Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
S.l laugadag fórum við fjölskyldan í jólatúr í Mývatnssveitina. Góðir vinir okkar voru komnir í úr borg kreppu og mótmæla til að finna jólafriðinn á norðurlandi. Við fórum um miðjan daginn í Dimmuborgir og hittum þar tvo alvörusveina sem voru skemmtilegir og höfðu frá mörgu að segja. því næst fórum við í stutta heimsókn til Ólafar í Vogafjósi og þar var fullt út úr dyrum, það var skemmtilegt að koma þar inn og finna matarilminn í bland við fjósalyktina. Næsti viðkomustaður var Mývatnsstofa þar var verið að skera laufabrauð og steikja, krakkar að spila jólalög á hljóðfærin sín. Öllum var boðið uppá kakó, smákökur og kleinur og að skera eina laufabrauðsköku án endurgjalds. Það voru eldri konur að handskera kökur þarna og eins og m.a má sjá á myndunum sem fylgja hér með þá eru þetta fallegustu laufabrauðskökur sem ég hef augum litið og ljóst að Mývetningar eiga fá sína líka í þeim efnum. Það var tekið afar vel á móti okkur og allir svo gestrisnir og stemningin ljúf. Nú var komið að hinu árlega jólabaði jólasveinanna í jarðböðunum, það var ansi skemmtilegt að líta á þessa uppákomu, allir jólasveinarnir mættir og fóru allir í baðið nema einn og það sem meira er að þeir fóru í ullarnærfötunum útí. Nú hljóp á snærið fyrir okkur, vinur okkar er frá Helluvaði í Mývatnssveit og okkur var boðið í lambahrygg og meððí, það var erfitt að fara að neita lamahrygg í sveitasælunni. Þetta var góð kvöldstund og frábær matur á Helluvaði, eins og sjá má á myndinni hér til hliðar þá dugðu nú ekki minna ein tvö stk. hryggir ofan í mannskapinn. Nú var komið að því að keyra heim til Dalvíkur, það var fallegt, stjörnubjart og jólalegt, er við nálguðumst Akureyri var klukkan að verða hálf tíu og enn voru c.a. 30 mín eftir af opnunartíma Jólagarðsins í Eyjafjarðarsveit, þannig að nú var tekin ákvörðun að halda áfram jólaför okkar þó svo að börnin væru sofnuð og komið væri langt fram ám kvöld. Það var ljúft að skoða sig um, setjast niður og spjalla við Benna í Jólagarðinum, þægileg tónlist, fallegar vörur og gott jólaandinn á sveimi. Rétt fyrir lokun og áður en að við fórum jólaskreytingarrúnt um Akureyri, fengum við að bragða á hangilærinu tvíreykta sem hékk uppi hjá Benna mmmmmmm
Það sofnuðu allir fljótt er heim var komið og eflaust hafa draumarnir snúist um mat og jólasveina.
Matur og drykkur | Þriðjudagur, 9. desember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
....og eins dásamlegt og hráefnið sem stolið var er það jafn ódásamlegt að stela...stundum er bara nóg að spyrja má ég fá smá Humar ?.... .það er nefnilega þannig að stolinn fiskur bragðast ekki eins vel og keyptur fiskur ( Stolinn og skæld setning frá Mikka ref) Humar, Skata og hámeri....hmmmmm hann gæti verið sælkeri þessi þjófur. Ég skora á hann að skila þessu verðmæti, svo að heiðarlegt fólk geti keypt sér í soðið og það gæti t.d fengið úrvalsuppskriftir í matreiðslubókinni "Meistarinn og áhugamaðurinn"
Stal skötu, humri og hámeri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Þriðjudagur, 9. desember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Matarsíða áhugamannsins fékk 6 aðila í heimsókn til jólabjórsmökkunar, 8 tegundir af jólabjór sem eru allar þær tegundir sem fást í Vínbúðinni, fimm íslenskar og 3 erlendar. Smökkunin var fagmannlega unnin, við höfðum þjón sem bar bjórinn inn í númeruðum glösum eina tegund í einu. Hver og einn skrifaði sína umsögn um hverja tegund og að lokum raðaði þeim í sæti frá 1 - 8 og það glas sem lenti í fyrsta sæti fékk svo 8 stig hjá hverjum aðila og síðan koll af kolli niður i eitt stig fyrir bjórinn í áttunda sæti. Menn ræddu málin ekki mikið á meðan smakkinu stóð. Allir skiluðu sínum niðurstöðum og spennan var mikil er þjónninn upplýsti hvaða bjórar voru í smökkuninni því ekki var það gefið upp fyrirfram og svo þegar í ljós kom hvaða bjór leyndist á bakvið hvert númer. Athyglisvert var að allir sex aðilarnir reyndust hafa gefið sömu tegundinni fullt hús. En hér kemur niðurstaðan og byrja ég á sæti átta og enda á bjórnum sem lenti í fyrsta sæti með fullt hús. Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að gera þetta með þessum hætti og ég minni á að þetta er skoðun sex áhugamanna ( Rafvirki, framkvæmdastjóri, fiskverkandi, verkstjóri, sjómaður og iðnhönnuður :) ) Í lokin völdum við fallegustu miðana til gamans.
Sæti 8 - 12 stig - Jólabjór Ölvisholt ( Skjálfti)
Mjög bragðmikill með lakkrískeim, mjög dökkur, töluvert áfengisbragð, ekki mjög góður. Frekar vondur og sterkur , fínn eftir kl 5 á Sjómannadagsnótt þegar allta annað er búið. Dökkur, flatur allt i lagi að smakka einn svona einan og sér, kryddaður kanill, engifer, negull mikið eftirbragð. Jólailmur af þessum Lakkrís, kanill, negull og fleira krydd, mjög sérstakur meira eins og jóladrykkur en ekki bjór. " Gleðileg jól" fallega rauður, karamella, ávextir, og bragðmikill lakkrís.
Sæti 7 - 17 stig - Egils maltbjór
Mjög dökkur, örlítið flatur og bragðmikill, gott jafnvægi í bragði miðað við dökkan bjór. Mjög dökkur, líkur malti, eftirbragð sem mér líkar ekki. Dökkur sætur bjór. Sætur, maltaður, ekki fyrir mig en spennandi bjór. Gott bragð, maltbragð, örugglega ágætur með hangikjötinu, heldur sætur, ekki til að drekka marga í einu. Mjúkur , gott bragð, mikið og gott eftirbragð.
Sæti 6 - 20 stig - Royal Xmas hvítur
Bragðmikill, bragðgóður og þéttur, aðeins dökkleitur, mjög sætur með eplakeim, smakkast vel í fyrstu en verður væminn eftir nokkra sopa, of sætur. Fallega gullbrúnn, sérstakur, eins og hann sé líkur freyðivíni. Ferskt bragð, gos og frekar sætur. Svolítið gerbragð, sætur, lítil remma, virkar léttur, ekki fyrir minn smekk of sætur. Mjög góður, fallegur á litinn, konubjór, góður sætur drykkur. Mjúkur mildur sætur karamellu, eplakeimur.
Sæti 5 - 25 stig - Egils jólabjór
Frekar bragðdaufur, vatnsbragð, léttur og ljósleitur. Mjúkur, meðalrammur, pilsnerbragð. Bragðlítill, fínn eftir íþróttaæfingar. Bragðléttur, lítil kolsýra, nokkuð góður. Bragðlítill, léttur, ágætur til að drekka einan og sér. Ferskur, léttur mjög hlutlaus.
Sæti 3 - 4 - 29 stig - Tuborg Christmas Brew
Bragðmikill, töluvert maltbragð, þéttur áfengiskeimur. Góður, aðeins rammt eftirbragð. Dökkleitur, aðeins rammur. Góður með hangikjötinu, aðeins maltaður, rammt en gott eftirbragð, lítil kolsýra. Jólalegur, millidökkur en bragðgóður. Djúpur, maltbragð, bragðmikill, mjög góður.
Sæti 3 - 4 - 29 stig - Jólakaldi
Millidökkur og bragð góður, karamellukeimur, nokkuð góður. Rammt eftirbragð annars nokkuð góður bjór. Vont eftirbragð, fallegur á litinn. Þurrkar munninn, dökkur og örlítið rammur, ekki fyrir minn smekk en það má venjast honum við meiri smökkun, passar örugglega vel með jólamatnum. Nokkuð góður bjór, fallegur á litinn, örugglega frábær með mat, rammt eftirbragð. Góður, ferskur, karamella, mikið og gott eftirbragð.
Sæti 2 - 36 stig - Royal Xmas blár
Mjög góður og ferskur, mikil kolsýra, sem svarar sér mjög vel, góð karamella. Góður, ágætt eftir bragð, pínu rammur. Þokkalega góður, bragðmikill, dálítið sterkur, fallegur koníakslitur. Millidökkur, dálítið kolsýrður, ágætis bjór. Örlítil remma, rennur ljúflega niður, mjög góður. Mjúkur, bragðgóður en skilur ekki mikið eftir sig.
Sæti 1 - 48 stig - fullt hús - Viking jólabjór
Bragðmikill, bragðgóður og þéttur, meðalljós, alvörubjór. Mjög góður, nánast fullkominn, fallegur gullinn litur. Góður, dálítil kolsýra, ekki mikil remma, gott eftirbragð, gott að drekka hann einan og sér. Gott bjórbragð, fallegur, rennur ljúflega niður, virkilega góður bjór, mæli með honum. Góð áferð, bragðgóður, ferskur, nánast fullkominn jólabjór.
Í lokin ræddum við um miðana eða útlitið og kusum fallegustu jólabjórmiðana.
1. sæti - Viking Jólabjór
2. sæti - Egils jólabjór
3 sæti - Tuborg
4 sæti - Jólakaldi
Matur og drykkur | Miðvikudagur, 3. desember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir