Prik þriðjudagsins

Hugmyndin að Prikavikunni fór alveg ágætlega af stað...jafnt á bloggi sem annarsstaðar.

Prik dagsins í dag fá:

Fá allir sem brugðust við hugmyndinni og hugsuðu jákvætt og fóru að gefa prik og velta því fyrir sér...hvað stundum er erfitt að finna eitthvað jákvætt til að skrifa um.....en þetta er bara æfing......það er allt fullt af jákvæðum hlutum og jákvæðu fólki í kring um okkur.....við þurfum bara að opna augun örlítið betur...og kannski hjartað líka. Málið er að við erum vön í okkar öfluga fjölmiðla og bloggheimi að lesa og finna fyrir því að meirihlutinn af því sem fram er boðið er með neikvæðum takti.

......þið sem skrifuðuð svo fallega í athugasemdir í gær fáið prik....ég ætlaðist nú ekki til að ég yrði prikaður....en þetta var samt yndislegt að finna jákvæðnina í garð þessarar hugmyndar.

Grunnskólakennarar landsins fá prik frá mér í dag. Þeir eiga það svo sannarlega skilið fyrir mikið, öflugt og oft á tíðum ósanngjarnt hugsjónarstarf. Kennarar eru ótrúlegt fólk og oft á tíðum vita foreldrar barna í grunnskólum ekki hve starfið er mikið og erfitt.

....að lokum fær Páll Óskar prik í dag frá mér...maðurinn er einfaldlega snillingur, trúr sínu og það skilar honum árangri

Verið dugleg að breiða út prikaboðskapinn og prófið ykkur áfram....ekki endilega opinberlega að finna einhverja sem þið teljið að eigi skilið að fá prik á hverjum degi í 7 daga....það er góð æfing....næst er svo að segja það upphátt.....það er aldrei of mikið af hvatningu eða jákvæðum skrifum.

Gangið hnarreist og glöð ínn í daginn....og þið munuð uppskera eins og þið sáið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Stelpan sem afgreiddi mig í 10-11 í morgun fékk prik frá mér... upphátt Hún gerði smá villu og skammaðist út í sjálfa sig, en ég sagði henni að hún væri snillingur að geta lagað þetta og mikið væri hárið á henni fallegtHún horfði fyrst svakalega hissa á mig, en brosti svo og þakkaði fyrirMér leið vel !

Jónína Dúadóttir, 6.5.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta var virkilega góð hugmynd hjá þér Júlli minn, ég ætla að halda áfram í þessu og finna jákvæða og góða hluti.  Kveðja til þín frá Bjarna Ómari

Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband