Skötuselur á Vegamótum

100_0655Ég og Júlía dóttir mín fengum okkur að borða á Vegamótum í gærkvöldi. Vegamót er í hugum margra kannski meira þekktur sem djammstaður um helgar, en margir sem hafa komist á bragðið þekkja að þar er líka að finna góðan mat á sanngjörnu verði, skammtarnir eru veglegir. Þjónustan var ljómandi góð og hæfði staðnum vel, þú ert kannski ekki að fara þarna til að eiga rólegt rómantískt kvöld með elskunni...þó er það að sjálfsögðu hægt. Júlía fékk sér Penne pasta með kjúklingastrimlum og brauði, henni fannst þetta bragðgott heldur og mikið af sveppum og papriku fyrir hennar smekk Whistling og hún fýlaði ekki brauðiðSmile. Ég fékk mér skötusel, hann var borinn fram með steiktu grænmeti, stökku kartöflusmælki, rauðvínssósu og tígrisrækju. Fiskurinn var hárrétt steiktur fyrir minn smekk. Sósan var góð og ekki of þunn eins og vill stundum verða...það var búið að nostra aðeins við hana held ég. Rétturinn kostaði 1990 kr og mér fannst það sanngjarnt, annars er kannski ekki að marka hvað manni finnst um verð á þjónustu eða vöru nú til dags...það gæti verið að allt peningaruglshjalið rugli mann í rýminu.
sleifsleifsleif og 1/2 sleif.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frábær síða hjá þér Júlli, ég hef mikið gaman af að lesa þó ég kvitti sjaldan.

Kærar kveðjur,

Vilborg

Vilborg (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 22:01

2 identicon

Þetta er í sjálfu sér alveg ljómandi síða, en þegar maður er að berjast við aukakíló, þá er hún líklega stórhættuleg! Svona eins og vínbúð fyrir alka!

Annars, í alvöru, kærar þakkir fyrir skemmtilegheitin.

Sveitamaður (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband