Þrautseigur frumkvöðull.

Þegar talið berst af snjóbyssum eins og í þessari frétt dettur manni alltaf snillingurinn og Dalvíkingurinn Jón Halldórs í hug.

Fyrir um hálfum öðrum áratug beitti Jón Halldórsson Dalvíkingur sér fyrir því að flytja til landsins snjóbyssu og þá skyldu ekki margir upp né niður í þessari hugmynd. Ég held að landinn hafi litið á þetta sem vitleysu eða gerði í besta falli góðlátlegt grín að hugmyndinni. Í dag gerir enginn grín að þessu og öll helstu skíðasvæði landsins keppast við að setja upp snjóbyssur á svæði sín eða eru þegar búin að því. Á þeim stöðum skiptir snjóframleiðslan öllu máli til þess að hægt sé að halda skíðasvæðunum opnum. Þarna tel ég að Jón hafi verið langt á undan sinni samtíð enda hugsjónarmaður mikill og þrautseigur með eindæmum.  Jón Halldórsson var frumkvöðull í því að reisa skíðalyftu í Böggvisstaðafjalli við Dalvík 1972. Hann fékk með sér áhugasama menn og gengu þeir í hús og söfnuðu fé til að reisa hana. Fljótt var þessi lyfta of lítil og 1976 var bætt við toglyftu ofar í fjallinu, 1986 var ný lyfta reist í staðinn fyrir þá fyrstu við það stækkaði svæðið um helming og er svæðið eitt það fjölbreyttasta á landinu í dag. Samtals eru lyfturnar um 1200 metra langar.

Mér hlýnaði um hjartarætur þegar Jóni Halldórssyni sem enn starfar á fullu fjallinu var veitt viðurkenning á afhendingu verðlauna vegna íþróttamanns Dalvíkurbyggðar í safnaðarheimilinu þann 30 desember s.l. Viðurkenningin er fyrir ötult starf við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Böggvisstaðafjalli.

Til hamingju Jón þú áttir þetta svo sannarlega skilið og meira til.

MYND AF SKÍÐASVÆÐINU


mbl.is Heimagerður snjór veldur vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilegt nýtt ár ! Flott skíðasvæðið ykkar, ef ég færi einhvertímann á skíði mundi ég örugglega renna úteftir og prófa

Jónína Dúadóttir, 5.1.2008 kl. 14:14

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Dóttla mín rennir sér þarna á æfingum nokkra daga í viku. 

Ein grundvallarástæða þess að við fluttum hingað norður, var að Svenni Kálfur var orðinn leiður á því að hafa okkur í bústað árlega  í okkar vetrarskíðaferðum, & ákvað að flytja póstfangið okkar hingað.

Þú þekkir frekjuna í kallinum..

& þetta er líka besta skíðaaðstaðan á landinu...

Máttir náttla líka nefna að Dalvíkíngar byrjuðu að framleiða snjó í brekkur sínar ári áður en að  Hlíðarfjallsmenn montuðu sig af framýni sinni í því & þökkuðu Baugi & Eimskip fyrir...

Steingrímur Helgason, 6.1.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband