Ég hef fyrir því áræðanlegar heimildir.

handboltiVið erum dálitið góð í því að mála skrattann á vegginn og sjá ekki ljósið á þessu litla landi okkar. Ég hef fyrir því áræðanlegar heimildir að við vinnum leikinn við frakka og þá erum við í stöðunni sem flestir héldu að við værum eftir fyrstu leikina.
Tökum okkar saman og trúum því að við vinnum frakkana, þetta er einn handboltaleikur.

Áfram Ísland.


mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar gegn Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfund ?

Maður gærdagsins hlýtur að teljast Ólafur Ólafsson stjórnarformaður Samskipa, dagurinn byrjaði með því að hann og kona hans gáfu þúsund milljónir í velgjörðarsjóð. Síðan heldur kappinn uppá afmælið sitt í gærkvöldi, hann verður fimmtugur n.k þriðjudag, Elton John ku hafa tekið 70 milljónir fyrir að syngja afmælissönginn og nokkra slagara til viðbótar á flygilinn sinn sem hann lét flytja til landsins. Ólafur tengdist ekki bara einni stórfrétt í gær heldur tveimur. Í Silfri Egils á Stöð 2 hófst þátturinn á umræðum um "pissukeppni nýríka" svo að ég vitni í orð Silfurhafans. Síðan tjáðu gestir þáttarins sig um að fá svona dýran skemmtikraft. Snobb, ósmekklegt, ógeðfellt voru orð þeirra og Ástu Möller fannst að hann hefði nú frekar átt að bæta þessum 70 milljónum í velgjörðarsjóðinn....common var ekki milljarðurinn dágóð summa ?
Ég tek það fram að þekki Ólaf ekki neitt. Ég sé ekki að hann hafi verið að reyna að komast í Séð og heyrt með þessu....þá hefði verið auðveldara fyrir hann að kaupa blaðið og gera eitthvað skemmtilegt fyrir afganginn. Ef að einstaklingar hafa efni á að gera sér "dagamun" hvað kemur okkur það þá við. Mér finnst þetta öðruvísi ef að t.d einhver bankinn hefði gert þetta nema að allir viðskiptavinirnir hefu átt kost að að mæta. Ég er viss um að félög, stjórnmálaflokkar, einstaklingar og fleiri þiggi fegins hendi styrki frá aðilum sem þessum og eflaust munu margir sækja um í nýja sjóðinn og fá þaðan fé til þess að gera það sem hugur þeirra stendur til...og þá er þetta ekki ógeðfellt...eða hvað ?
mbl.is Elton John á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var nú óþarfi.

Eins og mér finnst hugmyndin góð með stuðningsmannasamtökunum í blíðu og stríðu finnst mér þessi ákvörðun að hafa Auðun Blöndal og Huga Haraldsson með í pakkanum afleit.  Ég skráði mig þarna inn og hvet alla til þess að gera það og taka þátt í því að búa til magnaða og jákvæða stemmningu í kring um landsliðið í handbolta í "Blíðu og Stríðu" sama hvað gengur á. Það verður að taka þessu og ég verð að reyna að vera jákvæður en þeir auðvelda það ekki þessir tveir, jákvæð stemmning er eitt en fíflagangur er annað

Áfram Ísland

Skráið ykkur á www.ibliduogstridu.is


mbl.is Auddi og Hugi á HM í Þýskalandi á vegum “Í blíðu og stríðu”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skellur óveðrið á Íslandi ?

Það gengur mikið á í veðrinu í Evrópu, tæplega 30 hafa látist og gríðarlegar skemmdir hafa orðið og langt frá því að allt sé komið í ljós þeim efnum.
Þegar ég les fréttir sem þessar kemur upp í hugann minn tíminn sem ég vann á Dalbæ Dvalarheimili aldraðara og stofnaði þar Veðurklúbb með gamla fólkinu, þar var mikið skrafað og pælt. En mér er minnistætt að einn af okkar betri liðsmönnum sagði alltaf þegar svipaðar fréttir og þær sem við heyrum frá Evrópu nú voru í fréttum " þá erum við á Íslandi eftir og HANN kemur til okkar á bilinu eftir 9 - 15 daga" Hann vildi semsagt meina að veðrið færi einhverskonar hring og kæmi svo til okkar. Ég veit ekki hvernig þetta fellur inní fræðin hjá lærðum veðurmönnum, en ég hef oft haft þetta í huga og ég er ekki frá því að það geti verið eitthvað til í þessu. Ég get því miður ekki spurt hann út í þetta hann er einn af 80 - 90% af upphaflegu  félögunum sem eru farnir á vit ferðra sinna.
Nú er bara að bíða og sjá
mbl.is Mikið óveður geisar í N-Evrópu; a.m.k. 27 hafa látist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ATH geymið miðann !

Við erum stödd í bílskúr á íslandi á árinu 2007, það er hljómsveitaæfing í gangi, einn meðlimurinn grúfir sig yfir pappírsnifsi og er að semja texta. Trommarinn kallar í hann og segir honum að hætta þessu pári og koma og spila, hann þráast við og bassaleikarinn er farinn að öskra á hann...komdu !!!! nú stendur hann upp og segir hvað er að ykkur strákar ég er að ganga frá frábærum varasjóð fyrir okkur þegar við förum að túra Come Back túrinn okkar 2047", hinir verða eins og spurningamerki að framan og aftan. Ég var að semja geðveikan texta sem ég ætla að fela undir fóðrinu í gítartöskunni og taka hann upp eftir 40 ár og síðan seljum við hann fyrir 30 milljónir. Hinir líta á hvorn annan og kinka kolli

...vonandi verða til ríkir safnarar eða ruglukollar þá líka.

Ok ég er ekkert endilega bítla fan no 1 en mundir þú borga þetta verð fyrir 1 blað með texta eftir þennan snilling ?....Úff þetta er erfið spurning..OK ef ég ætti svo mikið af peningum að ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við þá..mei bí.


mbl.is Uppkast að söngtexta selst dýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gó Halla

Var rétt í þessu að heyra að hin stórskemmtilega ofurkona Halla Gunnarsdóttir hafi ákveðið að gefa kost á sér í formannslag KSÍ. Þetta finnst mér frábært og sama hvernig við lítum á þetta þá er hún strax orðinn dulítill sigurvegari og á eftir að vekja...

Kannski verður maður keyptur

Nú verð ég að vanda mig er ég rita mitt fyrsta blogg hér á nýjum stað. ( Hljómar eins og í texta í lagi með Sálinni) En þá er ég aðallega að hugsa um að ef mér tekst vel til þá gæti að ég lenti í sama potti, lukku eða ólukku og sumir ónefndir....

« Fyrri síða

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband