Í gær fórum við fjölskyldan ásamt einum aukapjakki í skemmtilegan jólatúr á hinn árlega og afar skemmtilega jólamarkað á Skeiði innst inni í Svarfaðardal. Það snjóaði mikið, hvítt yfir öllu, snjókornin voru stór og mjög jólaleg. Börnin sáu Grýlu bregða fyrir í gegnum logndrífuna. Það var búið að setja logandi kyndla alla heimreiðina heim að Skeiði hjá Myriam og Ingimari. Þau reka litla vinalega ferðaþjónustu, markaðurinn er í litilli gamalli hlöðu og fjósi, þar var margt merkilegt til sölu, list, handverk og ýmislegt matarkyns. Nunurnar frá Akureyri voru með skemmtilegt borð, með ýmsum skrautmunym, handgerðum , kökum, ostabollum og sérstökum kalkúnafylltum bollum sem ég kann ekki að nefna, þær voru strýtulagaðar og ég kalla þær bara NunnubollurÞær voru með hnetu og kókossmákökur skemmtilegt og öðruvísi bragð og lögunin á þeim var eins og jólastafur, skemmtilegt. Það sem okkur þótti áhugavert var alþjóðlegi og vinalegi blærinn á markaðinum, þarna voru Nunnurnar sem ég er ekki viss um þjóðernið, stelpur frá Tékklandi og Slóveníu að selja smakk af nýbökuð Tékknesku brauði ( Bakaðar af kokkunum í Héðinsfjarðargöngunum sem er frá Tékklandi) og með þessu var staup af góðu hunangsvíni. Myriam á Skeiði sem á heiðurinn af þessum skemmtilega markaði er frá Þýskalandi og hún bauð uppá Stollen, smákökur og fleira brauð sem ég þekkti ekki, tvennskonar ilmandi heita glögg fram í fjósinu sem er búið að breyta í hlýlegan lítinn sal með eldunaraðstöðu, þar var síðan Ari í Árgerði með gítarinn og söng jólalög. Þar frammi var Anna Dóra á Klængshóli með gott fjallagrasabrauð, skemmtilega innpakkað, Domma á Klaufabrekknakoti var með jólasíld og rúgbrauð, inni var líka Ógga Sigga dásamlega fíflahunangaðið sitt, hlaup og sultur. Svo keypti ég poka af NÝUPPTEKNUM gulrótum hjá Sólu sem býr í hverfinu ofan við Húsabakka, hún og Friðrik hennar eru með smá garð sem þau breiða yfir, þannig að þessar gulrætur sem ég keypti voru teknar upp úr jólasnjónum í gærmorgun og hljóta þá að vera jólagulrætur. Það var gott að vera þarna í gær, hlý og ljúfstemmning, okkur langaði helst bara að vera þarna fram undir dalsbotni þar sem að jólasnjórinn, ekkert gemsasamband og fjöllin há mynduðu hlýjan hjúp frá bullinu í landinu okkar. Fyrir utan húsið var búið að kveikja varðeld sem börnin horfðu dolfallin á og alls ekki tilbúin, frekar en við fullorðna fólkið að fara aftur í það sem einu sinni var kallað siðmenning.
Flokkur: Matur og drykkur | Sunnudagur, 30. nóvember 2008 | Facebook
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir
Athugasemdir
Frábært
Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 16:19
Júlli,
nú er ég aftur farin að slefa á lyklaborðið og tölvan nýkomin úr viðgerð, helfði alveg viljað vera að bruna um Svarfaðardalinn
Rut Sumarliðadóttir, 1.12.2008 kl. 11:08
Þekki þessa yndislegu tilfinningu að koma í jólahuggulegheitin á Skeiði, fórum þangað í fyrra í dásamlegu veðri, brakaði í snjónum og þessi ótrúlega fjólublá birta yfir Svarfaðardalnum...það eru bara svoleiðis stundir sem ég get viðurkennt að ég sakna frá landi ísa og elda...og svo auðvitað góðra vina.
Annars er stórhættulegt að kíkja hér á síðuna, brestur á hungur og slef...slurp. Hlakka til að fá þig og Grétu þína til okkar - fara með þig í danska grænmetis og kjötborðið og elda...elda...elda
Hilsen og knus i hus,
Ása og strákarnir.
Ása í Helluvaði (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 13:41
Mmm hljómar yndislega, hefði sko verið meira en til í að kíkja heim í sveitina:)
Vala Dögg (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 16:47
...ég á ekki orð! takk kærlega fyrir orðina þína góða um jólamarkaðinn.
þetta var rósa gaman og á ég eftir að þakka öllum þátttekendum og
gestum! er enn að ná mig (á sunnudaginn mættu meira en 100 menn!
læt heyra meira í mig í "norðurslóð" og bið að heilsa í bili, dalakveðja frá
skeiði, myriam & fjölskyldan.
myriam dalstein (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.