Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Verð að vera heiðarlegur...

sheldon_bloodline Þegar ég var í vinna með öldruðum í nokkuð mörg ár, sá ég meðal annars um bókavagn. Nokkrir af viðskiptavinum hans voru sólgnir í bækur " Sidneys Sheldon" Þannig að ég hef handfjatlað þær margar, en ekki lesið þær og hef ekki áhuga á því. Einhverra hluta vegna þá var Sidney Sheldon kona langt fram eftir aldri hjá mér, ég fékk semsagt fyrir stuttu vitneskju um að "hún" væri "hann" ekki það að það breyti neinu....en mér liður betur eftir að hafa uppljóstrað fáfræði minni  hér....og nú má byrja að hlæja...hann (hláturinn) lengir lífið.

P.s Blessuð sé minning "HANS"
mbl.is Sidney Sheldon látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir allan peninginn !

Við getum verið stolt af strákunum "okkar" þeir stóðu sig vel og þessi leikur gat endað allavegana, og það er einmitt það sem gerir handboltann svona spennandi...jafnir leikir, sem geta farið allavegana....þjóðin horfði öll á leikinn í gær...svona næstum . Nú eru það Rússarnir svo við fáum að spila um 5 sætið og það yrði nú aldeilsi frábær árangur. Maður borgar með glöðu geði afnotagjöld Rúv þennan og næstu mánuðina því þessi leikur var " Fyrir allan peninginn" 
mbl.is Draumurinn úti í Hamborg - Danir sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennan var gífurleg er ég varð ær....

segir í texta að mig minnir hjá Halla og Ladda. Nú er klukkan 19.00 og leikurinn er að hefjast. Ég er bjartsýnn spá mín fyrir leiki dagsins hefur staðist og ég á ekki von áöðru en að hún haldi því áfram.

Verum bjartsýn, höfum gaman, þetta verður erfitt og það verður gaman gaman - Áfram ísland.


Dásamlegt.

Þetta eru góðar fréttir þau eru alveg frábær sitt í hvoru lagi en saman eru þau dásemdin ein. Til hamingju Rás 2 og til hamingju Ísland.
mbl.is Guðrún og Felix á Rás 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturlaðist í bankanum og henti sér í gólfið....

White%20Suited%20man%20on%20garage%20floor%20-%20Lot%206%208x12%20300%20dpiToyotan hans Stebba bilaði á laugardaginn, hægri aftur demparinn gaf sig. Löggan var á verkstæðinu og skutlaði honum heim. Hjón sem eiga bústað í Grímsnesinu gátu ekki borgað af láninu af honum, leitað verður sátta eftir helgi. Stífla kom í handlaug í Breiðholtinu, handlaugin skemmdist ekki er vitað hvaða pípari kom á staðinn.

Ég veit það ekki ég skil aldrei slíkar fréttir, "Bíll rispaður" á Djúpavogi...er þá ekki ansi margt annað sem mætti segja frá samanber bullið í mér hér að ofan. Fólk er örugglega oft reitt þegar það þarf að greiða himinháa vexti og annað rugl í bankanum...maður ætti kannski að brjálast og henda sér í gólfið í von um að maður slyppi við að borga......og kæmi það í fréttum.


mbl.is Reiddist er greiða átti fyrir leigubíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danskt bráðaofnæmi...

Það er alveg eðlilegt að svona gerist, Roland er ekki búinn að vera allt sitt líf á Íslandi eins og flestir hinir  leikmennirnir og er þar af leiðandi ekki búinn að koma sér upp mótefni fyri Dönunum. Roland Valur verður klár í næstu leiki  Smile ...og Hreiðar rúllar þessu upp í dag.. - Áfram ísland
mbl.is Roland með ofnæmi og leikur vart gegn Dönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiddi Sekkur veit ekki neitt um handbolta.

Það er gott að til eru svona menn eins og þessi Þýski "Fiddi Sekkur" (lausleg Þýðing) svona skrif hjálpa okkur. En hann veit ekki það sem við vitum.
Ísland vinnur Danmörk, Frakkar vinna Króata, Þjóðverjar vinna Spán og Pólverja vinna Rússa, Þjóðverjar vinna Frakka og við vinnum Pólverja....og úrslitum mætast Ísland  og Þýskaland .....Oleih oleh oleh...- Áfram ísland.

mbl.is Íslendingar með lakasta en skemmtilegasta liðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍS-lendingar vinna

Þetta er mjög skýrt....þetta eru marsbúar sem ætluðu að þruma þessum ís á Danina sem hafa verið að þusa um að þeir vinni handboltaleikinn við okkur íslendinga..þeir rugluðust því að á radarnum kom fram að þarna væri Dani á ferð...sem reyndist rétt þetta var Dani á Ford Mustanginum...en málið var að hann veit ekkert um handbolta, veit ekki að íslendingar eru SVALIR í boltanum, en það vita marsbúarnir og sendingin á að sýna dönum að það eru Ís - lendingar sem taka danina í bakaríið - Áfram ísland


mbl.is Ísklumpur af himnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Frekar leitt" !

Mér finnst þessi yfirlýsing Guðjóns Arnars lýsa því að hann sé feginn að hún (Margrét) skyldi taka þessa afstöðu. En eins og hann segir vill hann bíða með frekari yfirlýsingar.


mbl.is Guðjón Arnar: Frekar leitt að Margrét skyldi taka þessa afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðaför helgarinnar

Þá er það orðið ljóst sem sennilega flestir höfðu áttað sig á að Margrét Sverrisdóttir myndi yfirgefa  Frjálslynda flokkinn og um leið er hugsanlega önnur af tveimur til þremur stórfréttum úr pólitíkinni komin orðin að veruleika í þessari viku líkt og ég hafði minnst á hér á bloggi mínu. Mér finnst dálitið undarlegt að "vanir menn" í pólitíkinni vanmeti manneskju eins og Margréti, ég tel að þeir félagar sem eru við stjórnvölinn hjá FF hafi gert það og að um helgina hafi þeir verið í jarðaför Frjálslynda flokksins.....meira síðar.
mbl.is Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband