Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Berjavinir er skemmtileg síða með uppskriftum, upplýsingum um berjategundir og tínslusvæði, ásamt fréttum af öllu mögulegu í tenglsum við villt ber í náttúru landsins okkar.
Næsta færsla verður frá fyrsta fundi rýnihóps Matarsíðu áhugamannsins sem var í gærkvöldi. Þar voru prófuð einstök glös frá Fastus tvö hvítvín og fleira.
Matur og drykkur | Laugardagur, 13. september 2008 (breytt kl. 11:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar ég var að vinna að bókinni "Meistarinn og áhugamaðurinn" fékk ég Framnes lánað. Framnes er gamalt lítið hús fyrir utan Dalvík sem er mjög oft myndað, flott lítið hús á flottum stað. Þennan dag vann ég að uppskrift fyrir Bláskelina/kræklinginn frá Norðurskel í Hrísey, réttin kalla ég Eyjafjarðarbláskel. Ég fékk vini mína Alla, Guðmund og bróðir minn Val með mér uppáklædda til að vera gestir í Bláskelja veislunni í og við Framnes. Eiður Máni strákurinn minn var með okkur sem aðstoðarkokkur og þjónn. Finnbogi ljósmyndari tók svo margar góðar myndir og þar sem að það birtast ekki svo margar í bókinni ákvað ég að setja nokkrar hér inn. Þetta var skemmtileg veisla á mögnuðum stað. Sigga og Bjössi í Stjörnunni, glermunir lánuðu okkur nýtt( Nýhannað) Bláskelja sett, stór skál og litlar til að borða úr sem líta út eins og skelin, magnað sett. Við drukkum Clay Station hvítvín frá Vífilfelli og San Pellegrino loftbóluvatn með.
Hér kemur síðan uppskriftin
150 gr íslenskir sveppir
200 gr skeljapasta eða annað eftir smekk
1 appelsínugul paprika
1/ 4 dós kjúklingabaunir
4 6 meðalstórar gulrætur
4 6 meðalstórar kartöflur
3 dl hvítvín
Ferskar koreander greinar til skrauts
Salt
Soð
6 dl vatn
2 knorr fiskteningar
348 gr knorr (Drikkebouillon) bollasúpur
1 tsk paprikuduft
¼ tsk chillíduft
¼ tsk cumin
1 - 2 tsk hunang
2 lárviðarlauf
1 dl hvítvín
3 msk púrtvín
Hugum fyrst að soðinu. Soðefnið sett í pott án vínanna og suðan látin koma upp. Látið malla í 8 mínútur, bætið vínunum í og sjóðið í 2 mínútur í viðbót. Þetta er hægt að gera tímanlega. Athugið að soðið á að vera dálítið bragðsterkt áður en því er hellt yfir réttinn. Afhýðið kartöflur og gulrætur, skerið í hæfilega bita, sjóðið og setjið út í soðið. Sjóðið pasta og strengjabaunir, setjið kjúklingabaunirnar út í pottinn með strengjabaununum til að hita þær. Skerið sveppi í tvennt og steikið í smjöri á pönnu, saltið aðeins. Paprikan skorin í strimla og höfð fersk í réttinum. Sjóðið skeljarnar í vatni og hvítvíni þar til þær opnast. Setjið skeljar, pasta, og baunir í eina stóra skál eða fjórar minni og hellið sjóðandi heitu soðinu með kartöflunum og gulrótunum yfir. Bætið sveppum og papriku út í og blandið létt saman, stráið Maldon salti yfir og dreypið góðri sítrónuólífuolíu einnig yfir. Skreytið með koreander grein.
Berið fram með brauði og vel kældu hvítvíni eða kolsýrðu vatni.
Matur og drykkur | Fimmtudagur, 11. september 2008 (breytt kl. 11:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Ég bjó til salat í skálar handa hverri og einni. Þegar ég geri svona salöt, þá finnst mér skipta svo miklu mál hvernig hvernig er raðað í skálina/ílátið, hvað fer fyrst og svo framvegis. Röðin hjá mér var svona og magnið er eftir tilfinningu og smekk, íssalat, spænskur sauðaostur mulin yfir, vínber skorin, avacado, litlar kúlur skornar með teskeið, balsamik síróp nokkrum dropum dreift yfir, aftur íssalat, furuhnetur, krabbinn, dassi af olífuolíu, örlítið maldon salt milli fingra að lokum. Best að er að gera salatið stuttu fyrir mat, en samt að hafa það stutta stund í ísskáp. Ostinn og balsamiksírópið fékk ég í Sælkeraverslun Friðriks V. á Akureyri. Næsti réttur var fiskur sem ég hef ekki eldað mjög lengi það var ýsa. Ég roðfletti ýsuna og skar hana í passlega bita setti þá í ofn með smjörklípu og örlitlum svörtum pipar úr kvörn í mjög stuttan tíma. Góð regla er að þegar þér sýnist að fiskurinn sé ekki tilbúin, þá er hann einmitt tilbúinn. Ég bjó til ostamakkarónur og bar ýsuna fram á þeim með ferskri gúrku og púrtvínssoðinni nýupptekinni gulrót ( Sjá mynd.....gleymdi að taka myndina strax, en ákvað að hafa hana með þó að það hafi verð byrjað að borða af honum).
Þriðji rétturinn var smjörsteikt Rauðspretta með smjörsoðnu nýuppteknu kartöflusmælki og steinseljumeðlæti. Rauðsprettunni með roðinu velt upp úr þeyttu eggi ( Eggin koma frá hamingjusömum íslenkum hænum og þau er keypt niður við veg á Göngustöðum í Svarfaðardal, eggin eru í kassa og þú skilur bara eftir pening og tekur egg) ég setti saman rasp, brauðrasp venjulegt, Panko Tælenskt rasp, fínt rifinn parmesanostur og miðjarðarhafssaltblanda frá ww.altunga.is. Fisknum velt upp úr raspblöndunni og steiktur í stuttan tima í smjöri á pönnu, roðið niður fyrst. Kartöflusmælkið steikti ég aðeins á pönnu og setti í pott með hreinu smjöri og sauð þær um stund.Sannkallað sælgæti eftir að kartöflurnar eru búnar að drekka í sig smjörið. Með þessu bar ég bæði fram papriku og chilli sultuna sem ég sauð um helgina ( Sjá færslu neðar) og steinseljumeðlæti. Steinselja skorin frekar smátt, hvítlaukurinn enn smærra, furuhnetur ristaðar, þessu blandað í skál með ólífuolíu og saltið eftir smekk. Ég gaf stúlkunum hítvín og vatn að drekka með þessum snöggsoðna kvöldverð. Þær voru afar ánægðar og það er fyrir mestu.
Matur og drykkur | Þriðjudagur, 9. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mér var bent á skemmtilega síðu um vín og mat. www.vinogmatur.is Á bloggsíðu þeirra er hægt að lesa skemmtileg skrif sem tengjast leik er kallast Vínkeðjan þar fá bloggarar sent vín til að smakka og skora svo á annan bloggara. Það er áhugavert að lesa ólík skrif um sama vínið, það er líka gaman að fá hráa óritskoðaða gagnrýni margra sem eru ekki vanir að gera slíkt. Með þessum hætti fáum við bestu lýsinguna á vörunni eins og hún kemur fyrir áhugamanninn eða bara hinn almenna neytanda sem er jú stærsti viðskiptavinurinn.
Matur og drykkur | Mánudagur, 8. september 2008 (breytt kl. 14:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustblíðan (Eða er enn sumar) er alveg dásamleg, kyrrt, sól, haustlitir og hrein unun að vera til. Ég og Gréta (Minn betri helmingur) erum búin að fara í nokkur skipti í fjallið hé fyrir ofan (3 mín) og tína bæði bláber, aðalber og aðalbláber. Þvílíkt magn og þvílíkt sælgæti sem þessi ber eru. Við erum farin að huga að aðventuboðinu okkar þar sem að við fáum vini okkar í heimsókn í byrjun des. Við týndum aðalbláber í líkjör sem að verður í boði þar. Hann er einfaldur, aðalbláber, sykur og vodki....en aðalmálið er að það þarf að hugsa um hann og rugga honum og strjúka eins og ungabarni fram að aðventunni. Ég setti krukkuna með fíneríinu í út á pall í dag og tók mynd, svona rétt fyrir ykkur. En þar með vorum við ekki hætt, það voru jarðarber á tilboði í Samkaup Úrval og nóg til af blá og aðalbláberjum, þannig að við bjuggum til heilan pott af jarðarberja og bláberjasultu. Ég tók örlítinn hluta af af sjóðheitri sultunni og gerði smá tilraunir. Ég bætti balsamik sírópi og þurrkuðu blóðbergi út í og var að hugsa um villibráðina. Smakkaði þetta áðan og þetta lofar virkilega góðu. En þar með var maður kominn í stuð. Það voru líka grænar paprikur á mjög góðu tilboði í búðinni, rétt um 170 kr kg. Ég keypti slatta fór með þær heim án þess að vita nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera. Skar þær niður setti hluta af þeim í frost ( Var að hugsa um fiskisúpur vetrarins) hinn hlutann setti ég í pott með lauk, hrásykri, chilli (með fræjunum) nýrifnum kanil, pipar,vatni, furunhnetum, timian og fennel. Sauð í um 50 mínútur og setti á krukkur. Bið spenntur eftir að prófa með steiktum fiski, (Blanda t.d. saman við sýrðan rjóma) með kjöti og jafnvel með osti og kexi.
Hlutföll:
3 hlutar paprika, 2 hl. laukur,2 hl. sykur,2 hl. vatn, 1 hl. chilli, krydd eftir smekk. Eftir að potturinn er tekinn af hellunni er c.a. 1/2 hl. af furuhnetum bætt útí.
Matur og drykkur | Laugardagur, 6. september 2008 (breytt kl. 20:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hér birti ég eina af uppskriftunum úr bókinni " Meistarinn og áhugamaðurinn" sem kemur út fyrir jólin. Þetta er uppskrift áhugamannsins af steinbítskinnum. Það verður gaman að sjá hvað meistarinn gerði úr þessu hráefni.
Það er Finnbogi snillingurinn í www.dagsljos.is sem tekur myndirnar.
Steinbítskinnar á Ritzpúða
700 gr roðlausar steinbítskinnar
1 pk Ritz kex
1 krukka tomato & mascarpone frá Sacla
½ krydd Havartiostur, rifinn
Graslaukur
Salt
Kryddlögur.
2 msk milt karrý
2 msk sojasósa, Kikkoman
4 hvítlauksgeirar
2 cm engifer
Olía
Hráefnið í kryddlöginn sett í matvinnsluvél. Kinnarnar snyrtar og skornar í teninga og lagðar í kryddlöginn í klukkutíma. Bitarnir þerraðir, steiktir í smjöri á pönnu og hnífsoddi af Maldon salti skvett á bitana á pönnunni. Ritz kexið og tomato & mascarpone sett í matvinnsluvél í stutta stund, hellt í pott ásamt stærsta hlutanum af havartiostinum og hitað þar til að osturinn byrjar að bráðna. Ritzjafningnum skipt á fjóra diska og fiskinum raðað á púðann, Niðurklipptum graslauknum dreift yfir ásamt því sem eftir er af ostinum. Ég mæli með hvítlauksbrauðstöngum sem meðlæti.
Matur og drykkur | Föstudagur, 5. september 2008 (breytt kl. 10:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Matur og drykkur | Föstudagur, 5. september 2008 (breytt kl. 08:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bláskelin mín úr nýju bókinni.
Hér mun ég sem áhugamaðurinn fjalla um mat og drykk í sem víðustum skilningi á áhugamannsins hátt. Ég mun skrifa um hráefni, nýjar sem eldri vörur, setja inn mínar eigin uppskriftir, skrifa veitingahúsagagnrýni, skoða skyndibitann, segja frá matarupplifunum, skoða tæki og tól og fleira. Allar hugmyndir frá ykkur eru vel þegnar.
Einn liður í Matarsíðu áhugamannsins verður smökkun/prófun á hráefni. Matarsíðan fær til sín hráefni sem ég mun nota í hinni daglegu eldamennsku. Stundum verður til ný uppskrift, allt verður þetta birt með myndum. Ég er búinn að koma mér upp rýnihóp sem kemur stundum í heimsókn til að borða það sem fæðst hefur og ræða um kosti og möguleika hráefnisins/vörunnar.
Allt er þetta til gamans gert og af einskærum áhuga fyrir mat, drykk og eldhúsinu almennt. Skrifin verða með jákvæðum en gagnrýnum formerkjum. Ein af ástæðum fyrir þessum skrifum mínum er að æfa mig í að skrifa niður uppskriftir sem fæðast ótt og títt.
Nafnið Áhugamaðurinn er komið frá vinnslu matreiðslubókar sem kemur út fyrir næstu jól. Þar leiða saman hesta sína Meistarinn og áhugamaðurinn það er einmitt nafn bókarinnar. Ég áhugamaðurinn , Friðrik V. meistarinn á Akureyri og myndasmiðurinn Finnbogi í Dagsljósi á Akureyri gefum hana út. Á hverri opnu fá lesendur tvær útgáfur af sama hráefninu, meistarans og áhugamannsins. Við fengum ekki að vita hvað hinn aðilinn var að gera fyrr en að myndatökum lauk. Ég mun birta eitthvað af uppskriftum og myndum úr bókinni hér á Matarsíðu áhugamannsins. P.s Matarsíða áhugamannsins er án allra styrkja og er eingöngu hugsaður sem áhugamál. Þeir sem hafa áhuga að fá umfjöllun um vöru setja sig í samband og það er öllum að kostnaðarlausu.
Matur og drykkur | Fimmtudagur, 4. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lítið við fljótt aftur...allt að gerast.
Matur og drykkur | Miðvikudagur, 3. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í fréttablaðinu í dag er verið að fjalla um Grindavík hafi hafnað tilboði frá Skosku liði í Scott Ramsey. Haft er eftir Ingvari Guðjónssyni framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Grindavíkur að tilboðið sem þeir sendu hafi ekki verið merkilegt og að það fari hærri upphæðir í gegnum Hofsós. Tilboðinu var þar af leiðandi hafnað sagði Ingvar. Mér finnst þetta vera kjánaleg samlíking, það er nú mikið gott að það fara svona miklir peningar í gegnum merkilegan Grindvískan fótbolta. Kannski skilur einhver þetta öðruvísi en ég skil þetta svona en verð þá bara að flokkast undir fýlupoka. Fótboltinn er nú merkilegur á Hofsósi því Balti hefur nú spilað með þeim. Áfram Hofsós.
Njótið dagsins
Bloggar | Þriðjudagur, 2. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Feb. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Af mbl.is
Erlent
- Lík systranna í Aberdeen hugsanlega fundin
- Fyrirskipaði loftárásir í Sómalíu
- Geta ekkert gert
- Minnst sjö látnir eftir flugslysið í Fíladelfíu
- Pentagon afnemur réttindi hermanna
- Norskri æsku hlekkist á
- Horst Köhler látinn
- Dæmdur fyrir að nauðga sjúklingum sínum
- Flugvél hrapaði í Fíladelfíu
- Hvorki Danir né Bandaríkjamenn að grínast
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir