Fálkaorðuna til Dalvíkur

Mátti til með að birta þetta bréf sem er birt í Velvakanda í Morgunblaðinu í dag - Gaman af þessu.

ÉG GET ekki orða yfir gestrisni Dalvíkinga í kringum Fiskidaginn mikla. Ég var mætt þarna ásamt fjölskyldu minni á miðvikudeginum og þá var orðið ansi margt um manninn. Á öllum stöðum sem maður þurfti að sækja þjónustu voru allir eins og þeir hafi fengið sér meðferð í mannlegum samskiptum, þvílík kurteisi og lipurð. Meira segja fólkið sem þreif klósettin á tjaldstæðum bæjarins var í essinu sínu alla helgina. Alveg fannst okkur frábært að heimsækja bláókunnugt fólk á föstudagskvöldinu og þiggja hjá því fiskisúpur af hinum ýmsu og allt sem þeim fylgdi. Okkur leið eins og við værum komin heim til vina okkar, sennilega hefur þessi frábæra Vináttukeðja sem mynduð var fyrr um kvöldið átt þátt í þeirri líðan. Skreytingarnar við húsin voru rosalega skemmtilegar og allir virtust taka þátt. Á kvöldin gat maður rölt í bæinn og notið stemmningar eins og gerist á góðu kvöldi í útlöndum, tónlist var leikin af fingrum fram hér og þar og úr görðum og ungir sem aldnir undu sér vel. Þetta er aðeins brot af þessari heimsókn okkar sem ég rifja upp og er alveg viss um að fálkaorðan á fullt erindi til ykkar, Dalvíkingar.

Takk fyrir okkur. Elínborg Ben


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Þó þær væru tvær fálkaorðurnar Júlli væri það hófleg viðurkenning :)

Hólmgeir Karlsson, 27.8.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Gaman að lesa þetta bréf! Já, og ég tek undir með kvinnunni, þið eigið svo sannarlega skilið að fá fálkaorður og þær allar saman!

Ylfa Mist Helgadóttir, 28.8.2007 kl. 08:46

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fiskidagurinn mikli á Dalvík er einfaldlega tær snilld !

Jónína Dúadóttir, 29.8.2007 kl. 10:51

4 identicon

Sammála síðasta ræðumanni, okkar upplifun af skemmtilegasta degi ársins var ólýsanleg. Næsti fiskidagur fer ekki fram hjá okkur.

 Kv. úr kotinu til familíunnar

Rúna (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband