Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Mér finnst þetta bara vera mjög eðlilegt, það eru margir menn sem hafa spýtt út úr sér hákarli af því að þeim finnst hann vondur. Ég er ekki að segja að þetta manngrey hafi verið kæst en heppinn var hann.
Telja að hákarlinum hafi þótt kafarinn vondur á bragðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 24. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Líf og fjör.
Ég er ansi hræddur að þær tölur sem sáust í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkana eigi eftir að riðlast verulega. Hér er komið nýtt Framboð og að öllum líkindum annað á leiðinni frá Framtíðarlandsfólki og eitthvað hef ég heyrt um framboð frá Flokknum www. flokkurinn.net, þekki það að vísu ekki neitt. Hver tapar...hver græðir. Munu Vinstri grænir enn stefna uppá við, munu aldraðir og öryrkjar taka fylgi af Sjálfstæðisflokki og Framsókn, mun Samfylkingin rífa sig upp undir 30 %, hvar mun Framtíðarlandsframboð taka sitt fylgi ? Erfitt er um það að spá en eitt er víst að kosningarnar 12. maí verða þær sögulegustu hingað til, andrúmsloftið og málefnin eru þannig að mínu mati...það er öðruvísi bragð af öllum pakkanum að þessu sinni. Ég hef gaman að því að spá fyrir um úrslit og ætla mér að vera svo frakkur að setja inn spá hér um lokaniðurstöðuna og er hún þá gerð miðað við forsendur dagsins í dag, þá ég t.d við að ekki er vitað um hvort þessi nýju framboð verða á landsvísu.
Áður en lengra er haldið ber þess að geta að undirritaður er óflokksbundinn og óháður...og óákveðinn hvar hans mikilvæga atkvæði lendir (Öll atkvæði eru mikilvæg) Tölurnar duttu bara svona inn....og bara til gamans gert og svo er að bíða og sjá.
Sjálfstæðisflokkur 33 %
Samfylking 26%
Vinstri Grænir 17%
Framsóknarflokkur 10%
Frjálslyndir 7%
Framtíðarlandið 4 %
Framboð aldraðra og öryrkja 3 %
Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 23. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það eru tvö mál sem hafa heldur betur komið fram í dagsljósið undanfarið eftir að Kompás hefur fjallað um þau. Byrgismálið og barnaníðingsmálið nú er verið að vinna á fullu í að rannsaka og hreinsa til og Ágúst Magnússon er kominn á Litla Hraun svo að eitthvað sé nefnt.
Hvað eru þeir sem stjórna í þessum ráðuneytum að hugsa ?
Þarf rannsóknarblaðamenn til að finna út hvar hlutirnir í ólagi í landinu/kerfinu okkar.
Hvaða mál tekur Kompás fyrir næst og er mikið af málum tilviðbótar sem eru í svona hrikalegum ólestri líkt og þessi tvö.
Í fréttum í dag var verið að ræða við fólk tengt grunnskólanum í hverfinu þar sem Vernd er, þar sem BARNANÍÐINGURINN Ágúst Magnússon sprangaði um, án þess að nokkur vissi af því...er þetta eðlilegt ? Það er einhver sem er ekki að standa sig í vinnunni, oftast er það þannig að ef menn standa sig ekki þá eru þeir látnir taka pokann sinn. Þetta snýst um fólk og í þessum tilfellum fólk sem á erfitt og auðvelt er að misnota og saklaus börn.
Áfram Kompás.
Kannski hafa Kompásmenn bjargað barninu þínu !
* Ath. Þessi saklausa stúlka á myndinni tengist þessum málum ekki neitt.
Bloggar | Þriðjudagur, 23. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég sagði ykkur að þetta væru áreiðanlegar heimildir ( Sjá bloggfærslu í gær ) ÁFRAM ÍSLAND
Nánari áreiðanlegar fréttir síðar ! Fylgist með.
Til hamingju ísland Þetta var miklu betri leið, nú förum við áfram með 2 stig og Frakkar ekkert. Ég gagnrýni suma fjölmiðal fyrir að vera svartsýnir í gær
þetta er ekki búið fyrr en það er búið Áfram ísland, verum nú öll jákvæð og trúum á landsliðið okkar.
Alfreð er bestur hann kann þetta.
Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Mánudagur, 22. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Frábær byrjun íslenska liðsins gegn Frökkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Mánudagur, 22. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir hafa kannski bara fengið sér Kríu.
Þessi frétt minnir mig á tvo félaga mína sem höfu setið daglangt og kneifað öl og fóru svo á eitthvað rand. Sama kvöld var þorrablót í félagsheimilinu og bóndi einn úr Svarfaðardal skaust út til að setja bílinn í gang og fer svo inn aftur til að sækja betri helminginn. Þeir félagar koma þarna aðvífandi og sjá bílinn i gangi og ákveða að bregða sér af bæ og "stela" ...ok fá lánaðann bílinn. Þeir eru ekki komni langt á bílnum, 400 metra fyrir utan bæinn er þeir aka út af og inn í snjóskafl. Lögreglan var fljót að finna þá eftir ábendingar frá bóndanum, er lögreglan kemur að bílnum sitja þeir báðir aftur í og spyrja lögguna " sástu nokkuð bílstjórann" ? Þeir voru allavega með smá rænu og húmorinn í lagi að venju.
Óku af pöbbnum inn í skafl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Mánudagur, 22. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég horfði á vel unninn Kompásþátt í gærkvöldi og enn er ég að hugsa um það sem ég sá og margar spurningar vakna. Þegar ég sá þessa fyrirsögn á mbl.is í morgun "Umhyggjustöðin" í heilanum fundin" fór ég enn og aftur að hugsa um efni þáttarins og þennan aumingja mann sem þar var í aðalhlutverki. Í greininn i segir.
"Bandarískir vísindamenn segjast hafa fundið staðinn í mannsheilanum sem ræður því hvort viðkomandi einstaklingur lætur sér annt um aðra eða er sjálfselskur. "
Barnaníðingar eru veikir og virðast vera ansi sjálfelskir og ég held að þeir geri sér ekki fulla grein fyrir hvað þeir eru að gera fórnarlömbunum sínum. Ég viðurkenni alveg að mér dettur margt ljótt í hug til að skrifa um þennan mann " Ágúst Magnússon" hann sáði slatta af reiði í þann sem þetta ritar en það er best að reyna að koma einhverju frá sér á manneskjulegan hátt hér á bloggið og vita hvort að losni ekki eitthvað um þessa óþægilegu tilfinningu.
Þessir aðilar eru fársjúkir og þurfa aðstoð og viðeigandi úrræði, ekki bara að sitja af sér dóma í fangelsi. Einu sinni barnaníðingur alltaf barnaníðingur. Þeir hljóta að þurfa eftirlit og eftirmeðferðir.
Af hverju hefur Ágúst Magnússon aðgang að netinu og af hverju er hann frjáls ferða sinna ?
Er ekki eitthvað að dómskerfinu okkar, mér skilst að dómarar hafi ekki nýtt refsirammann til fulls af hverju ?
Þarf eitthvað enn verra að gerast til þess að það verði virkilega tekið á þessum málum ?
Það eru að koma kosningar og kannski ættu frambjóðendur að setja þessi mál og afplánunarmál almennt á listann yfir stefnu og áherslumál. Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að kjósa þann 12. maí í vor en þessi mál geta haft áhrif á það.
Eitt er líka umhugsunarvert í þessu máli og það er óheft og eftirlitlaust aðgengi barna að netinu.
Hvað er barnið þitt að gera í tölvunni ?
Það þurfa allir að taka sig saman um að berjast gegn þessum viðbjóði þetta snýst um framtíð barnanna okkar í þessu landi.
Umhyggjustöðin í heilanum fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Mánudagur, 22. janúar 2007 (breytt kl. 09:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Við erum dálitið góð í því að mála skrattann á vegginn og sjá ekki ljósið á þessu litla landi okkar. Ég hef fyrir því áræðanlegar heimildir að við vinnum leikinn við frakka og þá erum við í stöðunni sem flestir héldu að við værum eftir fyrstu leikina.
Tökum okkar saman og trúum því að við vinnum frakkana, þetta er einn handboltaleikur.
Áfram Ísland.
Íslendingar sáu aldrei til sólar gegn Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Sunnudagur, 21. janúar 2007 (breytt kl. 20:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég tek það fram að þekki Ólaf ekki neitt. Ég sé ekki að hann hafi verið að reyna að komast í Séð og heyrt með þessu....þá hefði verið auðveldara fyrir hann að kaupa blaðið og gera eitthvað skemmtilegt fyrir afganginn. Ef að einstaklingar hafa efni á að gera sér "dagamun" hvað kemur okkur það þá við. Mér finnst þetta öðruvísi ef að t.d einhver bankinn hefði gert þetta nema að allir viðskiptavinirnir hefu átt kost að að mæta. Ég er viss um að félög, stjórnmálaflokkar, einstaklingar og fleiri þiggi fegins hendi styrki frá aðilum sem þessum og eflaust munu margir sækja um í nýja sjóðinn og fá þaðan fé til þess að gera það sem hugur þeirra stendur til...og þá er þetta ekki ógeðfellt...eða hvað ?
Elton John á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Sunnudagur, 21. janúar 2007 (breytt kl. 13:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eins og mér finnst hugmyndin góð með stuðningsmannasamtökunum í blíðu og stríðu finnst mér þessi ákvörðun að hafa Auðun Blöndal og Huga Haraldsson með í pakkanum afleit. Ég skráði mig þarna inn og hvet alla til þess að gera það og taka þátt í því að búa til magnaða og jákvæða stemmningu í kring um landsliðið í handbolta í "Blíðu og Stríðu" sama hvað gengur á. Það verður að taka þessu og ég verð að reyna að vera jákvæður en þeir auðvelda það ekki þessir tveir, jákvæð stemmning er eitt en fíflagangur er annað
Áfram Ísland
Skráið ykkur á www.ibliduogstridu.is
Auddi og Hugi á HM í Þýskalandi á vegum Í blíðu og stríðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Laugardagur, 20. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir