Eurovision blogg

Nú styttist í Eurovision.
Nú breyti ég mínu bloggi í Eurovision blogg fram yfir 24. maí. Hér í mínu byggðarlagi, heimabyggð Friðriks Ómar stöndum við svo sannarlega með okkar manni og hans fólki. Hér er hópur stuðningsaðila að breyta bænum í Eurovision þorp frá 22. maí - 24. maí. Skreytum bæinn, stuðningsskilti út í glugga, grill,  eurovisonfjölskylduball þar sem við dreifum árituðum veggspjöldum og geisladiskum frá Eurovisionförunum og margt fleira verður gert sem ég mun segja frá hér á blogginu. Allt miðast þetta við laugardaginn 24. maí því við VITUM OG TRÚUM því að Ísland kemst upp úr undanúrslitunum. Flugeldarnir eru klárir fyrir laugardagskvöldið 24. mai - Áfram Ísland - spennið beltin.

Ég hef áður skrifða um Eurovison keppnina sem að allir elska eða elska að elska ekki. Mín skoðun er sú að lang lang stærsti hluti þjóðarinnar hefur gaman af kepnninni og fylgist vel með og nýtur þess, svo koma nokkrir sem hafa gaman en vilja ekki tala um það ( Felu Eurovison aðdáendur ) og svo kemur örlítil prósenta sem hefur ekki gaman og við verðum nú að virða það. Ég hef gaman af Eurovison og hvað þá núna þegar Friðrik Ómar er að keppa. Það eru mörg ár síðan að ég sagði við hann þá hálfgerðann gutta hér á Dalvík " Þú átt einhvern tímann eftir að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision" og nú er komið að því og ég er sannfærður um að þau komast áfram...ég bara veit það og hafið mín orð fyrir því.

Ég er líka búinn að skoða öll lögin og hlusta nokkuð á þau. og ætla að leyfa mér að koma með spá:

Spáin mín fyrir Eurovision 2008

20 mai - 10 löndin sem komast áfram fyrra undanúrslitakvöldið.
Finnland
Grikkland
Pólland
Bosnia Hersegovina
Slóvenía
Andorra
Azerbatian
Rússland
Noregur
Armenía

22. maí - 10 lönd sem komast áfram seinna undanúrslitakvöldið - Spennan Magnast
Ísland
Búlgaría
Danmörk
Úkraina
Latvia
Ungverjaland
Malta
Kýpur
Hvíta Rússland
Georgía

24. mai

5 efstu löndin á lokakvöldinu - Set þau ekki í sérstaka röð.
Búlgaria
Rússland
Ísland
Slóvenía
Lettland

5 næstu lönd - Fra 5 - 10 - Set þau ekki í sérstaka röð
Finnland
Danmörk
Azerbatian
Ukraina
Noregur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Júlíus.

Þetta líst mér vel á . þetta heitir SAMHUGUR Í VERKI. Ég ætla bara rétt að vona að allflestar væntingar megi sjá dagsins ljós.

Áfram, og ekkert nema framá við.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 11:28

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Noh! Það verður stuð!

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.5.2008 kl. 15:08

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að þessu

Jónína Dúadóttir, 14.5.2008 kl. 20:02

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alveg frábært hjá ykkur, vildi alveg vera á staðnum.  Við vonum það besta það er alveg á hreinu. 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 20:42

5 identicon

:) Lítur vel út med Euro party thetta árid, efast um ad thau verdi mørg svona gód í allri álfunni.

Hef ekki hlustad mikid á løgin, ég er svona 50% Eurovision addáandi, fíla yfirleitt ekki løgin, en horfi á keppnina. Búlgaría verdur pottthjett ofarlega, yngstu partyljonin munu kjósa theirra framlag.

Og svo verdur ekki verra ad segja vid danina thegar Frikki stígur á stokk; "Ég var nú í hljómsveit med thessum einu sinni", en mun ekki taka fram ad thad var bara eitt ball eda tvø...

 Væri meira en til í ad vera á Dalvík thetta kvøld :D

Holli Vals (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 14:23

6 identicon

Júlli, það er aðdáunarvert hvað þú leggur mikið á þig til að styðja þitt fólk :) vildi óska að það væru til fleiri menn eins og þú :)

Kata Árna (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 15:28

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Auðvitað styðjum við Friðrik Ómar og Regínu Ósk! Þetta er "okkar" fólk, hvar sem við búum á landinu. En Júlli, ég held að það sé enginn bær eins og Dalvík, það er bara eitthvað sérstaklega fallegt og gott í bænum þínum.

Bestu kveðjur til þín og þinna frá mér og mínum

Ragnhildur Jónsdóttir, 16.5.2008 kl. 14:22

8 identicon

Íslenska lagið er geggjað, besta framlag okkar síðan Nína, jafnvel betra. En (tussan) frá Slóveníu er sjúkleg, Júlli ;)

Addi E (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 22:10

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er gaman hjá þér, ég kem semsagt hérna inn til að spá og skoða keppnina. þú ert semsagt ekkert bjartsýnn á danmörkurliðið ! ææ,

hafðu fallegan dag í dag.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband