninn

Big Mama (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband