Fyrir nokkrum vikum áskotnuðust mér skemmtileg krydd frá Altungu www.altunga.is . Nokkrar gerðir af salti sem eru frábær í mat og afar skemmtileg sem gjöf, annaðhvort í gjafakörfu eða bara eitt og sér t.d þegar farið er í mat til góðra vina. Síðan voru 3 gerðir af reyktri papriku, Bitter sweet, sweet og hot. Reykta paprikan er áhugaverð og svolítið skondin, þegar þú opnar dós af paprikunni og lyktar af henni þá ertu ekki alveg viss hvort að þér líki, en þegar þú ferð að nota hana og finna hvað hún er mögnuð, þá verðuru skotinn. Paprikan er frá La Chinata www.lachinata.com. Á heimasíðu Altungu er mælt með því að velta osti upp úr paprikunni, ég prófaði það og ég get tekið undir þeirra hugmynd.
Hér á eftir eru nokkar tilraunir/uppskriftir sem ég gerði með paprikunni....uppskriftir eins og þær koma af kúnni....mér sýnist að möguleikarnir séu ansi margir.
Önnur góð hugmynd, bætið reyktri papriku, tegund eftir smekk útí pizzasósu þegar búin er til grænmetispizza.
Hægeldaðir lambakjötsbitar í ofnpotti með reyktri papriku.
Um 1 kg lambakjötsbitar
2 laukar skornir
8 hvítlauksgeirar smátt skornir
8 gulrætur skornar í stóra bita
6 meðalstórar kartöflur, flysjaðar og skornar í bita
1 góð msk. hot smoked paprika, hrærð saman við 200 ml af góðri olíu
150 ml. púrtvín
1 msk. sykur1. búnt steinselja skorin
2 greinar rósmarin, heilar.
Salt og pipar eftir smekk. Öllu skellt í ofnpott með loki og hrært vel saman með höndunum (Nuddað). Látið malla í 4 klst. Í 140 gr heitum ofni. Fylgjast með ...ausa.
Nú er MS búið að setja á markað grískt jógúrt, kominn tími til J
Köld grísk jógúrtsósa með reyktri bitter sweet papriku.
Frábær með grænmetisréttum, grilluðum kjúklingaspjótum, reyktri ýsu og pönnusteiktum laxi.
350 gr grísk jógurt
1 meðalstór gúrka, kjarnhreinsuð og smátt skorin
1 msk smátt skorinn ferskur ananas
1 tsk. Bitter sweet La Chineta paprika
1 msk. ferskt timían
Salt og pipar eftir smekk
Kæla vel í ísskáp.
Hakkbollur Ritz með sweet reyktri papriku 1 kg nautahakk
1 pk. ritz kex, sett í matvinnsuvél.
1 smátt skorinn eða hakkaður laukur
2 tsk. sweet reykt paprika
150 gr, smátt skornir ferskir sveppir, má hakka
150 gr. smátt skorin rauð paprika, má hakka
Salt og pipar eftir smekk
Öllu hrært saman. Búið til litlar bollur, steikja á pönnu, djúpsteikja eða í ofni í 30 40 mín.
Sósa;
1 krukka Heinz chilli sósa
1 krukka rifsberja hlaup.
hitað saman i potti.
Bæði má setja bollurnar út í sósuna eða hafa þær með.
Í sambandi við reyktu paprikuna í þessum rétti prófið ykkur áfram með magn. Borið fram með hrísgrjónum og hvítu brauði.
Að lokum ein dulítið klikkuð hugmynd.
Súkkulaðikaka með chilli og reyktri papriku
400 gr suðusúkkulaði
375 gr smjör, súkkulaði og smjör brætt saman
6 egg
500 gr sykur, egg og sykur hrært vel, ekki þeyta
220 gr hveiti
1/2 tsk hot reykt paprika
hnífsoddur chilli duft
Súkkulaði og smjöri + eggjablöndu blandað saman, krydd og hveiti að lokum
Bakað við 180 gr í ca. 40 45 mín.
Krem
150 gr suðusúkkulaði
50 gr smjör, súkkulaði og smjör brætt saman.
Kakan látin kólna krem sett yfir. Mæli með mikið af ferskum jarðaberjum og vanilluís og eða rjóma.
Flokkur: Matur og drykkur | Laugardagur, 4. apríl 2009 (breytt kl. 22:19) | Facebook
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Af mbl.is
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.