Aftur og aftur..

Það er ekki langt síðan að ég var að blogga um svipað atvik þar sem vegfarendur óku framhjá slysstað án þess að athuga með þann slasaða eða athuga hvort að einhver væri hjálparþurfi. Eflaust hefur fólk einhverjar ástæður fyrir því að vilja ekki stoppa, en mér finnst samt eitthvað rangt við þetta og við þurfum að efla náungakærleikann. Eldri maður sem hrasar á göngu sinni í dag, er alblóðugur í framan og sannarlega hjálparþurfi og margir aka framhjá, einhverjir grípa símann og hringja í neyðarlínuna, að lokum koma tveir sem eru með hjartað á réttum stað og koma honum til hjálpar. Næst þegar svona kemur fyrir hugsaðu þig tvisvar um áður en þú ekur framhjá eða gerir ekki neitt, þetta gætir verið afi þinn, besti vinur eða einhver nákominn....sem svo sannarlega á ekki að skipta máli en ef það að setja þetta svona vekur einhverja til umhugsunar þá er það gott.......... og einhvern tímann gæti þetta hent þig.
mbl.is Margir óku framhjá slösuðum manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Já þetta er skelfilegt.  Ég stoppaði einmitt nýlega hjá jeppa sem var stopp í vegkanti og maðurinn sem á honum stiginn út.  Til allrar hamingju var þó ekkert alvarlegt en hann átti von á aðstoð.

Maður á að láta sig málið varða.  Hvað ef við værum sjálf í þessum sporum?

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 6.1.2008 kl. 18:07

2 identicon

ég er alveg sammála þér með þessi skrif maður bara trúir ekki að fólk skuli ekki stoppa við svona aðstæður sem aðrar þar sem greinilegt er að slys hefur orðið en það er náttúrulega ekki gaman að koma að svona slysum ef fólk er með ung börn í bílum sínum en engu að síður þarf maður ekki að stöðva bílinn fyrir framan slysstaðinn ef svo ber undir heldur er hægt að leggja bílnum aðeins lengra frá til að börn sjái ekki hvernin ástandið er því það getur setið í börnum og valdi hræðslu um langt skeið að sjá það þegar fólk er alblóðugt. þetta getur eflaust verið ein ástæðan fyrir að fólk þori ekki að athuga hvort ekki sé hægt að koma til aðstoðar en jú ég held að fólk ætti að hugsa sig aðeins um eins og þú segir.

Hlynur (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 18:15

3 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Mikið rétt Hlynur það geta skapast aðstæður eins og t.d með börn en þá er hægt að leisa það eins og þú segir með að leggja lengra frá og huga að þeim slasaða.

Júlíus Garðar Júlíusson, 6.1.2008 kl. 18:27

4 identicon

Sama hvort börn eru með í för eða ekki ber fólki skylda til að stoppa og veita aðstoð þegar það kemur að slysi eða fólki í neyð.Munið að af misjöfnu þrífast börnin best.

Að keyra fram hjá slösuðu fólki án þess að veita aðstoð er sjálfselska og siðblinda af verstu sort og eiga þær skepnur sem það gera ekkert annað skilið en að lenta í slysi sjálft og þurfa að upplifa að á eigin skinni að vegfarendur keyri hjá án þess að veita aðstoð.

Jón Magnússon (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 18:46

5 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Það kann að vera rétt að okur beri skylda að stoppa og þannig ætti það að vera og sannarlega er þetta sjálfselska og siðblinda hjá einhverjum sem gera slíkt....en við skulum ekki óska neinum að lenda í slysi.

Júlíus Garðar Júlíusson, 6.1.2008 kl. 18:51

6 identicon

auðvitað ber okkur að stoppa og veita aðstoð Jón Magnússon en ég veit en það er kannski ekki rétt hjá þér að segja að börnin þrífast best á misjöfnu í þessu samhengi og veit ég dæmi um það er börn þurftu að horfa upp á mjög alvarlegt slys nánast við tærnar á sér og það er ekki aftur tekið. og eins og þú seigir Júlíus þá skulum við ekki óska neinum að lenda í slysi og en í þessu tiltekna máli í borgarfjarðarbyggð getur verið að einhverjir sem keyrðu fram hjá án þess að veita aðstoð hafi ekki tekið eftir því að maðurinn var alblóðugur því þegar bílstjóri er einn á ferð þá er ekkert víst að hann líti á alla sem á vegi hans verða en ég ættla ekki að dæma um það en ég held eingu að síður að þú ættir að hugsa um þessi orð þín ,,og eiga þær skepnur sem það gera ekkert annað skilið en að lenta í slysi sjálft,,

Hlynur (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 20:03

7 identicon

Ég hef hugsað þetta aftur þetta sem ég skrifaði um þær siðblindu sjálfselsku skepnur sem keyra burt frá slysstað án þess að veita aðstoð fólki sem á í neyð og ég stend við það sem ég skrifaði.

Ég hef sjálfur komið sem fyrsti bíl að alvarlegum umferðaslysum þrisvar á minni ævi og ég viðurkenni að það er ekki góð líðan eða einhver huggulegheit sem fylgja því sem þar ber fyrir augu.En auðvitað stoppar maður og gerir það sem maður getur til að hjálpa þeim sem þurfa þess með meðan beðið er eftir hjálp.Verst er þegar maður getur ekki gert neitt og í því hef ég lent og trúið mér ég svaf ekki í viku eftir þá reynslu.Fyrsta skipti sem ég var vitni af alvarlegu bílslysi var þegar ég var 5-6 ára og var ég á ferð með föðurbróðir mínum uppi á Hallormstað.Hann að sjálfsögðu stoppaði og fór til aðstoðar,sjónin var ekki fögur því annar bílstjórinn var alblóðugur í andliti og hálf rænulaus.En af þessu lærði ég það að maður stoppar og veitir aðstoð þeim sem þurfa en auðvitað fylgdu þessu einhverjar martraðir en það sem stóð uppúr var að ég dáði frænda minn fyrir það sem hann gerði fyrir fólkið sem lendi í slysinu.

Jón Magnússon (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband