Matarmarkaðsstemmning, krúttleg fiskbúð á Sigló, og æfingamót í sjóstangveiði.

100_354214 - 16 maí s.l var haldið æfingamót hér á Dalvík í sjóstangveiði fyrir Evrópumótið sem verður haldið hér að ári. Þetta verður svokallað tegundamót, ekki mokveiðimót. Hér á myndinni vinstra megin eru eikarbátarnir Níels Jónsson frá Haug100_3574anesi, sem varð aflahæstur á æfingamótinu og Snorri frá Dalvík í hafnarmynninu rétt eftir að flautað var til leiks. Þar sem að þetta er tegundamót þá byrjuðu þeir að reyna við Marhnút og kola þar, sem að tókst því að einn lítill Marhnútur beit á agnið og nokkrir kolar. Það voru Skotar meðal keppenda og einn úr 100_3577þeirra hópi sigraði karlaflokkinn en Sigríður Kjartansdóttir sigraði kvennaflokkinn. Veðrið lék við keppendur báða keppnisdagana, en þess má geta að viku fyrr var hér brjáluð norðan stórhríð af verstu gerð. Úlfar Eysteinsson kokkur á Þremur Frökkum og Yfirkokkur Fiskidag100_3598sins mikla var annar af tveimur bryggjustjórum mótsins, hann á hús á Siglufirði og þurfti að skreppa þangað með dót og ég skellti mér með honum. Við komum við í fiskbúðinni á Sigló og það var skemmtileg upplifun og ég upplifi mig pínulítið eins og ég væri í Genoa á Ítalíu. Fiskbúðin er í kjallara á gömlu húsi, lítil þröng , krúttle100_3601g en skemmtileg aðstaða. Fyrst kemur þú inn þar sem að er afgreiðsluborð með ferskum fiski, hakki og fleiru, svo þröngur gangur og inn af honum lítið skot þar sem hægt er að setjast inn og snæða sviðkjamma og kartöflustöppu. Þar fyrir framan hanga síðan uppi um 20 kaffikönnur merktum ýmsum nöfnum, þarna eiga heppnir Siglfirðingar merkta kaffikönnu og droppa við í heimilislegri fiskbúðinni til að fá sér kaffi. Á myndinni hér til hliðar má sjá Úlfar og Ella Lúðubana sitja í matarskotinu góða.

S.l fimmtudag (Uppstigningardag) vorum við með matarmarkað á100_3660pallinum hjá okkur. Við vorum með Sítrónusmjör, rauðlaukssultu, eplakanilssultu, chillilaukmarineringu, léttsaltaðan saltfisk, hnakka og sporða, Sushi, saltfiskrétt í eldföstum mótum sem fylgdu með, fiskisúpu, grill100_3662pylsur Friðriks V.á Muurikka pönnu og fleira. Markaðurinn gekk alveg hreint ljómandi vel og það er ljóst að við verðum með fleiri markaði. Í dag laugardag kom loksins smá væta úr lofti ....gott fyrir gróðurinn og þá er líka gott að bardúsa innandyra og við nýttum okkur það fyrir næsta markað, við gerðum eina uppskrift af sítrónusmjörinu góða sem seldist upp á stuttum tíma á markaðinum o100_3704g að auki nýja vöru grillaðar paprikur í hvítlauksolíu.


100_3648100_3708100_3664


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Mjög skemmtilegur pistill og fróðlegt hjá þér Júlli minn,flottar myndir,vonandi verður svona veður á fiskidaginn góða,maður bíður alltaf eftir honum,það er svo einkennilegt að ég hef farið síðustu fimm árin,það virðist alltaf vera gott veður á fiskidögum,ég man bara eftir einum fiskidegi,þá var svona sæmilegt veður en allt í lagi,Júlli ertu alltaf búinn að panta gott veður,??HA HA HA HE bið að heilsa norður, kær kveðja konungur þjóðveganna. 

Jóhannes Guðnason, 23.5.2009 kl. 20:59

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndislegt að lesa þennan pistil. Þessar vörur þínar á markaðnum hljóma ekkert smá girnilega   bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 27.5.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband