Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Kæstur kall

Mér finnst þetta bara vera mjög eðlilegt, það eru margir menn sem hafa spýtt út úr sér hákarli af því að þeim finnst hann vondur. Ég er ekki að segja að þetta manngrey hafi verið kæst en heppinn var hann.


mbl.is Telja að hákarlinum hafi þótt kafarinn vondur á bragðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögulegar kosningar - Nýjar tölur

Líf og fjör.

Ég er ansi hræddur að þær tölur sem sáust í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkana eigi eftir að riðlast verulega. Hér er komið nýtt Framboð og að öllum líkindum annað á leiðinni frá Framtíðarlandsfólki og eitthvað hef ég heyrt um framboð frá Flokknum  www. flokkurinn.net, þekki það að vísu ekki neitt. Hver tapar...hver græðir. Munu Vinstri grænir enn stefna uppá við, munu aldraðir og öryrkjar taka fylgi af Sjálfstæðisflokki og Framsókn, mun Samfylkingin rífa sig upp undir 30 %, hvar mun Framtíðarlandsframboð taka sitt fylgi ? Erfitt er um það að spá en eitt er víst að kosningarnar 12. maí verða þær sögulegustu hingað til, andrúmsloftið og málefnin eru þannig að mínu mati...það er öðruvísi bragð af öllum pakkanum að þessu sinni. Ég hef gaman að því að spá fyrir um úrslit og ætla mér að vera svo frakkur að setja inn spá hér um lokaniðurstöðuna og er hún þá gerð miðað við forsendur dagsins í dag, þá ég t.d við að ekki er vitað um hvort þessi nýju framboð verða á landsvísu.

Áður en lengra er haldið ber þess að geta að undirritaður er óflokksbundinn og óháður...og óákveðinn hvar hans mikilvæga atkvæði lendir (Öll atkvæði eru mikilvæg) Tölurnar duttu bara svona inn....og bara til gamans gert og svo er að bíða og sjá.

Sjálfstæðisflokkur 33 %
Samfylking 26%
Vinstri Grænir 17%
Framsóknarflokkur 10%
Frjálslyndir 7%
Framtíðarlandið 4 %
Framboð aldraðra og öryrkja 3 %



mbl.is Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski hefur Kompás bjargað BARNINU þínu !

Maður spyr sig.
Innocent-Heritage-child_sml
Það eru tvö mál sem hafa heldur betur komið fram í dagsljósið undanfarið eftir að Kompás hefur fjallað um þau. Byrgismálið og barnaníðingsmálið nú er verið að vinna á fullu í að rannsaka og hreinsa til og Ágúst Magnússon er kominn á Litla Hraun svo að eitthvað sé nefnt.
Hvað eru þeir sem stjórna í þessum ráðuneytum að hugsa ?
Þarf rannsóknarblaðamenn til að finna út hvar hlutirnir í ólagi í landinu/kerfinu okkar.
Hvaða mál tekur Kompás fyrir næst og er mikið af málum tilviðbótar sem eru í svona hrikalegum ólestri líkt og þessi tvö.

Í fréttum í dag var verið að ræða við fólk tengt grunnskólanum í hverfinu þar sem Vernd er, þar sem BARNANÍÐINGURINN Ágúst Magnússon sprangaði um, án þess að nokkur vissi af því...er þetta eðlilegt ? Það er einhver sem er ekki að standa sig í vinnunni, oftast er það þannig að ef menn standa sig ekki þá eru þeir látnir taka pokann sinn. Þetta snýst um fólk og í þessum tilfellum fólk sem á erfitt og auðvelt er að misnota og saklaus börn.

Áfram Kompás. 

Kannski hafa Kompásmenn bjargað barninu þínu !

* Ath. Þessi saklausa stúlka á myndinni tengist þessum málum ekki neitt.

Skotheldar heimlidir ! Fylgist með

Ég sagði ykkur að þetta væru áreiðanlegar heimildir  ( Sjá bloggfærslu í gær )– ÁFRAM ÍSLAND
Nánari áreiðanlegar fréttir síðar ! Fylgist með.

Til hamingju ísland – Þetta var miklu betri leið, nú förum við áfram með 2 stig og Frakkar ekkert. Ég gagnrýni suma fjölmiðal fyrir að vera svartsýnir í gær…þetta er ekki búið fyrr en það er búið – Áfram ísland, verum nú öll jákvæð og trúum á landsliðið okkar.

Alfreð er bestur…hann kann þetta.


mbl.is Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gargandi snilld ! en......

Þetta er frábær byrjun en við verðum að halda áfram að trúa að við vinnum. Sigurinn mun verða okkar 23 - 21.  Áfram ísland.
mbl.is Frábær byrjun íslenska liðsins gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sástu nokkuð bílstjórann ? hic !

caraman060400182Þeir hafa kannski bara fengið sér Kríu.

Þessi frétt minnir mig á tvo félaga mína sem höfu setið daglangt og kneifað öl og fóru svo á eitthvað rand. Sama kvöld var þorrablót í félagsheimilinu og bóndi einn úr Svarfaðardal skaust út til að setja bílinn í gang og fer svo inn aftur til að sækja betri helminginn. Þeir félagar koma þarna aðvífandi og sjá bílinn i gangi og ákveða að bregða sér af bæ og "stela" ...ok fá lánaðann bílinn. Þeir eru ekki komni langt á bílnum, 400 metra fyrir utan bæinn er þeir aka út af og inn í snjóskafl. Lögreglan var fljót að finna þá eftir ábendingar frá bóndanum, er lögreglan kemur að bílnum sitja þeir báðir aftur í og spyrja lögguna " sástu nokkuð bílstjórann" ? Þeir voru allavega með smá rænu og húmorinn í lagi að venju. 


mbl.is Óku af pöbbnum inn í skafl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bendum barnaníðingum á staðinn.

Ég horfði á vel unninn Kompásþátt í gærkvöldi og enn er ég að hugsa um það sem ég sá og margar spurningar vakna. Þegar ég sá þessa fyrirsögn á mbl.is í morgun "Umhyggjustöðin" í heilanum fundin" fór ég enn og aftur að hugsa um efni þáttarins og þennan aumingja mann sem þar var í aðalhlutverki. Í greininn i segir.

"Bandarískir vísindamenn segjast hafa fundið staðinn í mannsheilanum sem ræður því hvort viðkomandi einstaklingur lætur sér annt um aðra eða er sjálfselskur. "

Barnaníðingar eru veikir og virðast vera ansi sjálfelskir og ég held að þeir geri sér ekki fulla grein fyrir hvað þeir eru að gera fórnarlömbunum sínum. Ég viðurkenni alveg að mér dettur margt ljótt í hug til að skrifa um þennan mann " Ágúst Magnússon" hann sáði slatta af reiði í þann sem þetta ritar en það er best að reyna að koma einhverju frá sér á manneskjulegan hátt hér á bloggið og vita hvort að losni ekki eitthvað um þessa óþægilegu tilfinningu.

Þessir aðilar eru fársjúkir og þurfa aðstoð og viðeigandi úrræði, ekki bara að sitja af sér dóma í fangelsi. Einu sinni barnaníðingur alltaf barnaníðingur. Þeir hljóta að þurfa eftirlit og eftirmeðferðir.
Af hverju hefur Ágúst Magnússon aðgang að netinu og af hverju er hann frjáls ferða sinna ?
Er ekki eitthvað að dómskerfinu okkar, mér skilst að dómarar hafi ekki nýtt refsirammann til fulls af hverju ?
Þarf eitthvað enn verra að gerast til þess að það verði virkilega tekið á þessum málum ?

Það eru að koma kosningar og kannski ættu frambjóðendur að setja þessi mál og afplánunarmál almennt á listann yfir stefnu og áherslumál. Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að kjósa þann 12. maí í vor en þessi mál geta haft áhrif á það.
Eitt er líka umhugsunarvert í þessu máli og það er óheft og eftirlitlaust aðgengi barna að netinu.

Hvað er barnið þitt að gera í tölvunni ?

Það þurfa allir að taka sig saman um að berjast gegn þessum viðbjóði þetta snýst um framtíð barnanna okkar í þessu landi.

 


mbl.is „Umhyggjustöðin“ í heilanum fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef fyrir því áræðanlegar heimildir.

handboltiVið erum dálitið góð í því að mála skrattann á vegginn og sjá ekki ljósið á þessu litla landi okkar. Ég hef fyrir því áræðanlegar heimildir að við vinnum leikinn við frakka og þá erum við í stöðunni sem flestir héldu að við værum eftir fyrstu leikina.
Tökum okkar saman og trúum því að við vinnum frakkana, þetta er einn handboltaleikur.

Áfram Ísland.


mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar gegn Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfund ?

Maður gærdagsins hlýtur að teljast Ólafur Ólafsson stjórnarformaður Samskipa, dagurinn byrjaði með því að hann og kona hans gáfu þúsund milljónir í velgjörðarsjóð. Síðan heldur kappinn uppá afmælið sitt í gærkvöldi, hann verður fimmtugur n.k þriðjudag, Elton John ku hafa tekið 70 milljónir fyrir að syngja afmælissönginn og nokkra slagara til viðbótar á flygilinn sinn sem hann lét flytja til landsins. Ólafur tengdist ekki bara einni stórfrétt í gær heldur tveimur. Í Silfri Egils á Stöð 2 hófst þátturinn á umræðum um "pissukeppni nýríka" svo að ég vitni í orð Silfurhafans. Síðan tjáðu gestir þáttarins sig um að fá svona dýran skemmtikraft. Snobb, ósmekklegt, ógeðfellt voru orð þeirra og Ástu Möller fannst að hann hefði nú frekar átt að bæta þessum 70 milljónum í velgjörðarsjóðinn....common var ekki milljarðurinn dágóð summa ?
Ég tek það fram að þekki Ólaf ekki neitt. Ég sé ekki að hann hafi verið að reyna að komast í Séð og heyrt með þessu....þá hefði verið auðveldara fyrir hann að kaupa blaðið og gera eitthvað skemmtilegt fyrir afganginn. Ef að einstaklingar hafa efni á að gera sér "dagamun" hvað kemur okkur það þá við. Mér finnst þetta öðruvísi ef að t.d einhver bankinn hefði gert þetta nema að allir viðskiptavinirnir hefu átt kost að að mæta. Ég er viss um að félög, stjórnmálaflokkar, einstaklingar og fleiri þiggi fegins hendi styrki frá aðilum sem þessum og eflaust munu margir sækja um í nýja sjóðinn og fá þaðan fé til þess að gera það sem hugur þeirra stendur til...og þá er þetta ekki ógeðfellt...eða hvað ?
mbl.is Elton John á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var nú óþarfi.

Eins og mér finnst hugmyndin góð með stuðningsmannasamtökunum í blíðu og stríðu finnst mér þessi ákvörðun að hafa Auðun Blöndal og Huga Haraldsson með í pakkanum afleit.  Ég skráði mig þarna inn og hvet alla til þess að gera það og taka þátt í því að búa til magnaða og jákvæða stemmningu í kring um landsliðið í handbolta í "Blíðu og Stríðu" sama hvað gengur á. Það verður að taka þessu og ég verð að reyna að vera jákvæður en þeir auðvelda það ekki þessir tveir, jákvæð stemmning er eitt en fíflagangur er annað

Áfram Ísland

Skráið ykkur á www.ibliduogstridu.is


mbl.is Auddi og Hugi á HM í Þýskalandi á vegum “Í blíðu og stríðu”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband