Kemur ekki til greina !

Það má nú gera eitthvað fyrir þessa peninga, maður gæti t.d fengið U2 og Rolling Stones í afmælið sitt.  En ég hef ekki trú á því að mínir menn fari að selja dýrið. Þeir hjá Real klúðra svona góðum leikmanni og okkar og hans vegna finnst mér Þetta ekki koma til greina...ég vona að Fergusson og félagar séu duglegir að lesa moggabloggið.   - Áfram ísland


mbl.is Real Madrid tilbúið að greiða tæpa 5 milljarða fyrir Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikmaður númer 7

alli1Þetta var frábær sigur í dag og að mínu mati einn erfiðasti hjallinn í bili allavegana. Kannski er ég kjánalegur en það erfiðasta/leiðinlegasta við leikinn í dag var Geir Magnússon ég veit ekki hvaða það er attitjútið, hvernig hann lýsir, hvernig hann lýsir mörkum hinna og fleira svo fátt eitt sé nefnt.

Á gullaldarárum KA þ.e.a.s þegar Alli tók við þjálfun og áhorfendur KA af öllu landinu fylltu kofann upp í rjáfur aftur aftur og stemmningin í KA heimilinu var ólýsanleg...sagði ég oft ég hlakka til þegar Alli verður landsliðsþjálfari...nú er hann það...hann er langbestur...og ég hlakka til framhaldsins. Hér er mynd af Alla úr MA og leikmaðurinn númer 7 sem ég minnstist á í fyrirsögninni er að sjálfsögðu sá besti...Alli sjálfur.


mbl.is Alfreð: „Gríðarlega mikilvægur sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úff úff...ný spá.

Ég spái okkar mönnum góðu gengi í milliriðlunum en þessi leikur verður sá erfiðasti - Ef þjóðin öll sameinast um að vera jákvæð og strákarnir okkar ( Munið í blíðu og stríðu ) eru komnir niður á jörðina þá tökum við þá. Það verðyr ströggl á köflum, við munum sakna Loga, en Guðjón Valur og Arnór Atla ( Ef hann er með ) eru líklegir menn leiksins. Ef að við náum að snúa ströggl kaflanum sem verður að öllum líkindum eftir miðajn fyrri hálfleik fljótt við þá tökum við þá 26 - 24....annars gæti þetta orðið eini tapleikurinn okkar í milliriðlinum.
Áfram Ísland
mbl.is HM: „Túnis með öflugt lið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæstur kall

Mér finnst þetta bara vera mjög eðlilegt, það eru margir menn sem hafa spýtt út úr sér hákarli af því að þeim finnst hann vondur. Ég er ekki að segja að þetta manngrey hafi verið kæst en heppinn var hann.


mbl.is Telja að hákarlinum hafi þótt kafarinn vondur á bragðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögulegar kosningar - Nýjar tölur

Líf og fjör.

Ég er ansi hræddur að þær tölur sem sáust í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkana eigi eftir að riðlast verulega. Hér er komið nýtt Framboð og að öllum líkindum annað á leiðinni frá Framtíðarlandsfólki og eitthvað hef ég heyrt um framboð frá Flokknum  www. flokkurinn.net, þekki það að vísu ekki neitt. Hver tapar...hver græðir. Munu Vinstri grænir enn stefna uppá við, munu aldraðir og öryrkjar taka fylgi af Sjálfstæðisflokki og Framsókn, mun Samfylkingin rífa sig upp undir 30 %, hvar mun Framtíðarlandsframboð taka sitt fylgi ? Erfitt er um það að spá en eitt er víst að kosningarnar 12. maí verða þær sögulegustu hingað til, andrúmsloftið og málefnin eru þannig að mínu mati...það er öðruvísi bragð af öllum pakkanum að þessu sinni. Ég hef gaman að því að spá fyrir um úrslit og ætla mér að vera svo frakkur að setja inn spá hér um lokaniðurstöðuna og er hún þá gerð miðað við forsendur dagsins í dag, þá ég t.d við að ekki er vitað um hvort þessi nýju framboð verða á landsvísu.

Áður en lengra er haldið ber þess að geta að undirritaður er óflokksbundinn og óháður...og óákveðinn hvar hans mikilvæga atkvæði lendir (Öll atkvæði eru mikilvæg) Tölurnar duttu bara svona inn....og bara til gamans gert og svo er að bíða og sjá.

Sjálfstæðisflokkur 33 %
Samfylking 26%
Vinstri Grænir 17%
Framsóknarflokkur 10%
Frjálslyndir 7%
Framtíðarlandið 4 %
Framboð aldraðra og öryrkja 3 %



mbl.is Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski hefur Kompás bjargað BARNINU þínu !

Maður spyr sig. Það eru tvö mál sem hafa heldur betur komið fram í dagsljósið undanfarið eftir að Kompás hefur fjallað um þau. Byrgismálið og barnaníðingsmálið nú er verið að vinna á fullu í að rannsaka og hreinsa til og Ágúst Magnússon er kominn á Litla...

Skotheldar heimlidir ! Fylgist með

Ég sagði ykkur að þetta væru áreiðanlegar heimildir ( Sjá bloggfærslu í gær )– ÁFRAM ÍSLAND Nánari áreiðanlegar fréttir síðar ! Fylgist með. Til hamingju ísland – Þetta var miklu betri leið, nú förum við áfram með 2 stig og Frakkar ekkert. Ég...

Gargandi snilld ! en......

Þetta er frábær byrjun en við verðum að halda áfram að trúa að við vinnum. Sigurinn mun verða okkar 23 - 21.  Áfram ísland.

Sástu nokkuð bílstjórann ? hic !

Þeir hafa kannski bara fengið sér Kríu. Þessi frétt minnir mig á tvo félaga mína sem höfu setið daglangt og kneifað öl og fóru svo á eitthvað rand. Sama kvöld var þorrablót í félagsheimilinu og bóndi einn úr Svarfaðardal skaust út til að setja bílinn í...

Bendum barnaníðingum á staðinn.

Ég horfði á vel unninn Kompásþátt í gærkvöldi og enn er ég að hugsa um það sem ég sá og margar spurningar vakna. Þegar ég sá þessa fyrirsögn á mbl.is í morgun "Umhyggjustöðin" í heilanum fundin" fór ég enn og aftur að hugsa um efni þáttarins og þennan...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband