Kaffi París...þjónustan uppá við á ný og gott Paté

100_0654Er í borg óttans..(Sjávarútvegsýningin hefst á morgun er að undirbúa hana) Kaffi París hefur lengi verið mitt uppáhald í Reykjavík, setjast einn niður í horninu við gluggann og njóta þess að horfa á fólk og gleyma amstri dagsins. Þegar staðnum var breytt missti hann mikinn sjarma en nýja lúkkið vandist nokkuð fljótt s.l 2 ár hef ég komið sjaldnar vegna þess að þjónustan sem var svo einstök hafði farið verulega aftur, það var ekki passað uppá þig og þú þurftir að kalla eftir þjónustu og bíða....það vantaði eitthvað uppá. Í gær fór ég óg viti menn það voru nýir þjónar eða ný áhersla það voru ungir strákar að vinna og þjónustan var aftur orðinn á svipuðum nótum og hún var, viðskiptavinurinn skipti máli, boðið velkominn og vel fylgst með manni, t.d diskurinn tekinn strax og maður var búinn. Ég fékk mér léttan hádegisverð Sjávarréttapaté (Sjá mynd)pateið var með ágætu sjávarfangsbragði, bæði með farseruðum og heilum bitum, með þessu var salat, þrennskonar grænmeti, íceberg, lollo rosso og gúrkur og já eitthvað eitt enn græntSmile einhver vinegar dressing með salatinu, balsamik sýróp yfir allt saman, sítróna og  hvítlauks majonessósa voru einnig með, rétturinn kostaði 1300 kr og ég ætla að gefa réttinum 3 sleifar.
sleifsleifsleif 


Við vorum eins og krónan...kolféllum fyrir.....

mALBECK MORAS......rauðvíninu sem við smökkuðum. Um helgina hittist hluti af rýnihóp matarsíðunnar. Ég eldaði nokkra fiskrétti sem ég ætlaði að birta myndir og uppskriftir af....en myndirnar þær fóru nú því miður fyrir bí Frown og því segjum við aðeins frá réttunum og gerum vínunum góð skil.
1. Bleikjucarpaccio, steinselja, lime, púrtvín, chilli, salt og pipar
2.  Fiskisúpa. Hrár fiskur: bleikja,þorskur og rækjur, laukur, hvítlaukur, ferskur chilli sett í matvinnsluvél með örlítilli olíu og vatni bætt smátt útí til að fá fínan jafning. jafningurinn settur í pott, rjóma, klípu af rjómaosti bætt úti, kryddað til með karrýi, salti og pipar látíð sjóða í 5 - 8 mín. Borið fram í litlum bollum.
3. Innbökuð (Smjördeig) bleikjameð gorgonsola osti. Borið fram með soðnum gulrótum, sætri kartöflu og örlítilli sítrónuólífuolíu.
4. Smjörsteiktur Túnfiskur. Smjöri og sojasósu blandað sama á pönnu, hliðunum á túnfisksteikunum velt upp úr fínu heimagerðu krydduðu brauðraspi að eigin vali. Borið fram með fersku salati og kaldri kartöflu ( Rammíslenskt smjör með kartöflunum fyrir þá sem vilja...og hver vill það ekki ? )
5. Súkkulaðikakaa la Gréta mín...og rjómi í eftirrétt.

Við smökkuðum tvö gæðavín frá www.vifilfell.is....eitt hvítt og eitt rautt: Notuðum að sjálfsögðu töfraglösin frá www.fastus.is - sjá færslu neðar.riesling
Hvítvínið Léon Beyer Riesling 2005.  1490 í ríkinu. Við rýndum í vínin á áhugamannsins hátt og hver og einn tjáði sig. Fyrir mér var hvítvínið forvitnilegt og nýtt, það var ferskt og mér datt í hug Lime og sumar þegar ég smakkaði það. Það hentaði vel með millisterku bleikjucarpaccioinu og ég er spenntur að prófa það t.d með sterkum austurlenskum mat.

Rýnir 7: Þurrt, aðgerðalítið en ferskt, hentar vel með fiski og léttum réttum, höfðar ekkert sérstaklega til mín.
Rýnir 8:Lyktin af ávöxtum og sýru, bragð af greip og ferskjum. Milliþurrt, skemmtilegt hvað bragð og áferð breyttist eftir því hvað var borðað með víninu.
Rýnir 1: Þetta er vín sem ég drekk ekki oft og er vön sætari vínum, vínið er ferskt og örugglega gott með ostum. 
sleifsleifsleif sleifar.


Rauðvínið - Las Moras Black Label Malbec 2005 -Sérpöntun ÁTVR 1790 kr. Þetta vín var borið á borðið með túnfisksteikinni. Þetta var skemmtilegt, það er svo gaman að láta koma sér á óvart og það fór um mann fiðringur strax við að lykta af víninu. Haust, ber, leður, traust og ánægja. Vínið átti mann allan og það var gaman að drekka það. Það var eins og að bragðið væri á tveimur, þremur eða fleiri hæðum, klárlega með betri rauðvínum sem ég hef bragðað. Væri ábyggilega snilld með grilluðu hrefnukjöti eða svartfugli....kæri lesandi þú verður bara að prófa.

Rýnir 7:Mjög gott  vín með bragðmiklum mat, góð fylling og örugglega gott með kjötréttum og grilluðum mat. Þétt og gott vín. Berjakeimur,krydd, ávaxtakeimur þá helst pera og eik...eitt af mínum uppáhaldsvínum
Rýnir 8: Lykt: kaffikeimur, bragð: fíflamjólk, mjög bragðgott, nöguð (blaut) leðurreim.
Rýnir 1: Hrikalega gott, lyktar vel og bragðast enn betur. Fullt hús
sleifsleifsleifsleif 1/2 sleif.


Áhugamaðurinn gefur sleifar - Krua Siam

100_0643Í gærkvöldi fórum við hjónin í leikhús í Rýmið hjá LA til þess að sjá Dauðasyndirnar, algjör snilld sem ég segi frá síðar. Við ákváðum að fá okkur eitthvað létt að borða á undan og fyrir valinu varð Krua Siam tælenskur staður við Strandgötuna á Akureyri. Það hafa margir staðir verið til húsa þarna, en þennan höfum við ekki komið á. Staðurinn er með heimsendingu á mat og einnig er hægt að sækja, þannig að það var töluvert af fólki á ferðinni og starfsfólk að svara í símann, en þetta er bara þannig staður. Matseðillinn er fjölbreyttur og verð nokkuð gott, matseðillinn sjálfur mætti vera vandaðri, myndir frekar óskírar og verðin handskrifuð á límmiða yfir myndina...en kannski er þetta bara heimilislegt.100_0646Við vorum boðin velkomin á hlýlegan máta og þjónustan var ljómandi góð. Við tókum sitt hvorn réttinn og rauðvínsglas með (2 litlar Lindemans flöskur ) sem hæfði vel. Ég fékk mér Satay svínakjöt á pinnum og Gréta fékk sér kjúkling með Cashew hnetum og grænmeti, með báðum réttum fylgdi diskur með hrísgrjónum og örlitlu af rifnum gulrótum og hvítkáli. Báðir réttir voru afar bragðgóðir og ljóst að það eru kunnáttumenn í eldhúsinu. Þetta kostaði fyrir okkur bæði með víni 4600 kr sem verður að teljast hagstætt eða hvað ? Krua Siam fær
sleif sleif sleif og 1/2 sleif.


Harðskafi

Ég er nýlega búin að heyra nokkrar útgáfur af orðinu "Harðskafi"og ég veit ekki hvort að það tengist því nokkuð hvað ég var að hugsa um í morgunsárið, en þegar ég las fyrirsögnina hér á mbl.is  " Harðfiskur og kynlíf "á grein um annars áhugaverða sýningu Jónu Hlífar datt mér í hug harðskafi. Flestir þekkja orðið frá bókinni hans Arnaldar Indriðasonar sem kom út um jólin í fyrra. Á Vísindavefnum kemur eftirfarandi fram: " Örnefnið Harðskafi er að minnsta kosti til á fimm stöðum sem hér skulu nefndir:
  • Fjall upp af Eskifirði.
  • Bratt og hátt hamrafjall með gróðurlitlum hlíðum fyrir ofan bæinn í Kálfafellskoti í Fljótshverfi í V-Skaftafellssýslu.
  • Hæð eða lágur hryggur í Hlíð í Skaftártungu í V-Skaftafellssýslu.
  • Þverhnípt, slétt berg, gráleitt á að sjá í Suður-Hvammi í Mýrdal í V-Skaftafellssýslu.
  • Í túninu í Holti undir Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu.

    Samkvæmt nýjustu orðabók merkir orðið harðskafi ‚lélegt fóður eða fæði‘, en harðskafatún ‚tún með hörðum og þurrum jarðvegi‘. Lýsingarorðið harðskafalegur er haft í merkingunni ‚hrjóstrugur‘ eða ‚harðneskjulegur‘ (Íslensk orðabók). Tvö samsettu orðin eru merkt Austfjörðum í Orðabók Sigfúsar Blöndals. Nafnið Harðskafi kemur fyrir í Hálfs sögu og Hálsrekka.

    En þar sem að þetta er nú matarblogg þá ætla ég að koma að enn einum harðskafanum og ekki þeim sísta. Harðskafi er harðfiskur og íslenskt smjör blandað saman og t.d smurt á flatbrauð. (Sjá hér um matarferð á Breiðafirðinum) Niðurstaðan er semsagt þessi mér datt harðskafi í hug vegna harðfisksins en ekki vegna kynlífisins.Cool ...og þetta er sko sannarlega ekki lélegt fóður.

    Í gærkvöldi borðaði ég á Krua Siam á Akureyri og í dag kemur smá grein, myndir og sleifagjöf.

mbl.is Harðfiskur og kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hungrið hverfur....sykurinn sækir á.

Það væri skemmtilegt að skreppa til borgar óttans um helgina og líta á þessa áhugaverðu sýningu og fyrlesturinn sem er á laugardag Errm .  eldabuskaFélagið Matur-saga-menning efnir til sýningar um mat og mataræði Reykvíkinga 20 öld, sem ber nafnið "Reykvíska eldhúsið - matur og mannlíf í hundrað ár." Sýningin opnar formlega föstudaginn 26. september næstkomandi í Aðalstræti 10, elsta hús Reykjavíkur og í hjarta miðbæjarins. Markmiðið með sýningunni er að bjóða Reykvíkingum og öðrum gestum að fræðast, njóta og bragða á lítt þekktri matarsögu höfuðborgarinnar. Miðstöð munnlegrar sögu efndi til söfnunarátaks á munnlegum heimildum fyrir sýninguna og ýmsir viðburðir munu tengjast henni beint eins og til dæmis ráðstefnan Af hlaðborði aldarinnar - Áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu haldin í Iðnó, laugardaginn 27. september 2008 frá 14.00-17.00. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Sagnfræðingafélag Íslands og Reykjavíkur Akademíuna.

Efnisflokkar sýningarinnar eru: reykviska_2

Aldarbyrjun - Fiskibærinn Reykjavík
1900-1930 Höfuðborgin - gluggi til annarra landa
1930-1940 Aðeins íslenskt
1940-1960 Hungrið hverfur, sykurinn sækir á
1960-1975 Neysluþjóðfélag í sókn
1975-2000 Matur frá víðri veröld
Aldarlok –Sérkenni reykvíska eldhússins


Súpa sem yljar um hjartarætur á svölu skammdegiskvöldi

Þá er komið að súpuuppskriftinni frá áhugamanninum og myndum frá fiskisúpuveislu stelpnanna á miðju gólfi í fiskverkunarhúss. Fyrir þá sem hafa ekki verið að fylgjast með þá er þetta uppskrift úr matreiðslubók sem kemur út í lok október og heitir...

ABBA, Rifsber, berjahlaup, og lífið fer í hringi

Þegar ég var smá gutti og fjölskyldan bjó í Höfn (Hús á Dalvík sem ég er oft kenndur við) Þá átti Gummi bróðir plötu eða kassettu með ABBA sem oft var spiluð og örugglega í berjahlaupsgerð, fjölskyldan týndi oft ber og það var búin til saft og hlaup....

Sítrónuolínan feykir léttu kvöldsalatinu á flug

Sítrónuolían sem ég keypti í Reykjavíkurskottúrnum um daginn er algjör snilld. Í fyrradag gat ég ekki beðið lengur með að prófa hana út létt kvöld túnfisksalat. Tók úr ísskápnum íssalatið góða frá Lambhaga, steinselju, gúrku, döðlur, sauðaost og bita af...

Rækjuveisla í góðra vina hópi - Bjórgrillaðar rækjur

Góðan og vindbarðann daginn Þegar ég setti færsluna (Sjá neðar) um Kræklingaveisluna lofaði ég einnig rækju og súpuveislumyndum frá því að tökur á myndum fyrir Matreiðslubókina "Meistarinn og áhugamaðurinn" fóru fram. Bókin kemur út fyrir jólin, ég ,...

Tilraunakarfa úr Parmesan og hádegisköttur á fjölunum.

Á sunnudaginn var ég að laga til í drasli og fann hjá mér miða þar sem ég hafði verið að skrifa hugmyndir og fleira þar stóð "prófa að gera körfu úr Parmesan osti" Nú ég skellti mér í þetta í einum grænum. Hitaði ofninn og reif niður ost (milligróft) og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband