Örlítið matarboð - Höbbðingjar í heimsókn

100_2681Fyrir viku síðan fengum við Gréta góðan hóp í kvöldmatarboð, þetta voru Friðrik V. og frú, Hallgrímur Yfirkokkur á FV. og frú og Finnbogi ljósmyndari og frú. Ég ákvað að gera tilraunir og búa til nýja rétti sem ég hafði ekki prófað áður....alltaf gaman af áskorunum.
Ég hafði áður sent snillingunum hjá Vífilfelli matseðilinn og lét þá velja vínin með matnum, það heppnaðist mjög vel..mmmm.tosti_asti

 Í fordrykk var boðið uppá ferskt og sætt freyðivín ...mjög gott. Fyrsti réttur vatnsdeigsbolla, fyllingin: Þeyttur rjómi og í hann var blandað hrært avacado, lime safi, og mixaður hvítlauksristaður humar með steinselju.100_2666  Með fyrsta og öðrum rétti var drukkið hið skemmtilega og afar ljúffenga Leon Beyer Riesling 2007 passaði mjög vel við.riesling Annar réttur: Sushi platti með 5 bitum, fyrir miðju var Nigiri með túnfiski, bleikju og þorski og síðan voru þrír bitar Maki rúllur, einn með surimi krabba,annar rúllaður með sojablaði og innhélt léttsaltaðan saltfisk kryddaðan með Kerlingareyra ( Íslenskt þarakrydd ) þriðji rúlla með Tatchiki túnfisk ofan á, síðasti bitinn var kúla, grjón, birkireyktur lax, gúrka og graslaukur.100_2670 með þriðja rétti var drukkið Morande Sauvignon Blanc 2007 Þriðji réttur Smjörsteiktur smokkfiskur (Snilldarsmokkfiskur frá Sigga á Pioneromóti)með mandarínuolíu, Kiwi og Marokkógrjónum. 

 Fjórði réttur: Léttsaltaðir þorskhnakkar frá O. Jakobsson, einstakt hráefni. Fiskurinn settur í ofn í 5 - 7 mín penslaður með góðri ólífuolíu, borinn fram með grófu salsa: Tómatar bátaskornir, basilíka, steinselja, góð olía, furuhnetur smátt skorinn hvítlaukur og örlítið salt þessu blandað saman og látíð bíða í ísskáp í 1 klst. Réttinn bar ég fram á þessum g100_2676ullfallegu og skemmtilegu K glersdiskum frá Siggu og Bjössa ( Stjarnan.net) Fimmti réttur. Þennan rétt kallaði ég "með tvo til reiðar"  ...hestur á þrjá vegu. Ég sauð við vægan hita góðan vöðva af reyktu folaldi og skar hann til í fallega teninga, þeir voru svo bornir fram í skál með grænmetiskremi: soðnar rófur, gulræt100_2678ur, kartöflur og sætar kartöflur sett í matvinnsluvél með smá soði bragðbætt með örlitlu salti, Agave sírópi og múskati, kremið sett i botninn á skálinni, bitunum raðað ofan á og hrá rófa rifinn yfir...ath borðað með skeið. 100 gr biti af hrossalund, létt saltaður og pipraður og djúpsteiktur í deigi með LAVA 9,4 prósent mjög dökkum bjór frá Ölvisholti, borinn fram með olíu og salti og sítrónu, að lokum teryaki marineraður hálf hrár biti (Kaldur) af hrossafillet, borinn fram með ferskri fíkju. ( Myndin tekin eftir að byrjað var á réttinum) Með saltfiskinum og hestinum var drukkið mjög gott rauðvín Morande Merlot Grand Reserve . Það má sannarlega mæla með öllum þessum vínum frá Vífilfelli enda gestirnir sem kunna sitthvað fyrir sér mjög ánægðir. Þess má geta að freyðivínið sem við drukkum í fordrykk var hugsað með eftirréttunum en þar sem hér var til flaska sem undirrituðum100_2682 áskotnaðist á Michelin veitingastað á Ítalíu vegna gorms sem fannst í matnum, þar sem að sumir í þessu matarboði voru viðstaddir á Ítalíu og ég búinn að lofa að hún yrði ekki opnuð nema að þeim viðstöddum og við gott tækifæri...nú var komið að því og mér fannst rétt að hafa þetta úrvals Marsalavín með eftirréttinum ( Vonandi fyrirgefa Vifílfells menn mér :) ) breytinguna. Eftirréttirnir: 100_2684Djúpsateiktur banani í Panko raspi með rjóma og karmellusósu og síðan Semi Freddo (Ís) með gráfíkjum...mjög gott....og kaffi með. Það er mjög skemmtilegt að fá áhuga og atvinnufólk í matreiðslu í mat til sín, elda og spjalla...algjör snilld. Þetta var Grand reservaskemmtilegt kvöld með skemmtilegu fólki. Eftir að eftirétturinn hafði runnið ljúflega niður. Báðu gestirnir um orðið og þá hófst þvílíka gjafaflóðið og ég var svo heppinn að vera leystur út með ALVÖRU kokkagalla merktum mér...Já sæll.......ekki nóg með það heldur fengum við ógeðslega flotta K glers sushi diska (Siggaog Bjössi), Halli kokkur fékk bók, Finnbogi gamla raritet vínilrokksafnplötu, stelpurnar snyrtibuddu með einhverju dúlleríi í og já við fengum að auki frá Finnboga stórsúpupottatröppu og hvítvín frá Halla...segiði svo að jólin séu ekki allt árið....enda var mjög jólalegt um að litast fyrir utan gluggan......svo var sest til stofu með ískaldan Viking gylltan og áttum þar gott spjall um allt nema pólítik..yndislegt.
100_2691
P.s Ég er búinn að bíða með þokkalega langa færslu sem er nokkurskonar matardagbók s.l  rúmlega tveggja mánaða...vonandi er hún á næsta leiti og að lokum vil ég þakka öllum sem hafa haft samband og ýtt á mig við skriftirnar hér...já og skammað mig fyrir letina....ég verð að bæta mig :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Takk Júlli, það er svo ganman aðlesa matarblogg sem skrifað er af svona mikill ástríðu! Þú tekur þig vel út í kokkagallanum

Vilborg Valgarðsdóttir, 16.3.2009 kl. 15:32

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 20.3.2009 kl. 07:49

3 identicon

Vá Júlli, þú hefur farið á kostum!  Maður fær bara vatn í munninn

Guðný Ólafs (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband