
Um glösin.

Glösin komu virkilega á óvart og það er alveg ljóst að glös skipta miklu máli þegar vín er drukkið, meðalgott vín verður bara aldeilis frábært í þeim. Fyrst fannst mér þau ekki vera falleg en er ég fór að horfa aðeins meira á þau og handfjatla þau fannst mér þau töff.
Rýnir 1: Magnað, vínið bragðmeira og ótrúlegur lyktarmunur.
Rýnir 2: Verulega mikill munur á lykt, vínið einfaldlega mikið betra þessum glösum.
Rýnir 3: Lítill ilmur og flatt bragð úr heimaglösunum en úr CS glösunum er mikill og þéttur ilmur, kröftugt bragð og lifandi vín.
Rýnir 4: Glasið gefur mun meira bragð, heimaglasið mun flatara, ótrúlegt alveg.
Rýnir 5: Flott glös, mun meira bragð og lykt, fann ekki bragð af víninu fyrr en ég smakkaði úr CS glasinu.




Hvítvínin.

Mér fannst vínið gott og mæli með því til að drekka eitt og sér hvort heldur sem fordrykk eða kalt á heitum sumardegi á pallinum. Það er einhver ferskleiki yfir því og það er hæfilega bragðmikið.
Rýnir 1: Vínið gott, svolítið rammt (þurrt) í byrjun.
Rýnir 2: Svaka ávaxtakeimur, fínt vín
Rýnir 3: Fallega gult, sætt og gott, heppilegt til að sötra á sólríkum degi eitt og sér.
Rýnir 4: Gott vín hóflega sætt og góð lykt
Rýnir 5: Gott vín.




Þetta er skemmtilegt vín sem ég á örugglega eftir fá mér aftur og þá t.d með fiski. Blómailmur, ilmur af ósnertu engi og ferskri ekki of þroskaðri peru. Gaman að drekka
Rýnir 1: Ferskt og gott vín, gott með smáréttunum.
Rýnir 2: Rennur vel í munni, létt og ferskt.
Rýnir 3: Þurrt og bragðmikið, ekta fiskivín endist vel í glasinu
Rýnir 4: Ekki eins sætt eins og ég bjóst við miðað við lykt. Mjög gott vín, kom mjög vel út með smáréttunum.
Rýnir 5: Gott, datt í hug saltaðar gellur með þessu.




Matur og drykkur | Laugardagur, 13. september 2008 (breytt kl. 17:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Berjavinir er skemmtileg síða með uppskriftum, upplýsingum um berjategundir og tínslusvæði, ásamt fréttum af öllu mögulegu í tenglsum við villt ber í náttúru landsins okkar.
Næsta færsla verður frá fyrsta fundi rýnihóps Matarsíðu áhugamannsins sem var í gærkvöldi. Þar voru prófuð einstök glös frá Fastus tvö hvítvín og fleira.
Matur og drykkur | Laugardagur, 13. september 2008 (breytt kl. 11:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar ég var að vinna að bókinni "Meistarinn og áhugamaðurinn" fékk ég Framnes lánað. Framnes er gamalt lítið hús fyrir utan Dalvík sem er mjög oft myndað, flott lítið hús á flottum stað. Þennan dag vann ég að uppskrift fyrir Bláskelina/kræklinginn frá Norðurskel í Hrísey, réttin kalla ég Eyjafjarðarbláskel. Ég fékk vini mína Alla, Guðmund og bróðir minn Val með mér uppáklædda til að vera gestir í Bláskelja veislunni í og við Framnes. Eiður Máni strákurinn minn var með okkur sem aðstoðarkokkur og þjónn. Finnbogi ljósmyndari tók svo margar góðar myndir og þar sem að það birtast ekki svo margar í bókinni ákvað ég að setja nokkrar hér inn. Þetta var skemmtileg veisla á mögnuðum stað. Sigga og Bjössi í Stjörnunni, glermunir lánuðu okkur
nýtt( Nýhannað) Bláskelja sett, stór skál og litlar til að borða úr sem líta út eins og skelin, magnað sett. Við drukkum Clay Station hvítvín frá Vífilfelli og San Pellegrino loftbóluvatn með.
Hér kemur síðan uppskriftin
150 gr íslenskir sveppir
200 gr skeljapasta eða annað eftir smekk
1 appelsínugul paprika
1/ 4 dós kjúklingabaunir
4 6 meðalstórar gulrætur
4 6 meðalstórar kartöflur
3 dl hvítvín
Ferskar koreander greinar til skrauts
Salt
Soð
6 dl vatn
2 knorr fiskteningar
348 gr knorr (Drikkebouillon) bollasúpur

1 tsk paprikuduft
¼ tsk chillíduft
¼ tsk cumin
1 - 2 tsk hunang
2 lárviðarlauf
1 dl hvítvín
3 msk púrtvín

Hugum fyrst að soðinu. Soðefnið sett í pott án vínanna og suðan látin koma upp. Látið malla í 8 mínútur, bætið vínunum í og sjóðið í 2 mínútur í viðbót. Þetta er hægt að gera tímanlega. Athugið að soðið á að vera dálítið bragðsterkt áður en því er hellt yfir réttinn. Afhýðið kartöflur og gulrætur, skerið í hæfilega bita, sjóðið og setjið út í soðið. Sjóðið pasta og strengjabaunir, setjið kjúklingabaunirnar út í pottinn með strengjabaununum til að hita þær. Skerið sveppi í tvennt og steikið í smjöri á pönnu, saltið aðeins.

Berið fram með brauði og vel kældu hvítvíni eða kolsýrðu vatni.
Matur og drykkur | Fimmtudagur, 11. september 2008 (breytt kl. 11:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)

Ég bjó til salat í skálar handa hverri og einni. Þegar ég geri svona salöt, þá finnst mér skipta svo miklu mál hvernig hvernig er raðað í skálina/ílátið, hvað fer fyrst og svo framvegis. Röðin hjá mér var svona og magnið er eftir tilfinningu og smekk, íssalat, spænskur sauðaostur mulin yfir, vínber skorin, avacado, litlar kúlur skornar með teskeið, balsamik síróp nokkrum dropum dreift yfir, aftur íssalat, furuhnetur, krabbinn, dassi af olífuolíu, örlítið maldon salt milli fingra að lokum. Best að er að gera salatið stuttu fyrir mat, en samt að hafa það stutta stund í ísskáp.


Matur og drykkur | Þriðjudagur, 9. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mér var bent á skemmtilega síðu um vín og mat. www.vinogmatur.is Á bloggsíðu þeirra er hægt að lesa skemmtileg skrif sem tengjast leik er kallast Vínkeðjan þar fá bloggarar sent vín til að smakka og skora svo á annan bloggara. Það er áhugavert að lesa ólík skrif um sama vínið, það er líka gaman að fá hráa óritskoðaða gagnrýni margra sem eru ekki vanir að gera slíkt. Með þessum hætti fáum við bestu lýsinguna á vörunni eins og hún kemur fyrir áhugamanninn eða bara hinn almenna neytanda sem er jú stærsti viðskiptavinurinn.
Matur og drykkur | Mánudagur, 8. september 2008 (breytt kl. 14:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Matur og drykkur | Laugardagur, 6. september 2008 (breytt kl. 20:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Matur og drykkur | Föstudagur, 5. september 2008 (breytt kl. 10:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Matur og drykkur | Föstudagur, 5. september 2008 (breytt kl. 08:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Matur og drykkur | Fimmtudagur, 4. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Matur og drykkur | Miðvikudagur, 3. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Af mbl.is
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir