Örlítið um páskamatinn og ný matarsíða

Páskarnir hafa verið nýttir til að gera ýmislegt sem hefur staðið til en ekki orðið af sökum anna...eða leti og þess á milli höfum við borðað og borðað. Ég stofnaði síðu á Facebook sem heitir Matarsíða áhugamannsins og þar er ég búinn að setja inn á annaðhundrað matarmyndir, tengla í síður og lista yfir matarviðburði og margt fleira. Það er ljóst að það er mikill áhugi fyrir mat og matartengdu efni, því að á einum og hálfum sólarhring eru komnir um 1300 aðdáendur, það er hægt að slá inn Matarsíða áhugamannsins í leitina á Facebook til að komast á síðuna. Páskarnir eru tími sem er alltaf vel nýttur til þess að borða með vinum og fjölskyldu, flestir matartímar á þeim nótunum. Á föstudagsins langa kvöld vorum við hjá vinum okkar Palla, Auði og stelpunum afar ljúft enda eru þau höbbðingjar heim að sækja og sósugerðarlistamenn. Í forrétt humar og hvítt með, síðan kom páskalambið, gott meðlæti og rautt með, í eftirrétt, súkkulaðikaka ala Auður og koníak, þetta var hin fullkomna máltíð en samt ekki síðasta kvöldmáltíðin, því miður gleymdi ég myndavélinni heimaFrown. Á laugardagskvöldinu var okkur boðið í mat til vina okkar Guðmundar og 100_3082Helgu í Skógarhólunum. Fyrst fékk barnaskarinn (10) að borða kjúkling og franskar....sem rann afar ljúflega niður hjá þeim já og í miklu magni.... hjá flestumTounge Síðan100_3097s ettumst við stóra fólkið til borðs. Í matinn var steinasteik eða nautalund af bestu gerð. Kjötið kom frá fjölskyldu Helgu úr Eyjafjarðarsveit, eflaust vel nuddað, örugglega vel um hugsað og fæðið úr úrvalshaga. En allavegana var það mjög gott og gaman að sitja í góðum félagsskap með þeim Helgu, Guðmundi, Alla og Friðrikku Jóhönnu 100_3098og steikja á steininum, hver sína fullkomnu steikingu. Meðlætið var salat, sósa og hið ótrúlega kartöflugratín sem engum tekst að búa til eins vel nema þeim hjónum, fyrir utan eitt skipti er Helga var með einhverjar tilraunir um ný gsm..eða msg laus krydd...ussususs "aldrei að breyta vinningsliði" sagði einhver spekingurinn einhvern tímann. Með þessu buðu þau okkur uppá mjög gott rauðvín sem húsbóndinn fann í fórum sínum við tiltektWink Carmen 2004, Syrah, Cabernet Sauvignon. Vínið hæfði nautinu vel, hóflega berjaríkt, leður, og eftirbragðið sem entist vel.... minnti á vorið.100_3114
Í eftir mat var ís og niðursoðnar perur uppá gamla mátann minnti mig á mína páska í æsku, rétturinn var borinn fram í gömlu stelli sem að amma hennar Helgu átti og passaði fullkomlega við réttinn. Í gærkvöldi hittumst við stórfjölskyldan 23 stk. samtals hjá Val bróður mínum í Svarfaðarbrautinni, þarna voru samankomin öll börn og barnabörn og barnabarn mömmu og pabba, nema Dagný hálfsystir og Ása, Gummi og strákarnir sem fluttu til Danmerkur á s.l sumri en þau voru með í Web cam...ótrúleg þessi tækni. Mamma varð 75 ára 17. mars s.l og fyrir utan að vera páskamáltíð þá var þe100_3131tta óvænt afmælisveisla fyrir hana. Við færðum henni digital myndavél að gjöf sem hún ljómaði með. Við eldum matinn saman að mestu leiti. Við Gréta komum með kjúklingapottrétt, sjá grænmetið sem í hann fór hér til hliðar, að auki appelsínu trópi, rjómi, vatn, Indverskt krydd, kórianderfræ, curry paste, rifsberjahlaup, rjómaostur og kjúklingurinn að sjálfsögðu, Sesamkartöflurétt sem ég hef áður gert og sagt frá hér á blogginu, í honum eru teningaskornar venjulega100_3136r og sætarkartöflur, salt. pipar, sesamfræ, olía og agavesíróp. Læri sem ég eldaði undir áhrifum frá Indlandi og Marokkó þ.e.a.s krydd og aðferð. Ég þarf að setja þessa uppskrift almennilega niður á blað og setja hana hér inn síðar. í grófum dráttum er lærið látíð þiðna og bíða í ísskáp 3 - 4 daga, skorið í það nokkrar þversum rákir, mixaðri blöndu af laukum, lime safa og kryddum borið á það og lærið sett í filmu og sett í sólarhring í ísskáp, áður en það er sett í ofn er filman tekin og önnur mixuð blanda smurð utan á, í henni er grísk jógurt, 100_3135ferskar döðlur, hnetur, lime safi og hunang. Lærið sett í ofn í 2 tíma á 160 með lok eða álpappír á og í restina er lokið tekið af í 10 - 20 mín eða þar til að húðin er orðin örlítið cryspí. Munið að láta lærið bíða í smá stund áður en það er skorið, með lærinu bárum við bæði fram sigtað soð og kalda sósu sem í var grísk jógúrt, gúrka,rifið múskat, lime safi og kókosmjöl, þessi sósa passaði einnig mjög vel með léttsöltuðum saltfisksporðum sem bróðir minn var með , fiskurinn var steiktur upp úr kókosmjöli, mjög góður. 100_3134Meðlæti, ferskt salat, hrísgrjón, cous cous og ofangreindur kartöfluréttur. Ís, terta, skyrterta, berjasósa og súkkulaðisósa í eftirrétt. Það var allt étið upp til agna...sem er þekkt þegar þetta fólk kemur saman.Smile Þess má geta að Gummi bróðir þessi í Danmörku grillaði íslenskt læri á stuttuxunum í garðinum hjá sér á meðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband