Töfraglös, smáréttir, skemmtilegt vín og góð stund

Matarsíða áhugamannsins hefur fengið til liðs við sig góðan rýnihóp. Sem í vetur mun hittast og prófa ýmsar vörur, mat, drykki, tæki og tól. Gefa einkunnir (Sleifar) . Hver og einn fær númer sem hann mun halda og því er hægt að fylgjast með t.d númer 2 í allan vetur hvað honum finnst um hvítvín. Hver og einn skrifar það sem honum finnst og er þetta gert að hætti áhugamannsins enda flestir ekki vanir t.d vínsmökkun.

100_0543Við hittumst í fyrsta sinn í gær ég og rýnar 1- 5. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld, mikið spjallað og vöngum velt um mat drykk og glös og.....allt í einu var klukkan orðin tvö. Talandi um glös, aðalástæðan fyrir að við hittumst í gær var að prófa glös sem koma frá heildversluninni Fastus ( Sjá glasabækling á síðunni)Það komu smá skilaboð með glösunum, að taka okkar eigin glös og nýju glösin og hella jafnt í bæði og prófa bæði að lykta og drekka. Þetta var ansi merkilegt og kom okkur öllum á óvart. Glösin eru 40 c.l
Universal (framleiðandinn C&S). Það er hægt að nota þau bæði sem rauðvíns og hvítvínsglös. Þetta eru ekki nein venjuleg glös, þau voru  tvö ár í þróun. Vín smakkast klárlega betur í þessum glösum heldur en þeim glösum sem maður á heima. Við prófuðum tvö hvítvín og við gefum þeim einnig sleifar. ( Sjá stjörnu/sleifa gjöf áhugamannsins hér til hliðar ). Glösin henta vel eða nær eingöngu fyrir ungvín, rauðvín 5 ára og yngri og hvítvín 3 ára og yngri.

Um glösin.
100_0547
Glösin komu virkilega á óvart og það er alveg ljóst að glös skipta miklu máli þegar vín er drukkið, meðalgott vín verður bara aldeilis frábært í þeim. Fyrst fannst mér þau ekki vera falleg en er ég fór að horfa aðeins meira á þau og handfjatla þau fannst mér þau töff.
Rýnir 1: Magnað, vínið bragðmeira og ótrúlegur lyktarmunur.
Rýnir 2: Verulega mikill munur á lykt, vínið einfaldlega mikið betra þessum glösum.
Rýnir 3: Lítill ilmur og flatt bragð úr heimaglösunum en úr CS glösunum er mikill og þéttur ilmur, kröftugt bragð og lifandi vín.
Rýnir 4: Glasið gefur mun meira bragð, heimaglasið mun flatara, ótrúlegt alveg.
Rýnir 5: Flott glös, mun meira bragð og lykt, fann ekki bragð af víninu fyrr en ég smakkaði úr CS glasinu.
sleifsleifsleifsleif

Hvítvínin.

Santa ritaFyrra vínið sem við smökkuðum var Santa Rita 120 Chardonnay 2007 - Chile – umboð www.hob.is
Mér fannst vínið gott og mæli með því til að drekka eitt og sér hvort heldur sem fordrykk eða kalt á heitum sumardegi á pallinum. Það er einhver ferskleiki yfir því og það er hæfilega bragðmikið.
Rýnir 1: Vínið gott, svolítið rammt (þurrt) í byrjun.
Rýnir 2: Svaka ávaxtakeimur, fínt vín
Rýnir 3: Fallega gult, sætt og gott, heppilegt til að sötra á sólríkum degi eitt og sér.
Rýnir 4: Gott vín hóflega sætt og góð lykt
Rýnir 5: Gott vín.

sleifsleifsleif 

Vina solSeinna vínið sem við smökkuðum var Torres Vina Sol 2007 – Paradella – Spánn – umboð
www.kkarlsson.is
Þetta er skemmtilegt vín sem ég á örugglega eftir fá mér aftur og þá t.d með fiski. Blómailmur, ilmur af  ósnertu engi og ferskri ekki of þroskaðri peru. Gaman að drekka
Rýnir 1: Ferskt og gott vín, gott með smáréttunum.
Rýnir 2: Rennur vel í munni, létt og ferskt.
Rýnir 3: Þurrt og bragðmikið, ekta fiskivín endist vel í glasinu
Rýnir 4: Ekki eins sætt eins og ég bjóst við miðað við lykt. Mjög gott vín, kom mjög vel út með smáréttunum.
Rýnir 5: Gott, datt í hug saltaðar gellur með þessu.
sleifsleifsleif og 1/2 sleif

100_0541Þetta var skemmtileg byrjun og ég er spenntur fyrir næsta skipti og sjá hvernig þetta þróast. S
vona til að gera kvöldið enn skemmtilegra bjó ég til nokkra smárétti úr því hráefni sem ég átti til. Mér finnst mjög skemmtilegt og örlítið meiri áskorun að elda eða búa eitthvað til úr því sem er til, ekki alltaf að fara í búðina ef að eitthvað vantar, um að gera að leysa það öðru vísi. Ég var með kalda rétti, súkkulaðihúðuð jarðaber, djúpsteikt gróft kornabrauð: velti því uppúr eggi, fínt rifnum osti, smá salti og fíkju ediki, smápizzur: með fínt mixaðri steinselju, hvítlauk, svörtum sólþurrkuðum ólífum og smá af pipar…og ostur yfir, fíkjusalat: hið magnaða íssalat frá Lambhaga, jarðaber, furuhnetur, spænskur sauðaostur, ólífuolía og fínt saxað timian, ferskur túnfiskur: smjörsteiktir teningar með heimagerðu brauðraspi og salti sem ég keypti á Slow fish sýningunni á Ítalíu í fyrra “Sel rose de ´Himalayja”,  að lokum var ég með marineraðar ólífur með steini, sem mér voru færðar frá Brussel í s.l haust, ég hef ekki tímt að opna þetta fyrr en oft búinn að mæna á þær, þær voru biðarinnar virði.

 


Ber og aftur ber.....og berjavinir.

adalblaberBerjavinir er skemmtileg síða með uppskriftum, upplýsingum um berjategundir og tínslusvæði, ásamt fréttum af öllu mögulegu í tenglsum við villt ber í náttúru landsins okkar.

Næsta færsla verður frá fyrsta fundi rýnihóps Matarsíðu áhugamannsins sem var í gærkvöldi. Þar voru prófuð einstök glös frá Fastus tvö hvítvín og fleira.


Kræklingaveislan mikla - myndir og uppskrift.

_MG_8296Þegar ég var að vinna að bókinni "Meistarinn og áhugamaðurinn" fékk ég Framnes lánað. Framnes er gamalt lítið hús fyrir utan Dalvík sem er mjög oft myndað, flott lítið hús á flottum stað. Þennan dag vann ég að uppskrift fyrir Bláskelina/kræklinginn frá Norðurskel í Hrísey, réttin kalla ég Eyjafjarðarbláskel. Ég fékk vini mína Alla, Guðmund og bróðir minn Val með mér uppáklædda til að vera gestir í Bláskelja veislunni í og við Framnes. Eiður Máni strákurinn minn var með okkur sem aðstoðarkokkur og þjónn. Finnbogi ljósmyndari tók svo margar góðar myndir og þar sem að það birtast ekki svo margar í bókinni ákvað ég að setja nokkrar hér inn. Þetta var skemmtileg veisla á mögnuðum stað. Sigga og Bjössi í Stjörnunni, glermunir lánuðu okkur _MG_0310nýtt( Nýhannað) Bláskelja sett, stór skál og litlar til að borða úr sem líta út eins og skelin, magnað sett. Við drukkum Clay Station hvítvín frá Vífilfelli og San Pellegrino loftbóluvatn með.

Hér kemur síðan uppskriftin

1 kg af dásamlegri bláskel frá Norðurskel í Hrísey100 gr strengjabaunir
150 gr íslenskir sveppir
200 gr skeljapasta eða annað eftir smekk
1 appelsínugul paprika
1/ 4 dós kjúklingabaunir
4 – 6 meðalstórar gulrætur
4 – 6 meðalstórar kartöflur
3 dl hvítvín
Ferskar koreander greinar til skrauts
Salt
Soð
6 dl vatn
2 knorr fiskteningar
348 gr knorr (Drikkebouillon) bollasúpur_MG_8240
1 tsk paprikuduft
¼ tsk chillíduft
¼ tsk cumin
1 - 2 tsk hunang
2 lárviðarlauf
1 dl hvítvín
3 msk púrtvín
_MG_8291
Hugum fyrst að soðinu. Soðefnið sett í pott án vínanna og suðan látin koma upp. Látið malla í 8 mínútur, bætið vínunum í og sjóðið í 2 mínútur í viðbót. Þetta er hægt að gera tímanlega. Athugið að soðið á að vera dálítið bragðsterkt áður en því er hellt yfir réttinn. Afhýðið kartöflur og gulrætur, skerið í hæfilega bita, sjóðið og setjið út í soðið. Sjóðið pasta og strengjabaunir, setjið kjúklingabaunirnar út í pottinn með strengjabaununum til að hita þær. Skerið sveppi í tvennt og steikið í smjöri á pönnu, saltið aðeins. _MG_8302Paprikan skorin í strimla og höfð fersk í réttinum. Sjóðið skeljarnar í vatni og hvítvíni þar til þær opnast. Setjið skeljar, pasta, og baunir í eina stóra skál eða fjórar minni og hellið sjóðandi heitu soðinu með kartöflunum og gulrótunum yfir. Bætið sveppum og papriku út í og blandið létt saman, stráið Maldon salti yfir og dreypið góðri sítrónuólífuolíu einnig yfir. Skreytið með koreander grein.

Berið fram með brauði og vel kældu hvítvíni eða kolsýrðu vatni.

_MG_8274


Rauðspretta, léttsöltuð ýsa og krabbi

100_0488Í gærkvöldi komu tengdó og 2 mágkonur mínar í stelpuheimsókn. Ég vissi af þessu með frekar stuttum fyrirvara en ákvað nú samt að elda eitthvað handa þeim. Ég átti rauðsprettu og léttsaltaða ýsu í ísskápnum og náði í krabbakjöt í frystinn. Við erum því miður ekki enn komin með matjurtagarð, en góðvinir okkar sem búa 3 húslengdum frá okkur rækta ýmislegt. Sonur þeirra er að safna sér fyrir hesti, ég sendi skilaboð yfir um  hvort að hann gæti ekki selt mér kartöflusmælki og gulrætur. Eftir 10 mín var ég kominn með nýuppteknar gulrætur og kartöflur. Ég ákvað að hafa þriggja rétta fiskmáltíð handa stelpunum. Fyrsti réttur kalt krabbakjötssalat (Surimi) Íssalat frá Lambhaga, vínber, spænskur sauðaostur, avacado, furuhnetur, maldon salt, olífuolía og hvítt balsamiksíróp. Ég bitaði krabbann í netta teninga, setti smjör, kikkoman sojasósu og örlítinn sykur á pönnu og velti bitunum í eina mínútu og kældi.
Ég bjó til salat í skálar handa hverri og einni. Þegar ég geri svona salöt, þá finnst mér skipta svo miklu mál hvernig hvernig er raðað í skálina/ílátið, hvað fer fyrst og svo framvegis. Röðin hjá mér var svona og magnið er eftir tilfinningu og smekk, íssalat, spænskur sauðaostur mulin yfir, vínber skorin, avacado, litlar kúlur skornar með teskeið, balsamik síróp nokkrum dropum dreift yfir, aftur íssalat, furuhnetur, krabbinn, dassi af olífuolíu, örlítið maldon salt milli fingra að lokum. Best að er að gera salatið stuttu fyrir mat, en samt að hafa það stutta stund í ísskáp.100_0491 Ostinn og balsamiksírópið fékk ég í Sælkeraverslun Friðriks V. á Akureyri. Næsti réttur var fiskur sem ég hef ekki eldað mjög lengi  það var ýsa. Ég roðfletti ýsuna og skar hana í passlega bita setti þá í ofn með smjörklípu og örlitlum svörtum pipar úr kvörn í mjög stuttan tíma. Góð regla er að þegar þér sýnist að fiskurinn sé ekki tilbúin, þá er hann einmitt tilbúinn. Ég bjó til ostamakkarónur og bar ýsuna fram á þeim með ferskri gúrku og púrtvínssoðinni nýupptekinni gulrót ( Sjá mynd.....gleymdi að taka myndina strax, en ákvað að hafa hana með þó að það hafi verð byrjað að borða af honum).
100_0495Þriðji rétturinn var smjörsteikt Rauðspretta með smjörsoðnu nýuppteknu kartöflusmælki og steinseljumeðlæti. Rauðsprettunni með roðinu velt upp úr þeyttu eggi ( Eggin koma frá hamingjusömum íslenkum hænum og þau er keypt niður við veg á Göngustöðum í Svarfaðardal, eggin eru í kassa og þú skilur bara eftir pening og tekur egg) ég setti saman rasp, brauðrasp venjulegt, Panko Tælenskt rasp, fínt rifinn parmesanostur og miðjarðarhafssaltblanda frá ww.altunga.is. Fisknum velt upp úr raspblöndunni og steiktur í stuttan tima í smjöri á pönnu, roðið niður fyrst. Kartöflusmælkið steikti ég aðeins á pönnu og setti  í pott með hreinu smjöri og sauð þær um stund.Sannkallað sælgæti eftir að kartöflurnar eru búnar að drekka í sig smjörið. Með þessu bar ég bæði fram papriku og chilli sultuna sem ég sauð um helgina ( Sjá færslu neðar) og steinseljumeðlæti. Steinselja skorin frekar smátt, hvítlaukurinn enn smærra, furuhnetur ristaðar, þessu blandað í skál með ólífuolíu og saltið eftir smekk. Ég gaf stúlkunum hítvín og vatn að drekka með þessum snöggsoðna kvöldverð. Þær voru afar ánægðar og það er fyrir mestu.

 


Vínkeðjan á Vín og matur.is

2032665_caprai-anima-umbra-rossoMér var bent á skemmtilega síðu um vín og mat. www.vinogmatur.is  Á bloggsíðu þeirra er hægt að lesa skemmtileg skrif sem tengjast leik er kallast Vínkeðjan þar fá bloggarar sent vín til að smakka og skora svo á annan bloggara. Það er áhugavert að lesa ólík skrif um sama vínið, það er líka gaman að fá hráa óritskoðaða gagnrýni margra sem eru ekki vanir að gera slíkt. Með þessum hætti fáum við bestu lýsinguna á vörunni eins og hún kemur fyrir áhugamanninn eða bara hinn almenna neytanda sem er jú stærsti viðskiptavinurinn.


Haustblíða, ber og eldhúsdundur

Haustblíðan (Eða er enn sumar) er alveg dásamleg, kyrrt, sól, haustlitir og hrein unun að vera til. Ég og Gréta (Minn betri helmingur) erum búin að fara í nokkur skipti í fjallið hé fyrir ofan (3 mín) og tína bæði bláber, aðalber og aðalbláber. Þvílíkt...

Steinbítskinnar á Ritz púða

Hér birti ég eina af uppskriftunum úr bókinni " Meistarinn og áhugamaðurinn" sem kemur út fyrir jólin. Þetta er uppskrift áhugamannsins af steinbítskinnum. Það verður gaman að sjá hvað meistarinn gerði úr þessu hráefni. Það er Finnbogi snillingurinn í...

Ostaveisla í Vínbúðinni

Reglulega gefur Vínbúðin út bækling um vín og mat. Nú er nýútkominn skemmtilegur bæklingur um osta og vín með upplýsingum, fróðleik, uppskriftum og ráðum. HÉR er hægt að nálgast bæklinginn á netinu. Það er dágóður hópur sem fer ekki inn í Vínbúðirnar og...

Um matarsíðuna

Bláskelin mín úr nýju bókinni. Hér mun ég sem áhugamaðurinn fjalla um mat og drykk í sem víðustum skilningi á áhugamannsins hátt. Ég mun skrifa um hráefni, nýjar sem eldri vörur, setja inn mínar eigin uppskriftir, skrifa veitingahúsagagnrýni, skoða...

Matarsíða áhugamannsins

Er þessa dagana að færa bloggið í matargír áhugamannsins...hér verða ...smakkanir, tilraunir, uppskriftir, gagnrýni, matarskrif, nýjungar í hráefni og fleira. Lítið við fljótt aftur...allt að gerast.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband