Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Brókarlaus með Óskari.

 Ja hérna...þetta er fréttnæmt þykir mér...var þetta af því að húin er orðin gömul og gleyminSideways og gleymdi hreinlega að fara í brókina eða af því að það er oft svo heitt á svona samkomumW00t eða átti hún kannski ekki hreina brók......eða það sem er líklegt...Stal einhver strengum. Hvað sem það nú er þá er það jafnmikilvægt fyrir okkur að vita það eins og að við þurftum að vita að hún væri brókarlaus....ég er hissa að Óskar hafi þorað að fara með henni miðað við ástandið.Whistling

 "Leikkonan Helen Mirren var ekki í nærbuxum þegar hún tók við Óskarsverðlaununum fyrir bestan leik kvenna í aðalhlutverki, fyrir leik sinn í The Queen eða Drottningunni. Þessu sagði hún frá í spjallþætti Opruh Winfrey. "

g-string


mbl.is Nærhaldið fjarri á Óskarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gott að búa í Grafarvogi !

Gunnar er alltaf að grafa eitthvað, þetta er grafalvarlegtGrin. Það er kannski orðið svona lítið af rafmagni í Kópavogi, sennilega allir hættir að vera í stuði. Kannski var ástæðan fyrir risaskurðunum í Heiðmörk sú að Gunnar ætli að veita vatni eftir þeim og virkja...Nýjasta slagorðið hans Gunnars ætti að vera ...Það er gott að búa í Grafarvogi.Woundering


mbl.is Rafmagnslaust í hluta Kópavogs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Grétu.

Okkur rennur til rifja að sjá þetta fallega hús sem er orðið menningarverðmæti, grotna svona niður," segir Margrét Tryggvadóttir, forystumaður í Leikfélagi Rangæinga"

Þetta líst mér vel á hjá henni Grétu vinkonu  minni og hvet alla til þess að styðja þetta verðuga málefni. Við höfum horft á alltof mörg húsm/menningarverðmæti grotna niður á landinu. Menn verða nú heldur ekki sviknir af því að fara að njóta leiklistar hjá Grétu og félögum í Leikfélagi Rangæinga.


mbl.is Rennur til rifja að sjá húsið grotna niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldar útspil ?

Þegar eitthvað stendur til, þá eru íslendingar dálítið þannig að þeim finnst skemmtilegra ef að það eru margir í partýinu og mikið um að vera. Þessi helgi 13-14. apríl gæti orðið spennandi fyrir áhugamenn um pólitík. Kannski er þetta útspil Samfylkingarinnar algjör snilld og að öllum líkindum þaulhugsað. Andinn er einhvern veginn þannig að ég tel að það verði meira um að vera hjá Samfylkingunni og fjölmiðlar veiti þeirra fundi meiri athygli en hjá Sjálfstæðisflokknum og þar af leiðandi er þetta útspil gert til þess að þeir fái minni umfjöllun stuttu fyrir kosningar....kannski er þetta langsótt en samkvæmt götubylgjunni og síðustu skoðankönnunum er Samfó að hysja upp um sig brækurnar og það langt upp fyrir nafla...snilldar útspil ?  Oft er spurt þegar fátt er um svör.Shocking
mbl.is „Var eina helgin sem var laus"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pirrandi Scooter

Ef rétt er að Scooter hafi verið í útvarpinu, þá þarf að spila hann hátt en aftur á móti er hann ærandi fyrir þá sem ekki fíla hann og og þá geta þeir alls ekki hlustað hátt...en það er líka bannað að klípa og klóra...bara svo það sé á hreinu.



"Kona um fimmtugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd til að greiða 180 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og leigubílstjóra 100 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta fyrir að hafa klórað leigubílstjórann í andlitið og rispað. Ástæða árásarinnar er sú að leigubílstjórinn neitaði " mbl.is.


mbl.is Réðst á leigubílstjóra sem neitaði að lækka í útvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á undanum Mogganum

Gaman þegar maður getur verið á undan Mogganum með frétt......sjá síðustu 2 færslurGrin
mbl.is Sparisjóður Svarfdæla kostar byggingu menningarhúss á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt - Menningarhús að gjöf.

Þá er komið í ljós hvað var um að vera í Ráðhúsinu hér á Dalvík. Sparisjóður Svarfdæla var að tilkynna að hann væri að kosta byggingu 700 fermetra ja...nokkurskonar Menningarhús á Ráðhúslóðinni, þar yrði pláss fyrir bóka og hérðasskjalasafn, tónlistarsalur/fjölnotasalur, kaffihús, upplýsingamiðstöð og fleira. Um leið tilkynnti Sparisjóðurinn metafkomu fyrir árið 2006 eða rúmlega 900 milljónir í hagnað og ákváðu því að leyfa íbúunum að njóta hluta gróðans....nánar um þetta á www.dagur.net

 


Nýtt - Eitthvað að gerast...fylgist með

10.55
Ég sit hér á þriðjuhæðinni á skrifstofunni minni á Dalvík og sé fullt af fjölmiðlamönnum út um gluggann á Ráðhúslóðinni, Rúv, Stöð 2, blaðamenn. Ég hef ekki hugmynd hvað er að gerast, en það er verið að mynda og nú sé ég að þeir hverfa allir inn í Ráðhúsið....ég mun fara á stúfana og afla frétta....fylgist með.

11.23.  Fjölmiðlaskarinn og fleiri eru enn inni í Ráðhúsinu..það eina sem ég hef komist að er að það sé verið að tilkynna eitthvað stórt....þeir hljóta að fara drattast út....

Þetta eru góðar fréttir.

Mér finnst frábært að það eigi að gera kvikmynd um sögu Thelmu Ásdísardóttur. Það heldur málefninu vakandi sem ekki veitir af, það gefur fólki úti í heimi kraft til þess að segja frá og brjótast út úr myrkrinu og leita sér hjálpar og síðast en ekki síst gæti þetta orðið áhugaverð og afar áhrifarík kvikmynd sem byggð er á sönnum atburðum.
mbl.is Samið um sögu Thelmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagnaður og hvað ?

Það eru endalausar fréttir af hagnaði þessa dagana. Í dag hjá Íslandspósti og Sorpu....svo sé nú ekki minnst á bankana. Ég skipti heilmikið við Íslandspóst, ég man ekki eftir því að hafa fengið afslátt, ég er að borga helling fyrir að senda einn ræfils pakka. Er ekki hægt að lækka verð á póstsendingum ? Í flestum tilfellum er þessi hagnaður okkur að þakka eða kenna og sjaldnast fáum við að njóta hagnaðarins. Það erum við sem að í raun stjórnum þessu öllu með því að taka þátt í vitleysunni, við borgum vextina steinþegjandi og hljóðalaust hjá bönkunum og verðum auðmjúk og þakklát ef þeir láta okkur fá yfirdráttarheimild. Er ekki eitthvað að ? Oft er spurt þegar fátt er um svör? Crying
mbl.is Hagnaður Íslandspósts 240 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband