Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

En hvað með Guðbjörgu.

Í Fréttablaðinu í dag á bls 42 eru nokkrar myndir af gestum á frumsýningu Leikfélags Akureyrar á "Svörtum Ketti". Ein myndin er af Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarstjóra á Akureyri, Kristjáni Þór Júlíussyni fyrrverandi bæjarstjóra og konu hans Guðbjörgu Ringsted. Textinn undir myndinni er svohljóðandi:

"Bæjarstjóratal
Kristján Júlíusson fyrrverandi bæjarstjóri Akureyrar og núverandi forseti bæjarstjórnar, ásamt bæjarstjóranum Sigrúnu Björk Jakobsdóttur."

En hvað með Guðbjörgu...telst hún ekki með...ég hefði kannski haft þetta svona.  

Guðbjörg Ringsted með núverandi og fyrrverandi
Guðbjörg Ringsted með Kristjáni Þór Júlíussyni eiginmanni sínum og fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri og Sigrúnu Björk Jakbosdóttur núverandi bæjarstjóra.

500 heilagar stundir.

1 Á hverjum föstudagsmorgni kl 9.05 hefst heilög stund hjá mér og mörgum öðrum "Óskastundin" með Gerði Bjarklind á rás 1. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað það er sem gerir þessa stund svona sérstaka fyrir mig þetta ungan manninnPinch . Það er eitthvað í andrúmsloftinu, röddin hennar Gerðar, tónlistin og framsetningin á þessu öllu saman. En að öllum líkindum er það þetta í bland við góðar minningar sem rifjast upp frá störfum mínum með öldruðum í 17 ár. Í dag eru mikil tímamót er þáttur númer 500 fer í loftið. Til lukku með það Gerður, Rúv og þið öll með von um að ekkert komi í veg fyrir að þættirnir verði ekki enn fleiri.

Rolling Stones í græjunum

Var ekki alltaf talað um að það þyrfti að tilkeyra nýja bíla, það er kannski bara gömul lumma en þessi trukkur þ.e.a.s bíllinn fékk gott start. Ef þetta hefði verið í bíómynd þá sér maður fyrir sér einn góðan af deildinni sem slapp út í frelsið og stal trukk skellti góðu rokki í græjurnar og þeysti um borgina syngjandi hástöfum með.
En að öllu gamni slepptu fór þetta allt saman vel og lögreglan fær plús í kladdann.
mbl.is Vörubíll stöðvaður eftir ofsaakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Toppiði þetta !

lizard-man-2450
Mozart hefur að öllum líkindum komist í vasann hjá dýralækninum og étið eitthvað ofan í sig þar...og að öllum líkindum hefur það verið Viagra. Ég er nú ekki viss um að margir mennskir hafi áhuga á því að ástandið sé svona í viku, en aftur á móti eru þó nokkrir sem myndu óska eftir góðri stinningu um stundarsakir. Ef ske kynni að einhver hebbði slíka stöðu í viku er best að segja ekki frá því svo að það verði ekki teknar sömu ákvarðanir og með Mozart...úbbss.
mbl.is Með stinnan lim í viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími til að mjólka !

fjosJón Ásgeir er kominn með nýjan fjósamann, en ég er hræddur um að mjólkin hækki í bónus ef að "Fjósamaðurinn nýji á að fá svipuð laun og hann hefur í dag " en ég á ekki von á að Jón Ásgeir hafi áhuga á að borga honum eitt né neitt.  Ég held að þetta skot Jóns Ásgeirs í hans yfirlýsingu sé bara ansi gott ...hann er bara kýr skýr.

Læt hérna eitt af mínum uppáhaldskvæðum fljóta með

Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
- Hann skreið ofan úr gili
og skauzt í fjósið inn.

Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.

Úr jólasveinakvæði " Jóhannesar úr Kötlum"


mbl.is Jón Ásgeir: „Mjög ánægjuleg niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fokið í flest skjól !

Það er nokkuð oft sem maður sér fréttir svipaða og þessa " Gömul skemma fauk á Seyðisfirðivindur1" "Geymsluhús fauk" ...síðan sér maður myndir og þá vantar kannski hluta af þaki eða vegg, það er ekki oft sem maður sér bara grunninn eftir. Ætti ekki svona frétt að að hljóma á þessa leið. Skemma skemmdist mikið í roki á Seyðisfirði í dag " eða eitthvað álíka.
Þegar ég sé svona frétt eða fyrirsögn held ég alltaf að "skemman" í þessu tilfelli hafi fokið með öllu saman á haf út...kannski þýðir orði fauk eitthvað annað en ég held
mbl.is Gömul skemma fauk í óveðri á Seyðisfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hélt......

Fyrirsagnir geta oft villandi eða manni dettur oft eitthvað annað í hug þegar maður les þær. Ég klikkaði á þessa frétt af því að ég hélt að hér væri um að ræða íslendinginn sem lést í fallhífarstökki í Ástralíu að mig minnir fyrir stuttu. En sem betur fer snerist þessi frétt ekki um það. En munið bara að vera góð við betri helminginn ykkar og sleppum því bara að rífast
mbl.is Lát fallhlífarstökkvara rannsakað sem morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki til greina !

Það má nú gera eitthvað fyrir þessa peninga, maður gæti t.d fengið U2 og Rolling Stones í afmælið sitt.  En ég hef ekki trú á því að mínir menn fari að selja dýrið. Þeir hjá Real klúðra svona góðum leikmanni og okkar og hans vegna finnst mér Þetta ekki koma til greina...ég vona að Fergusson og félagar séu duglegir að lesa moggabloggið.   - Áfram ísland


mbl.is Real Madrid tilbúið að greiða tæpa 5 milljarða fyrir Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikmaður númer 7

alli1Þetta var frábær sigur í dag og að mínu mati einn erfiðasti hjallinn í bili allavegana. Kannski er ég kjánalegur en það erfiðasta/leiðinlegasta við leikinn í dag var Geir Magnússon ég veit ekki hvaða það er attitjútið, hvernig hann lýsir, hvernig hann lýsir mörkum hinna og fleira svo fátt eitt sé nefnt.

Á gullaldarárum KA þ.e.a.s þegar Alli tók við þjálfun og áhorfendur KA af öllu landinu fylltu kofann upp í rjáfur aftur aftur og stemmningin í KA heimilinu var ólýsanleg...sagði ég oft ég hlakka til þegar Alli verður landsliðsþjálfari...nú er hann það...hann er langbestur...og ég hlakka til framhaldsins. Hér er mynd af Alla úr MA og leikmaðurinn númer 7 sem ég minnstist á í fyrirsögninni er að sjálfsögðu sá besti...Alli sjálfur.


mbl.is Alfreð: „Gríðarlega mikilvægur sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úff úff...ný spá.

Ég spái okkar mönnum góðu gengi í milliriðlunum en þessi leikur verður sá erfiðasti - Ef þjóðin öll sameinast um að vera jákvæð og strákarnir okkar ( Munið í blíðu og stríðu ) eru komnir niður á jörðina þá tökum við þá. Það verðyr ströggl á köflum, við munum sakna Loga, en Guðjón Valur og Arnór Atla ( Ef hann er með ) eru líklegir menn leiksins. Ef að við náum að snúa ströggl kaflanum sem verður að öllum líkindum eftir miðajn fyrri hálfleik fljótt við þá tökum við þá 26 - 24....annars gæti þetta orðið eini tapleikurinn okkar í milliriðlinum.
Áfram Ísland
mbl.is HM: „Túnis með öflugt lið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband