Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Knúsum gamla fólkið.

Big-Mustard-Hug-Limited-Edition-C12232221"Almennilegt faðmlag getur dregið úr hættu á hjartasjúkdómum, að því er ný bandarísk rannsókn sýnir. "

Gott að heyra niðurstöður úr þessari könnun en ég tel að það þurfi nú ekki hana til að átta sig á að knús eða gott opið faðmlag er allra meina bót. Við gerum of lítið af því að knúsast. Vinnustaðir ættu að taka uppá því að setja knús sem fasta reglu að morgni, þeir sem eru á atvinnuleysisskrá gætu kannski verið  í Kringlunni og boðið upp á knús fyrir alla. Við meigum ekki láta tal um kynferðislega áreitni og þess háttar hafa áhrif á okkur. Ég legg hér með til að einu sinni í mánuði sé knúsdagur á íslandi og hann sé merktur inná dagatalið sem slíkur. T.d þegar þú kemur í búðina þá færðu knús og tannlæknirinn þinn knúsar þig ( Áður en hann pínir þig og rænir þig aleigunni). En umfram allt eigum við að vera dugleg við að knúsa börnin okkar stór og smá. Ég vann í tæp 20 ár með öldruðum og þar kemur berlega í ljós að öldruðum vantar oft ekkert nema knús, gott faðmlag, snerting og hlýleg nærvera er nauðsynleg, betra og árángursríkara heldur en lyf í miklu magnir. Knúsum alla í dag og munum sérstaklega eftir öldruðum....um leið og þú ert búinn að lesa þetta skaltu fara og knúsa einhvern....og bentu vinum þínum á að gera slíkt hið sama.

mbl.is Knús er hollt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spáin gekk ekki alveg eftir

Þá er Óskar búin að létta leyndinni af eigendum sínum. Í gær setti ég inn bjartsýna spá sem gekk nú ekki alveg eftir, en samt ekki alveg ónýt. Þetta var dálítið mikið eftir bókinni í nótt en samt sanngjarnt.
mbl.is Scorsese fékk loks Óskarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskar litla ungfrúin sólskins.

oscarÍ kvöld verða Óskarsverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í 79 sinn. Ég er þess fullviss og spái að Litla ungfrú sólskin standi uppúr og verði sigurvegari kvöldsins.

Spáin mín er svona:
Besta mynd : Litla ungfrú Sólskin.
Leikstjóri: Alejandro Gonzales - Babel.
Karl - Aðal: Forest Whittaker - Síðasti konungur Skotlands. Rétt
Kona - Aðal:  Helen Mirren - Drottningin. Rétt
Karl - Auka: Alan Arkan - Litla ungfrú sólskin. Rétt
Kona - Auka: Abigail Brslin - Litla ungfrú sólskin.
Handrit: Michael Arndt - Litla ungfrú sólskin. Rétt
Teiknimynd: Happy feet. Rétt


Fréttalisti vikunnar.

Hefur þessi vika verið frétta eða ekki fréttavika ?

Grænmeti vikunnar :  Kartöflur.
Meindýr vikunnar: kartöflumús.
Golfklúbbur vikunnar: Liverpool.
Meðferð vikunnar: Klippingin á Britney.
Ráðstefnusalur vikunnar : Súlnasalur.
Hugleysingi vikunnar : Nafnlausi bréfritarinn.
Hjólaklúbbur vikunnar: Ekki Vinstri grænir.
Klám vikunnar: Guðni Landbúnarráðherra á forsíðu Blaðsins.
Landabrugg vikunnar: Reykjanesbær.
Eyvindur vikunnar : Halla Vilhjálms.
Rauðhaus vikunnar: Eiríkur Hauksson.
Saltkjöt vikunnar: Skógarhólakjötið.
Skógur vikunnar: Heiðmörk.
Bolla vikunnar: Ronaldhino.
Öskudagsbúningur vikunnar: Héraðsdómarabúningurin.


Ofbeldisfull börn

clownBernd Kalster, trúður við fjölleikahús í Leipzig, sparkaði í 12 ára dreng á sýningu fjölleikahússins af því drengurinn fleygði í hann sælgætisboxi. Kalster, sem er 47 ára, heldur því fram að hann hafi verið að verja sig.  Trúður eða ekki trúður, menn sparka ekki í börn. En þessi drengur var sosem ekkert smábarn, hann var 12 ára. Þessi frétt hefði allt eins getað verið um ofebeldisfullan dreng....hann henti nammi í trúð...svo var trúðurinn kannski bara að grínast...er það ekki þeirra djobb. Oft er spurt þegar fátt er um svörPinch


mbl.is Trúður sparkaði í 12 ára dreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalt haf.

Ætli að honum hafi ekki fundist Atlantshafið kalt...? W00t
mbl.is Svíar svipta hulunni af dönskum konunglegum manndómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja spáin mín.

Skáletrað ritaði ég um miðjan janúar þegar það voru miklar umræður um ný framboð og þá setti ég þessa spá inn til gamans miðað við umræður og andrúmsloft á þeim tíma. Nú ætla ég að gera slíkt hið sama með sömu formerkjum ásamt umræðu í kring um mig í vikunni.

" Áður en lengra er haldið ber þess að geta að undirritaður er óflokksbundinn og óháður...og óákveðinn hvar hans mikilvæga atkvæði lendir (Öll atkvæði eru mikilvæg) Tölurnar duttu bara svona inn....og bara til gamans gert og svo er að bíða og sjá.

Sjálfstæðisflokkur 33 %
Samfylking 26%
Vinstri Grænir 17%
Framsóknarflokkur 10%
Frjálslyndir 7%
Framtíðarlandið 4 %
Framboð aldraðra og öryrkja 3 %"

Febrúar spá. 

Sjálfstæðisflokkur 32 %
Samfylking 29%
Vinstri Grænir 22%
Framsóknarflokkur 13%
Frjálslyndir 4%


mbl.is Fylgi VG og Samfylkingar mælist álíka mikið í nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið á Dalvík og gott skíðafæri

Rétt að koma þessu á framfæri af því að ég sá þessa frétt um að opið væri í Hlíðarfjalli. Um síðustu helgi var svo hvasst í Hlíðarfjalli að þar var lokað, en í þessari átt er gott veður á Dalvík enda var ótrúlegur fjöldi á skíðum þar. Í dag á  Dalvík er gott veður, hvítt yfir öllu og sést til sólar.
mbl.is Opið í Hlíðarfjalli og gott skíðafæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bökunarkartafla...ohh my goood.

rat Nú er heldur betur farið að færast fjör í leikinn. Einhver dúddi í N.Y photoshoppaði bökunarkartöflu sem datt í gólfið á KFC - Taco Bell í New York og breytti henni í rottu. - Kemst upp um kauða ?Bandit eða náðist rottan ? AlienVonandi verður eitthvað nánar um málið í Ísland í dag í kvöld. Fylgist með frá byrjun.


mbl.is Rottur bregða á leik á veitingastað í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feitar fyrirsagnir á föstudegi.

Vangaveltur á föstudegi um fyrirsagnir. Ef við tökum nokkrar fyrirsagnir af fréttum í Mbl.is í dag og veltum fyrir okkur hvort greinarhöfundar hafi velt fyrir sér öðrum fyrirsögnun en kannski ekki þorað. Tökum dæmi.Smile

"Reykjanesbær sýknaður af kröfum vegna landakaupa":
Landafyllerí í Reykjanesbæ úr böndunum en bærinn sýknaður.

"Ronaldhino í barráttu við aukakílóin"
Feita svínið klúðraði leiknum gegn Liverpool

"Slátrun hætt á Króksfjarðanesi"
Hannibal Lecter fluttur frá Króksfjarðarnesi.

"Ómögulegt að flokka ferðamenn"
Marel frumsýnir nýjan ferðamannaflokkara

"Daniel Baldvin edrú í 92 daga"
Baldvin bróðirinn er hænuhaus

"Fæddu börn í sjúkrabílum vegna ófærðar í Danmörku"
Danir graðir í snjókomunni.Whistling



mbl.is Á Ronaldinho í baráttu við aukakílóin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband