Fyrir rétt rúmu ári síðan skrifaði ég smá grein með yfirskriftinni "Matarupplifun ársins" eftir að hafa notið í fyrsta skipti nýársgalaveislu Friðriks V. 1. janúar s.l vorum við hjónin svo heppin að njóta þessarar dásemdar veislu í annað sinn. Veislan í ár var skemmtilega öðruvísi en alls ekki síðri en áríð á undan. Í þetta sinn var ég með myndavél og skrifblokk meðferðis og tók myndir af öllum réttum. Það var afar hátíðlegt og vel tekið á móti gestunum er þeir mættu í fallegu veðri á nýársdag á hinn rómaða veitingastað Friðrik V. á Akureyri, enda þjónustulundin og gestrisnin ávallt með allra besta móti þar. Freyðandi og ferskur fordrykkur snerti gestina í forstofunni og spennan óx. Nú bauð Arnrún Magnúsdóttir konan á bakvið Friðrik V. og Friðrik sjálfan gestum að ganga til borðs og við þeim blasti fallega skreyttur salurinn hlaðinn borðbúnaði. Það fyrsta sem fram var borið var smjördeigssnúður með ferskum kryddjurtum. Fyrsta vínið var Carlou Sauvignon Blanc, Chardonnay, Viogner. Hess/Glen Carlou, Pearl South Africa. Þetta skemmtilega og ávaxtaríka vín passaði glettilega vel með fyrsta réttinum/Lystauka Rækjukokteil 2009 á köldum klaka. Skemmtileg útfærsla á hinum sígilda rækjukokteil, borin fram á klakaskál. Dill, lime, granatepli og Akurhænuegg á toppnum. Rétturinn og vínið setti mann svo sannarlega í matargírinn og maður beið spenntur en þolinmóður eftir hvað gerðist næst. Kælt rauðvín ! Voga, Merlot, Cabernet sauvignon, Shiras, Pinot Noir. Trentino/Veneto, Italy. Það kom á óvart hvað vínið var ferskt og berjabragðið kom vel fram í kældu víninu......og líkt og í síðasta rétti pössuðu rétturinn og vínið vel saman. Þá var komið að fyrsta rétti eins og meistarinn sjálfur Friðrik V, tilkynnti ( hann kynnti alla rétti á hnitmiðaðan og skemmtilegan hátt. Laufabrauðs taco með þurrkuðu hangikjöti og grænu-bauna kremi. Brilljant hugmynd, skemmtileg og gestirnir veltu honum fyrir sér og ræddu málin. Kjötið var af innanlærisvöðva og þurrkað í eitt ár. Baunirnar voru maukaðar og með þeim var síuð súrmjólk. Rétturinn bragðaðist fullkomlega og samsetningin og hugmyndin fleyttu réttinum upp í hæðstu hæðir. Næst fengum við dökkt, frekar sætt brauð með rúsínum. Viðbitið sem var á borðum á þessu fyrsta kvöldi á nýju ári á hugsanlega nýju Íslandi var íslenskt smjör hrært saman við alvöru KEA skyr....mjög gott. Vínið með næsta rétti var það sama og síðast, rauðvínið Voga en nú var það ekki eins kalt. Áhugavert var að fylgjast með hvað vínið breyttist við annað hitastig. Þá mætti hreindýr á svæðið, tarfur (88 kg) sem að Áskell Gíslason veiddi á svæði 2 (Veiðileyfi 1379) .......þetta var hreindýr á fjóra vegu eða fjórir mismunandi smáréttir úr dýrinu góða og allt notað. Efst til vinstri, guðdómleg hreindýralifrakæfa með rabbabara og rúsínusultu....efst til hægri tær súpa búin til úr beinunum....óvænt og nýtt bragð þar á ferð. ...neðst til vinstri hreindýralundar Carpaccio með villtum jurtum og lundinni skotið í smá sprek/reykingu í örskamma stund, parmesan ostur borin fram með......og neðst til vinstri ...var hjartað úr dýrinu góða soðið og kryddlegið, algjörlega unaðslegt. Nú var skenkt hvítvíni í næstu glös,Clay Station Viognier. Delicato, Lodi Californina USA. .....og þjónarnir héldu áfram að halda áfram færa okkur dásemdir. Niðursoðinn humar með ferskum kryddjurtum og gæsalifur. (Borin fram í sjóðheitri smellukrukku) Þessi réttur var að mínu mati annar af tveimur bestu réttum þessa kvölds (Verð samt að geta þess að það er mjög erfitt að nefna einn, tvo eða þrjá bestu rétti) Áður en að krukkan var borin fram fengum við mjög gott, hvítt kryddað brauð (svona eitt lítið muffins) og óvænt en virkilega gott og gæðalegt tónlistaratriði. Þrjár alt raddir ásamt undirleikara úr Hymnodiu komu fram og bræddu hug og hjörtu viðstaddra og ýttu undir að við værum stödd í draumaheimi matar og tónlistar........en aftur að krukkunni góðu í henni var humar og frönsk gæsalifur, pepperino ostur, truffluolía og soð af íslenskum leturhumri.....saaatttttattta...mmm virkilega gott. Næst fengum við hið afar fallega á litinn og bragðskemmtilega hvítvín Gewurztraminer Léon Beyer, Alsace France. Svo kom ilmandi rétturinn, Trufflu risotto með norskri hörpuskel (Tromsö) Norður ítölsk útfærsla Kröftugt en afar bragðgott rísotto með stífmjúkri, ferskri og rétt steiktri hörpuskel og ljúf truffluolían sem flaut ofan á lék skemmtilega við tungu og bragðkirtla. Nú var komið að því að standa, anda........ og fá Sólberjasorbet úr Munkaþverárstræti á Akureyri. Ferskur með góðu sólberjabragði.....nauðsynlegur til þess að hrista upp í og hreinsa bragðlaukana og fæðusellurnar í litla heilanum Nú var kjöt í loftinu, vínið var rautt...Brunello di Montalcino, Sangiovese Castellani, Toscana, Italy....svo kom hann kjötdiskur kvöldsins og að mínu mati besti rétturinn, þó virkilega erfitt sé að taka einhvern einn rétt út. Frönsk andabringa frá Périgord með möndlukartöflukrókettu og rauðvínsgljáa. Bringurnar hreinlega töluðu við mann á skýrmæltri frönsku...mmmm fullkomnar. Möndlukartföflurnar voru frá Gröf II í Eyjafjarðarsveit, gulræturnar úr Fnjóskadal, soðnar i Svarfdælsku fíflahunangi, baunirnar voru franskar. Fuglinn var í ofni í 2 & 1/2 tíma. Nú var nýtt glas sett á borðið og sætvíni hellt í , Morandé Late harvest, Sauvignon Blanc. Casablanca Valley Chile.....eftirréttir á næsta leiti. Næst var borinn fram einn frumlegasti og athyglisverðasti efriréttadiskur sem fram hefur verið reiddur hér á landi og víðar. Ávaxta sushi.Fjórir bitar, Mandarínu, epli og kanil, jarðaberja og Ananas og minta/Kalfornina Lush. Kirsuberjasósa (Sojasósan), pistasíumarsipan(Wasapi) marinerað Mangó (Engiferið)....þessi eftirréttur verður seint toppaður, fallegur, frábær hugmynd en umfram allt virkilega góður...10 +. hér heldur einhver að veislunni hafið lokið....neibbbb. Nýtt glas og nú kom hrikalega góður púrtari/portvín/Púrtvín Nieport 2001 - Portugal. .....og í kjölfarið Súkkulaðikombó. Hvítt súkkulaði Brulé, súkkulaði' frá Sviss...eða var það Belgía ?, Súkkulaðimús í dropa, baunin upprunin frá Ghana, Súkkulaðiís á Bambus með þurrkuðu epli, 54 % súkkulaði og baunin upprunnin frá Equador, og að lokum 100% súkkulaðikaka í krukku, allir réttirnir algjört dúndur nema þessi 100 % ...kakan í krukkunni, sennilega er það bara ég sem er ekki hrifin af svona 100% súkkulaði. Að lokum Kaffi og Petit fours, fyrst var borinn fram þessi (Sjá mynd) þessi skemmtilegi svarti kassi og í honum leyndust 6 tegundir af handgerðum konfektmolum...hver öðrum betri.Þessi kvöldstund var hrein unun í alla staði þjónusta, skemmtiatriði, viðmót allt 100%.....og undrin sem gerast hjá snillingunum í eldhúsinu er engu lík og enginn nema sá sem upplifir getur verið með í umræðunni. Fagmennska, áhugi og handverk uppá 10 +...Þúsund þakkir fyrir mig og mína....og ég spyr bara hvar endar þetta ?
Flokkur: Matur og drykkur | Mánudagur, 5. janúar 2009 | Facebook
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir
Athugasemdir
Flott samantekt Júlli og alls ekki ofsögum sagt um upplifunina þetta kvöld, allt var þetta frábært. Við sem sátum á næsta borði við ykkur erum mjög þakklát og glöð að hafa slíkt veitingahús hér í bænum og stefnum sannarlega að mætingu að ári. Hvet ég hér með áhugafólk um mat og hátíðlegar stundir að panta tímanlega:)
Sigrún Heimisdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 22:19
Já þessi kvöldstund var alveg frábær. Það sem er ekki gott við svona upplifun er að allt annað ("venjulegar" ferðir út að borða) verður að einhverskonar vonbrigðum vegna þess að "standardinn" er orðinn svo hár. Mundi samt ekki vilja skifta því út fyrir nokkuð annað og það er bara hægt að kvetja fólk til að nota tækifærið sem það hefur að komast í mat hjá frábærum kokkum í okkar fína bæ.
Finnbogi (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 11:54
Vá....
Jónína Dúadóttir, 10.1.2009 kl. 10:06
Blessaður Júlli þetta hefur verið glæsiveisla
Má ég koma til þín súpuskálum og viltu prufa þær fyrir mig við erum með nýjar skálar sem eru að verða tilbúnar og jafvel salatskál ef hún verður til hjá okkur
bestu kv sigga
SIGGA (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:17
Þetta hefur aldeilis verið glæsileg veisla sem þú hefur komist í! Góð lýsing gerir það að verkum að maður fær vatn í munninn. Þrettán réttir (taldi ég rétt) og vín með hverjum og einum - geri aðrir betur!
Eiríkur Orri Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.