14 - 16 maí s.l var haldið æfingamót hér á Dalvík í sjóstangveiði fyrir Evrópumótið sem verður haldið hér að ári. Þetta verður svokallað tegundamót, ekki mokveiðimót. Hér á myndinni vinstra megin eru eikarbátarnir Níels Jónsson frá Hauganesi, sem varð aflahæstur á æfingamótinu og Snorri frá Dalvík í hafnarmynninu rétt eftir að flautað var til leiks. Þar sem að þetta er tegundamót þá byrjuðu þeir að reyna við Marhnút og kola þar, sem að tókst því að einn lítill Marhnútur beit á agnið og nokkrir kolar. Það voru Skotar meðal keppenda og einn úr þeirra hópi sigraði karlaflokkinn en Sigríður Kjartansdóttir sigraði kvennaflokkinn. Veðrið lék við keppendur báða keppnisdagana, en þess má geta að viku fyrr var hér brjáluð norðan stórhríð af verstu gerð. Úlfar Eysteinsson kokkur á Þremur Frökkum og Yfirkokkur Fiskidagsins mikla var annar af tveimur bryggjustjórum mótsins, hann á hús á Siglufirði og þurfti að skreppa þangað með dót og ég skellti mér með honum. Við komum við í fiskbúðinni á Sigló og það var skemmtileg upplifun og ég upplifi mig pínulítið eins og ég væri í Genoa á Ítalíu. Fiskbúðin er í kjallara á gömlu húsi, lítil þröng , krúttleg en skemmtileg aðstaða. Fyrst kemur þú inn þar sem að er afgreiðsluborð með ferskum fiski, hakki og fleiru, svo þröngur gangur og inn af honum lítið skot þar sem hægt er að setjast inn og snæða sviðkjamma og kartöflustöppu. Þar fyrir framan hanga síðan uppi um 20 kaffikönnur merktum ýmsum nöfnum, þarna eiga heppnir Siglfirðingar merkta kaffikönnu og droppa við í heimilislegri fiskbúðinni til að fá sér kaffi. Á myndinni hér til hliðar má sjá Úlfar og Ella Lúðubana sitja í matarskotinu góða.
S.l fimmtudag (Uppstigningardag) vorum við með matarmarkað ápallinum hjá okkur. Við vorum með Sítrónusmjör, rauðlaukssultu, eplakanilssultu, chillilaukmarineringu, léttsaltaðan saltfisk, hnakka og sporða, Sushi, saltfiskrétt í eldföstum mótum sem fylgdu með, fiskisúpu, grillpylsur Friðriks V.á Muurikka pönnu og fleira. Markaðurinn gekk alveg hreint ljómandi vel og það er ljóst að við verðum með fleiri markaði. Í dag laugardag kom loksins smá væta úr lofti ....gott fyrir gróðurinn og þá er líka gott að bardúsa innandyra og við nýttum okkur það fyrir næsta markað, við gerðum eina uppskrift af sítrónusmjörinu góða sem seldist upp á stuttum tíma á markaðinum og að auki nýja vöru grillaðar paprikur í hvítlauksolíu.
Flokkur: Matur og drykkur | Laugardagur, 23. maí 2009 | Facebook
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Af mbl.is
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir
Athugasemdir
Mjög skemmtilegur pistill og fróðlegt hjá þér Júlli minn,flottar myndir,vonandi verður svona veður á fiskidaginn góða,maður bíður alltaf eftir honum,það er svo einkennilegt að ég hef farið síðustu fimm árin,það virðist alltaf vera gott veður á fiskidögum,ég man bara eftir einum fiskidegi,þá var svona sæmilegt veður en allt í lagi,Júlli ertu alltaf búinn að panta gott veður,??HA HA HA HE bið að heilsa norður, kær kveðja konungur þjóðveganna.
Jóhannes Guðnason, 23.5.2009 kl. 20:59
Yndislegt að lesa þennan pistil. Þessar vörur þínar á markaðnum hljóma ekkert smá girnilega bestu kveðjur
Ragnhildur Jónsdóttir, 27.5.2009 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.