Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Það gætu liðið 10 ár þar til að við fáum annað eins tækifæri á að komast í úrslitaleik HM,
segir hinn danski sérfræðingur Per "skurðlæknir" Skarupp. Við látum þetta ekki rætast, við förum ekki að tapa fyrir Dönum, það gengur ekki upp. Ég er þess fullviss að Íslenska liðið er meira en tilbúið í þennan leik á morgun og koma gjörsamlega dýrvitlausir til leiks - Munum öll að trúa því að við sigrum þá...ég get ekki beðið ég er svo spenntur. Áfram ísland.
HM: Fyrrum Framarinn Per Skaarup hrósar íslenska liðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Mánudagur, 29. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
DANSKT PÓLSKT OG ÞÝSKT.
Nú skora á alla íslendinga að vera bjartsýnir, jákvæðir og umfram allt að hafa gaman af því sem koma skal í handboltanum. Við þurfum að mínu mati að vinna þessi 3 lið Danmörk, Pólland, og Þjóðverja og við eigum það svo sannarlega inni. Höfum ekki náð að vinna þau undanfarið, jafntefli við Dani rétt fyrir HM og síðan tap fyrir hinum tveimur Pólverjum og Þjóðverjum. Spá mín er að Pólverjar vinni Rússa og síðan spilum við við Þjóðverja í úrslitunum...einhver spyr kannski hvað með Króatana...Frakkar vinna þá...og ég held að Þjóðverjar séu að toppa og ná sér á gríðarlegt flug á heimavelli, en tapa síðan einum leik.
Höfum gaman af þessu, verum bjartsýn og trúum þvi að við vinnum Danina og þá verður BARA gaman. Áfram ísland - Áfram ísland.
Danir eru mjög sigurvissir í fjölmiðlum eftir að kom í ljós við hverja þeira spila á morgun. Látum danina ekki vinna...tökum þá í bakaríið í handboltanum, stelum hafmeyjunni og setjum hana á miðja Reykjavíkurtjörn og áður en þeir fatta nokkuð erum við orðnir heimsmeistarar og þeir Hafmeyjulausir.
Danir verða mótherjar Íslands í 8-liða úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Mánudagur, 29. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kolbrún Stefánsdóttir kjörin ritari Frjálslynda flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Sunnudagur, 28. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ísland í fyrsta, öðru eða þriðja sæti? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Sunnudagur, 28. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pólland vann Túnis og úrslit í riðlinum ráðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Sunnudagur, 28. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekki annað hægt að segja en að Leikfélag Akureyrar standi vel að vígi er kemur að leikritavali. L.A hefur sýnt hvern hittarann á fætur öðrum og tel ég það ansi líklegt að aðsóknin minnki ekki við nýjasta verk félagsins Svartan kött eftir Martin McDonagh. Að vísu má leiða hugann að því hvort að það sé góð hugmynd gagnvart viðkvæmum leikhúsgestum að setja upp setja upp tvisvar í röð (Herra Kolbert) blóðug verk með svörtum húmor, svo að ég vitni í eldri konu sem sat rétt hjá mér á frumsýningunni laugardagskvöldið 20. janúar s.l. En aftur á móti er þetta veisla fyrir hina. Sýningin var sérstök hátíðarfrumsýning, þennan dag fyrir 100 árum var fyrsta leikritið sýnt í samkomuhúsinu. Af því tilefni rúlluðu myndir úr gömlum verkum L.A á skjávarpa á leikhúsbarnum. Svartur köttur er 286. uppsetning Leikfélagsins.
Þetta hófst allt með því að dauður köttur fannst á veginum kötturinn var eini vinur Patreks í öllum heiminum. Hann leitar hefnda, Maired leitar að ástinni, allir leita að Patreki nema Davey sem leitar að leið út úr klandrinu. Hér sjáum við sögu úr klikkuðum írskum heimi tilefnislausra ofbeldisverka.
Leikhópurinn í Svörtum ketti er blanda af nýjum leikurum og minna reyndum. En það er reynsluboltinn Þráinn Karlsson sem er stórkostlegur og töff í sýningunni, hann leikur hlutverk Donny föður illmennisins Patreks algjörlega óaðfinnanlega, hann sýnir á sér nýja hlið og þetta er með því allra besta sem að ég hef séð til hans. Múnderingin á honum er slík að enginn má láta hana fram hjá sér fara. Guðjón Davíð Karlsson í hlutverki Davey er frábær leikari og gerir mjög vel en mér fannst að ég hafi séð þetta áður. Ívar Örn Sverrisson í hlutverki Patreks var ekki nógu ógnandi heilt yfir og ýmsar hreyfingar t.d með byssurnar sem eiga eftir að slípast betur. Þóra Karitas í hlutverki Mairead þreytir hér frumraun sína í atvinnuleikhúsi er sjarmerandi og áhugaverð leikkona, hún svífur um sviðið, skilar sínu vel en þarf að gæta að framsögn. Krimmatríóið leika Páll Sigþór Pálsson sem ég hef ekki séð áður, hann kostulegur, fyndinn og eftirminnilegur, Ólafur Steinn Ingunnarson er alveg frábær og með þeim betri í sýningunni, Gísli Pétur Hinriksson geri vel en á eitthvað inni.
Hljómsveitin SKE sér um tónlistina í verkinu og gera þeir þetta næstum því uppá tíu, hún hæfir vel og er eftirminnileg, leikmynd og búningar eru í höndum Filipíu Elísdóttur, búningarnir eru óaðfinnanlegir, og leikmyndin er mjög góð, maður dettur inn í hana og skemmtilegt hvað maður upplifði stemmninguna vel t.d á efri hæðinni, Lýsingin er í höndum Þórðar Orra Pétursonar sem er með þeim bestu og það er allt sem segja þarf.
Svartur Köttur er blóðugt gamanleikrit, sýningin er töff, dálítið brjálæðisleg og dökkur húmorinn svífur yfir vötnum. Enn og aftur minnist ég á það að það eru forréttindi fyrir okkur hér á norðurhjaranum að hafa framsækið leikhús í slíkum klassa. Frumsýningin gekk ágætlega en þegar nokkur smá atriði verða búin að slípast þá er ekki spurning að hér er leikrit sem á eftir að ganga vel. Það er ljóst að Magnús Geir er að \gera vel, leikstjórnin er öguð og örugg, kannski hefði þurft tvo til þrjá daga í viðbót en þeir koma.
Ef þú ert hrifinn af Q Tarantino, svörtum húmor eða góðu leikhúsi yfirleitt tryggðu þér miða strax, þig gæti langað aftur.
Myndbandsbrot úr verkinu
*Þessi gagnrýni mín birtist fyrst á Degi - www.dagur.net
Bloggar | Laugardagur, 27. janúar 2007 (breytt kl. 11:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Bílnum var ekið um Reykjavík, Kópavog og Garðabæ, sem áður voru aðskilin lögregluembætti, og segir Geir Jón engan vafa leika á því að sameining þessara lögregluembætta hafi gert sitt gagn í aðstæðunum, þótt hann bendi á að sameiginlegt fjarskiptakerfi lögreglunnar milli embætta hafi áður verið komið í gagnið. "En stjórnunin á verkefninu varð sannarlega til þess að einungis var unnið samkvæmt einu verkferli hjá nýja embættinu. Það skipti sköpum."
Hefðu þetta verið mörg verkferli áður ? Er t.d lögreglan á Akranesi með í sameiginlegu fjarskiptakerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu núna ? Í sinni einfeldni hélt maður að allar löggur væru í einum pakka, allir á sömu rásinni og það allt.
Það var líka gott að heyra að það hafi aldrei þurft að nota naglamotturnar.......allavega ekki til að stöðva ökuníðinga eða aðra glæpamenn.
Drógu fram naglamottur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Laugardagur, 27. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mældist á 199 km hraða á Reykjanesbrautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Laugardagur, 27. janúar 2007 (breytt kl. 09:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Föstudagur, 26. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Alfreð: Leikurinn við Slóvena verður að vinnast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Föstudagur, 26. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir