Prik föstudagsins

Prikavikan að taka enda :(

Prik dagsins fá nokkrir úr mínu byggðarlagi:

Elvar Reykjalín og fjölskylda hjá Ektafiski og Ektaréttum í Dalvíkurbyggð fyrir mikla elju og dugnað við að koma frábæru hráefni á framfæri. Það nýjasta hjá þeim er algjör snilld Gullkistan, trékistill með óútvötnuðum Ekta saltfiski.

Kaldakempurnar Agnes og Óli í Bruggsmiðjunni á Árskógssandi í Dalvíkurbyggð. Prikið er ekkert endilega fyrir flösku númer milljón eða góðan bjór. Heldur  handa þeim sjálfum fyrir að snúa vörn í svaka sókn og trúa á hugmyndina sína. 

Bernd á Þverá. Bernd brúðgerðamaður er einstakur listamaður og það er frábært að hafa hann hér í byggðarlaginu okkar. Ég hef verið að benda hópum að fara í heimsókn til hans og fengið miklar þakkir fyrir frá því, fólk kemur brosandi og agndofa til baka. 

Góða helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Svo má líka hafa prikaár eða mánuð

Jónína Dúadóttir, 9.5.2008 kl. 12:13

2 identicon

Frábært framtak Júlli

Þú átt hrós skilið fyrir hvað þú ert hugmyndaríkur og drífandi.

Það á svo sannarlega að hrósa fólki og skemmtilegt að þú gerir það með þessum hætti.

Kannski að við Hólafólk tökum upp svona prikaviku :)

Kær kveðja frá Sauðárkrók/Hólum

Pálína Ósk Hraundal

Pálína (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 12:19

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Júlli þetta var frábær hugmynd hjá þér, þessi prikavika. Þakka þér fyrir, það veitir ekki af jákvæðum ummælum og skrifum.

Við höldum samt auðvitað jákvæðninni áfram þó hin eiginlega "Prikavika" sé búin

Bestu kveðjur til þín og þinna

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég var að hlusta á Friðrik Ómar í dag þar sem hann var að segja okkur frá hugmynd og framkvæmd þinni í sambandi við Eurovision, hef trú á krökkunum eins og þú. Kannski skellir maður sér bara norður í djammið.   Góða helgi  You Rock 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Flott prikagjöf í dag.....frábært að hafa fólk sem trúir á sjálft sig og svo er hann Bernd brúðugerðamaður alger snillingur, hann hefur komið með sýningar í leikskólann minn og ég hlakka alltaf jafn mikið til að sjá leikritin hans...þvílíkur töframaður sem hann er!

Takk fyrir flotta hugmynd Júlli, þú ert flottur!

Bergljót Hreinsdóttir, 9.5.2008 kl. 17:51

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Verð nú að viðurkenna að það liggur betur fyrir mér að tuða! en þetta hefur verið skemmtilegt verkefni og þakka ég þér kærlega fyrir þessa "þraut".

Mun reyna að hafa prikið í huga ca. 1 sinni í viku framvegis...eða mánuði, sjáum til

Bestu Hvítasunnukveðjur norður yfir heiðar

Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 23:36

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Prik fyrir þig. Luv að vestan.

Drottningin

Ylfa Mist Helgadóttir, 12.5.2008 kl. 18:24

8 identicon

Frábært þetta framtak hjá þér með prikavikuna það mættu fleiri taka þetta upp til dæmis mbl.is það væri nú gaman að lesa um allt það jákvæða sem er að gerast í heiminum þó ekki væri nema í eina viku. Það yrði æfing nr. eitt síðan þyrfti að smá bæti við næst yrði það tveggja vikna jákvæðar fréttir og svo framvegis. En við verðum víst að byrja hjá okkur sjálfum eins og alltaf.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:50

9 identicon

Frábær hugmynd Júlli minn - ég er að hugsa um að taka þetta upp í skólanum - þetta er góð þraut si svona á síðustu dögunum þegar allir eru orðnir fjarska lúnir...bæði nemendur og kennarar. Í síðustu viku var jákvæðnivika - þessi vika prikavika og næsta vika á víst að vera vika hreyfingar - þá auðvitað hefst þetta allt með jákvæðni, prikum,  smáknúsi (hreyfingin ;-) og gleði.

Hvernig var með kokkana í gær - eru þeir komnir í smiðinn og píparann núna ? Þú hefur örugglega fengið mörg prik frá þeim!

Knús og prik - þín Áslaug.

Áslaug Valgerður Þórhallsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband