Camembert með beikoni og grískri jógurt

100_3154Seinni partinn í gær er líða fór að kvöldmat og hungrið farið að sverfa að og enginn heima nema ég, börnin á skíða og fótboltaæfingu og heimilismenn að koma á mismunandi tímum heim. Ég nennti ekki að fara búa til kvöldmat í þeim skilningi...ég opnaði ísskápinn og sá beikon, Camembert ost, gríska jógurt og afgang frá deginum áður af grjónagraut. Þannig að ég ákvað að búa til eitthvað sem við hjónin gætum nartað í og eitthvað pínu djúsi sem myndi ná tökum á 100_3157hungrinu og löngun í eitthvað svert og grjónagrauturinn myndi seðja og gleðja börnin. Ég hitaði ofninn í 180 gráður, skellti ostinum í heilu lagi á eldfast fat, dassaði góðri ólífuolíu, salti og pipar yfir hann, reif svo nokkrar greinar af thymian yfir. Steikti nokkrar beikonsneiðar, mín reynsla er sú að  láta aldrei olíu eða feiti á pönnu áður en þið steikið beikon, ég þerraði beikonið á eldhúspappír og klippti það síðan niður og raðaði því meðfram ostinum og inn í ofn í 10 - 12 mín þar til að ilmurinn af thymianinu í bland við beikonið er farið að erta þig fremst á nefbroddinum. 2 - 3 góðar matskeiðar af grísku jógúrtinni í skál og jurtahunangi með 100_3160fjallagrösum, fíflum, ætihvönn og engiferrót..mmmmm, skar niður smábrauð sem ég var búinn að setja í ofninn áður en osturinn fór inn reif örlítið af parmesanosti yfir það og síðan borðuðum við þetta með ísköldu kranavatni og dýfðum brauðinu í ostinn sem lak fallega út yfir beikonið er ég stakk í hann og ekki var nú verra að dýfa brauðinu í jógúrtið annaðhvort eitt og sér eða allt í bland...mmmmm

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

girnilegt,,, allt samansafn úr ísskápnum,,, það er ekki fallegt að gera mann svona svangan löngu fyrir hádegi... held að ég lesi ekkert svona fyrr en eftir kaffi hér eftir,, takk Júlli minn að deila þessu með okkur,,, alltaf sagt,, skoðaðu hvað til er áður en þú hleypur í búðina, þegar sulturinn sverfur að,,kv/peta

petrea (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:31

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 17.4.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband