S.l laugadag fórum við fjölskyldan í jólatúr í Mývatnssveitina. Góðir vinir okkar voru komnir í úr borg kreppu og mótmæla til að finna jólafriðinn á norðurlandi. Við fórum um miðjan daginn í Dimmuborgir og hittum þar tvo alvörusveina sem voru skemmtilegir og höfðu frá mörgu að segja. því næst fórum við í stutta heimsókn til Ólafar í Vogafjósi og þar var fullt út úr dyrum, það var skemmtilegt að koma þar inn og finna matarilminn í bland við fjósalyktina. Næsti viðkomustaður var Mývatnsstofa þar var verið að skera laufabrauð og steikja, krakkar að spila jólalög á hljóðfærin sín. Öllum var boðið uppá kakó, smákökur og kleinur og að skera eina laufabrauðsköku án endurgjalds. Það voru eldri konur að handskera kökur þarna og eins og m.a má sjá á myndunum sem fylgja hér með þá eru þetta fallegustu laufabrauðskökur sem ég hef augum litið og ljóst að Mývetningar eiga fá sína líka í þeim efnum. Það var tekið afar vel á móti okkur og allir svo gestrisnir og stemningin ljúf. Nú var komið að hinu árlega jólabaði jólasveinanna í jarðböðunum, það var ansi skemmtilegt að líta á þessa uppákomu, allir jólasveinarnir mættir og fóru allir í baðið nema einn og það sem meira er að þeir fóru í ullarnærfötunum útí. Nú hljóp á snærið fyrir okkur, vinur okkar er frá Helluvaði í Mývatnssveit og okkur var boðið í lambahrygg og meððí, það var erfitt að fara að neita lamahrygg í sveitasælunni. Þetta var góð kvöldstund og frábær matur á Helluvaði, eins og sjá má á myndinni hér til hliðar þá dugðu nú ekki minna ein tvö stk. hryggir ofan í mannskapinn. Nú var komið að því að keyra heim til Dalvíkur, það var fallegt, stjörnubjart og jólalegt, er við nálguðumst Akureyri var klukkan að verða hálf tíu og enn voru c.a. 30 mín eftir af opnunartíma Jólagarðsins í Eyjafjarðarsveit, þannig að nú var tekin ákvörðun að halda áfram jólaför okkar þó svo að börnin væru sofnuð og komið væri langt fram ám kvöld. Það var ljúft að skoða sig um, setjast niður og spjalla við Benna í Jólagarðinum, þægileg tónlist, fallegar vörur og gott jólaandinn á sveimi. Rétt fyrir lokun og áður en að við fórum jólaskreytingarrúnt um Akureyri, fengum við að bragða á hangilærinu tvíreykta sem hékk uppi hjá Benna mmmmmmm
Það sofnuðu allir fljótt er heim var komið og eflaust hafa draumarnir snúist um mat og jólasveina.
Flokkur: Matur og drykkur | Þriðjudagur, 9. desember 2008 | Facebook
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Af mbl.is
Erlent
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 9.12.2008 kl. 16:16
Þetta hljómar frábærlega og verð ég að játa að mínar laufabrauðskökur komast ekki í hálfkvist við þessar fallega skreyttu kökur sem myndirnar eru af
Soffía (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 14:04
Gaman að heyra að þið fenguð laufabrauðskökur þrátt fyrir að stóri bró væri ekki á svæðinu...og enn yndislegra að frétta af lambahryggjunum í Helluvaði...í Mývatnssveit - bara skondið.
Hvaða óþekktarormur var það sem fór ekki í jólabaðið sitt - best að vara sig á þeim kauða þegar hann kemur allllla leið hingað til Helluvaðs að setja í skóinn hjá okkar piltum.
Stórt jólaknús fyrir sendinguna - bæði fallegt og svo hlökkum við til að smakka herlegheitin -
Ása og drengene í DK
Ása og strákarni í Helluvaði...í Danmörku (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 22:42
Úff... mínar laufabrauðskökur eru yfirleitt með "húsbóndaskurði" þ.e þessum þremur hefðbundnu röndum. En þessar eru dýrðlegar!
Mikið var gaman að lesa þennan pistil. þú ert svo mikið jólabarn Júlli minn :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 14.12.2008 kl. 21:01
Bergljót Hreinsdóttir, 16.12.2008 kl. 17:29
Já þetta var alveg sérdeilis magnaður dagur.
Kveðja
Snæbjörn
Snæbjörn Ingi Ingólfsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.