Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Kofaportið

Gott að heyra að það sé búið að bjarga Kolaportinu fyrir horn. Kolaportið er að vísu ekki svipur hjá sjón í dag miðað við á upphaflega staðnum í bílageymslunni. Þar voru alvörusbílskúrssölur og mikið um að fólk væri að selja dótið sitt úr geymslunni á góðu verði. Í dag er of mikið af nokkurskonar lager og innfluttu dóti sem er bara ekkert ódýrt. Það hefði líka verið hægt að opna svona port á Laugavegi 4-6 þar sem að borgin á nú húsin....það hefði bara þurft að breyta nafni pínulítið....Kofaportið.


mbl.is Viljayfirlýsing um Kolaportið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur bara ekki einhver.....

........bankinn sem var að græða einhverja milljarða reddað borginni smá aur ef að þarf að kaupa fleiri kofa á góðu verði. Svo að "Leirkarlarnir" í minni og meirihlutanum í Sirkusborginni Reykjavík geti haldið áfram að skapa skemmtilegt efni fyrir Spaugstofuna.


mbl.is Segir borgarsjóð tapa hálfum milljarði á Laugavegshúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úbbbbsss

Gleymdi henni þessari í tilraun dagsins. Pósturinn sem kemur til mín er alltaf stundvís og á réttum tíma. Í dag er hann ekki kominn, ætli það sé veðrið eða eru allir sem bera út pósti á fundi hjá sáttasemjara. Ok spyr sá er ekki veit...eru bréfberar ekki í póstmannafélaginu ? Ég veit ekki , kannski er það bara veðrið...enda er þetta allt í lagi, það er handklæði í bréfalúgunni minni og ég nenni ekki að opna einhver glugga bréf í dag þannig að mér er slétt sama.

P.s vonandi kemur pósturinn á morgun....ég er svo forvitinn, það er alltaf eitthvað skemmtilegt innan umSmile

 

Þetta blogg er partur af " Tilraun dagsins"


mbl.is Annar fundur í póstmannadeilunni á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirtækið Síminn.

telemarketing-call-copyright2 Ansi magnað fyrirtæki þetta sem heitir Síminn. Hvernig var nú með þetta eftir söluna á Símanum, átti ekki að bæta sambandið við um landið. Sá sem trúði því að það yrði gert allstaðar og fljótt er pínulítill bjáni. Nei við skulum bara halda áfram að borga reikninga okkar hjá Símanum, háa sem háa og njóta þjónustunnar.

Ég bý á Dalvík og er búinn að fá 3 símhringingar undanfarið, þar sem að starfsfólk Símans er að bjóða mér þjónustu sem er ekki í boði hér. Eitt er það að þjónustan sé ekki hér en annað er að mér sé boðin hún símleiðis og með bæklingum í hverjum mánuði.

mbl.is Einstök heppni að ná sambandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál.

Þetta er góð frétt. Það gleður mig alltaf þegar við íslendingar tökum þátt í svona verkefnum. Við höfum efni á því, við höfum viljann og einnig mikla kunnáttu. Nú er bara að skella sér út og ég gæti skipulagt Fiskidaginn litla í þessum fiskimannasamfélögum. Smile Áfram Ísland.


Þetta blogg er partur af
mbl.is Þróunarsamvinnustofnun afhendir þjónustumiðstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vænta snjóa máttu mest

Nú styttist í 2. febrúar (Góður dagurWizard) sem er n.k laugardag þá er Kyndilmessa og samkvæmt vísunni þá er ágætt að huga að veðrinu þann daginn.

Ef í heiði sólin sést
á sjálfa kyndilmessu,
vænta snjóa máttu mest
maður upp frá þessu

 (Sumur segja það eigi að vera sest , en ekki sést , og gerir það nokkurn mun.)

Þetta blogg er partur af
mbl.is Enn vonskuveður víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóræningjaflóa menn finna ný mið.

Miðað við undanfarnar aðgerðir þegar hinum og þessum "sjóræningavefjum" hefur verið lokað þá á ég ekki von á því að þetta hafi áhrif á tugþúsundir manna um allan heim sem stunda þessa iðju að "Downloda" eða hlaða niður ólöglegu/löglegu efni af slíkum vefjum. Þeir finna annan eins og skot og ef þeir finna hann ekki, þá er hann bara búinn til.

Þetta blogg er partur af " Tilraun dagsins"
mbl.is Umsjónarmenn Pirate Bay ákærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þýðir ekki að gefast upp

Þökk sé Rúnu Danmerkurdrottningu að tilraunin heldur áfram...ég var við það að gefast upp er hvatningin kom ...alla leið frá Danmörku.

É sting uppá því að Ingibjörg Sólrún skipuleggji viðskiptahindrunarhlaup fyrir næstu menningarnóttWhistling


Þetta blogg er partur af " Tilraun dagsins"
mbl.is Krónan að verða viðskiptahindrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við það að gefast upp.

too-tired

Úff ég er við það að gefast upp á tilrauninni. Þeir mbl.is menn eru svo duglegir að setja inn fréttir. Þetta hvarflaði ekki að mér. Er þetta alltaf svona....?

Kannski en maður tekur bara betur eftir  þessu vegna hinnar miklu og útpældu stórhríðartilraunar minnar í dag.



Þetta blogg er partur af " Tilraun dagsins"

 

 


mbl.is Olmert telur sig hreinsaðan siðferðislega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár á tveimur klukkutímum

Það er stundum tala um í gríni að fólk sem giftir sig sé að svipta sig sjálfsforræði. En það á ekki við um hana Britney sem á orðið þrjár fréttir á mbl.is á tveimur tímum í dag....hún fer að toppa Ólaf F frá því um daginn...en gott í bili. Við bíðum spennt eftir fleiri fréttum af þessu málið síðar í dag...kannski fyrr en okkur grunar....Áfram Ísland

Þetta blogg er partur af " Tilraun dagsins"
mbl.is Britney svipt sjálfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband