Súkkulađikaka međ reyktri papriku.....og fleira.

Fyrir nokkrum vikum áskotnuđust mér skemmtileg krydd frá Altungu www.altunga.is . Nokkrar gerđir af salti saltaltungasem eru frábćr í mat og afar skemmtileg sem gjöf, annađhvort í gjafakörfu eđa bara eitt og sér t.d ţegar fariđ er í mat til góđra vina. Síđan voru 3 gerđir af reyktri papriku, Bitter sweet, sweet og hot. Reykta paprikan er áhugaverđ og svolítiđ skondin, ţegar ţú opnar dós af paprikunni og lyktar af henni ţá ertu ekki alveg viss hvort ađ ţér líki, en ţegar ţú ferđ ađ nota hana og finna hvađ hún er mögnuđ, ţá verđuru skotinn. Paprikan er frá La Chinata www.lachinata.com. Á heimasíđu Altungu er mćlt međ ţví ađ velta osti upp úr paprikunni, ég prófađi ţađ og ég get tekiđ undir ţeirra hugmynd.

Hér á eftir eru nokkar tilraunir/uppskriftir sem ég gerđi međ paprikunni....uppskriftir eins og ţćr koma af kúnni....mér sýnist ađ möguleikarnir séu ansi margir.reyktpaprika

Flestir eiga uppskrift af góđri fisksisúpu, bćtiđ viđ hana reyktri sweet papriku eftir smekk, ţađ er svo skemmtilegt ađ finna mátt reyktu paprikunnar ţegar hún er komin í félagsskap međ öđru hráefni.

Önnur góđ hugmynd, bćtiđ reyktri papriku, tegund eftir smekk útí pizzasósu ţegar búin er til grćnmetispizza.


Hćgeldađir lambakjötsbitar í ofnpotti međ reyktri papriku.

Um 1 kg lambakjötsbitar
2 laukar skornir
8 hvítlauksgeirar smátt skornir
8 gulrćtur skornar í stóra bita
6 međalstórar kartöflur, flysjađar og skornar í bita
1 góđ msk. hot smoked paprika, hrćrđ saman viđ 200 ml af góđri olíu
150 ml. púrtvín
1 msk. sykur
1. búnt steinselja skorin
2 greinar rósmarin, heilar.
Salt og pipar eftir smekk.
 Öllu skellt í ofnpott međ loki og hrćrt vel saman međ höndunum (Nuddađ). Látiđ malla í 4 klst. Í 140 gr heitum ofni. Fylgjast međ ...ausa. 

Nú er MS búiđ ađ setja á markađ grískt jógúrt, kominn tími til Jgriskt-jogurt

Köld grísk jógúrtsósa međ reyktri bitter sweet papriku.

Frábćr međ grćnmetisréttum, grilluđum kjúklingaspjótum, reyktri ýsu og  pönnusteiktum laxi.

350 gr grísk jógurt
1 međalstór gúrka, kjarnhreinsuđ og smátt skorin
1 msk smátt skorinn ferskur ananas
1 tsk. Bitter sweet La Chineta paprika
1 msk. ferskt timían
Salt og pipar eftir smekk
Kćla vel í ísskáp.
 

Hakkbollur Ritz međ sweet reyktri papriku 1 kg nautahakk
1 pk. ritz kex, sett í matvinnsuvél.
1 smátt skorinn eđa hakkađur laukur
2 tsk. sweet reykt paprika
150 gr, smátt skornir ferskir sveppir, má hakka
150 gr. smátt skorin rauđ paprika, má hakka
Salt og pipar eftir smekk

Öllu hrćrt saman. Búiđ til litlar bollur, steikja á pönnu, djúpsteikja eđa í ofni í 30 – 40 mín.

Sósa;
1 krukka Heinz chilli sósa
1 krukka rifsberja hlaup.
hitađ saman i potti.
Bćđi má setja bollurnar út í sósuna eđa hafa ţćr međ.
Í sambandi viđ reyktu paprikuna í ţessum rétti prófiđ ykkur áfram međ magn.
 Boriđ fram međ hrísgrjónum og hvítu brauđi.

Ađ lokum ein dulítiđ klikkuđ hugmynd.

Súkkulađikaka međ chilli og reyktri papriku

400 gr suđusúkkulađi
375 gr smjör, súkkulađi og smjör brćtt saman
6 egg
500 gr sykur, egg og sykur hrćrt vel, ekki ţeyta
220 gr hveiti
1/2 tsk hot reykt paprika
hnífsoddur chilli duft

Súkkulađi og smjöri + eggjablöndu blandađ saman, krydd og hveiti ađ lokum
Bakađ viđ 180 gr í ca. 40 – 45 mín.

Krem
150 gr suđusúkkulađi
50 gr smjör, súkkulađi og smjör brćtt saman.

Kakan látin kólna krem sett yfir. Mćli međ mikiđ af ferskum jarđaberjum og vanilluís og eđa rjóma.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víđustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2020

S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband